SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 18
18 10. apríl 2011
land, en hann hafði lent í vinnuslysi þeg-
ar hann var að skoða gömul húsgögn
uppi á hlöðulofti sem gaf sig og auðvitað
Gudrun Aspel, sem er ekki hver sem er, í
stuttu máli sagt, fullt af fínu fólki og pró-
grammið skemmtilegt, miklar umræður
um bókmenntir og þjóðfélagsmál, Ísland
sem smækkaða mynd af skuldsettum
heimi en einmitt á þessu svæði eru mörg
bú skuldsett upp í rjáfur eftir sömu fjár-
málabólu og reið yfir Ísland og í þorp-
unum heyrði ég sögur af bankamönnum
sem þorðu ekki út úr húsi af því þeir
höfðu sett sparnað fólksins í einhverja
fáránlega sjóði sem nú voru gufaðir upp.
Siðferðileg mótmæli
David Ashton var ekki bara bý-
flugnabóndi, blaðamaður og skáld, hann
var líka sósíalisti, róttækur sósíalisti.
Keltneskar rætur okkar voru honum sér-
lega hugleiknar og hvernig Írland og
hlutar Englands og Skotlands tengdust
Norðurlöndum í gegnum þann arf. Hann
fylgdist mjög vel með málefnum Íslands
og sendi mér mikið efni um þjóðfélags-
ástandið, greinar um Lettland, Grikkland
og Írland, því David Ashton var al-
þjóðahyggjumaður og sá hlutina í sam-
hengi. Honum fannst þjóðaratkvæða-
greiðslan um ICESAVE stórkostleg og
sagði að í henni væru fólgin gríðarlega
mikilvæg skilaboð til almennings um
heim allan, því alls staðar í heiminum er
lögð meiri áhersla á peninga en velferð og
því nauðsynlegt að almenningur dragi í
efa skyldur sínar til borga skuldir hrun-
inna fjármálastofnana. David Ashton
túlkaði mótmæli Íslendinga gegn Icesave
sem siðferðileg mótmæli.
Strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6.
mars 2010 sendi David Ashton mér grein
þar sem meðal annars stóð: „Hugsið
ykkur ef Obama talaði einsog Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands.“ Jafn-
vel í Ameríku byrjuðu menn að skilja.
Með þjóðaratkvæðagreiðslunni gerði
Ólafur Ragnar Grímsson ekkert annað en
að vísa umdeildu máli til þjóðarinnar og
spyrja þeirrar afar einföldu spurningar:
„Hversu langt er hægt að ganga og fara
fram á að venjulegt fólk – bændur, sjó-
menn, læknar og hjúkrunarfræðingar –
axli ábyrgð á föllnu bönkunum? Sú
spurning, sem er kjarninn í Icesave-
málinu, mun brenna á mörgum í ríkj-
um Evrópu. Þetta er kjarni málsins og
þennan kjarna skildi David Ashton,
býflugnabóndi og blaðamaður, æsku-
vinur Johns Lennon, og ekki bara
hann, því ótal aðrir tjáðu sig um málið,
blaðamenn, fræðimenn og nánast
hver sem er, maðurinn á göt-
unni, almenningur, en al-
menningur fær aldrei að spyrja
þessarar spurningar heldur er skuldum
fjármálafyrirtækjanna bara velt yfir á
hann og síðan skorið niður, verðlag
hækkað og skattar.
En ríkisstjórnin okkar var ekki að
hlusta á menn einsog David Ashton,
blaðamenn, fræðimenn, manninn á göt-
unni eða almenning í heiminum, sem
hún þó var í óvenjulegu kallfæri við þessa
örfáu daga. Þess í stað gerði ríkisstjórnin
lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, lítið
úr almenningi, sagðist hafa þrifið upp
eftir forsetann og verið snögg að því, en
hún hlustaði af þeim mun meiri athygli á
bankamálaráðherra Breta, sem birtist á
skjánum og romsaði upp úr sér hótunum
í garð íslensku þjóðarinnar, hótunum
sem voru bara hlægilegar, sem enginn
tekur mark á og hafa ekkert gildi nema
þegar þeim er hlýtt, þegar valdahrokinn
er tekinn bókstaflega og óttinn gerður að
leiðsögumanni, þegar stórveldin hnykla
vöðvana einsog steratröll.
Greining Ólafs Ragnars Grímssonar á
kjarna Icesave-málsins er hárrétt enda
fannst mörgum Íslendingum sem þeir
hefðu endurheimt forsetann; að hann
hefði loksins rankað við sér eftir allt of
langt faðmlag sitt við auðmennina og nú
viljum við sjá hann kalla þá fyrir og láta
þá skila ránsfengnum. Allt í einu veitti
forsetinn því athygli hvar hjarta þjóð-
arinnar sló, axlaði ábyrgð og baðst afsök-
unar með því að bæta ráð sitt og ekki
annað að sjá en að þjóðin hafi fyrirgefið
honum.
Sumir froðufelldu
En á meðan David Ashton, býflugna-
bóndi í Danmörku, sósíalisti frá Liver-
pool, upprunninn í Skotlandi skildi um
hvað málið snerist verður ekki það sama
sagt um menningarvitana á Íslandi, enda
lýsa þeir ekki lengur. Daginn sem forset-
inn vísaði Icesave-málinu til þjóðarinnar
var ég staddur á samkomu. Þar var margt
Hin
einfalda
spurning
Skoðun
Einar Már
Guðmundsson
’
Ekki æsti þetta fólk sig á meðan forsetinn flakk-
aði með auðmönnum um heiminn í þotum og
opnaði bankaútibú á öðru hverju götuhorni,
umkringdur sprellfjörugum auðmönnum, en nú þeg-
ar forsetinn tók afstöðu með almenningi þá varð allt
vitlaust
É
g var mættur á staðinn í
myrkri, en ég sá enga ketti,
enga gráa ketti, bara nokkra
bíla sem lagt hafði verið í stæð-
in. Ég heyrði þytinn í trjánum og horfði
upp í stjörnubjartan himininn. Einhvers
staðar í grenndinni rann lítil á, Litlaá, út í
stærri á, Stóruá. Ég heyrði niðinn en akr-
arnir sáust ekki eða hæðirnar sem líða
yfir landslagið. Ég virti fyrir mér hlaðið
múrsteinshús með kúluþaki, hús steina
og stjarna, teiknað af Per Kirkeby. Í hús-
inu er steinasafn og í grenndinni er
stjörnukíkir. Svo sannarlega var himinn-
inn stjörnum prýddur þetta kvöld. Húsin
tilheyra Lýðháskólanum Skærum Mölle.
Þegar forsvarsmenn skólans ákváðu að
biðja Per Kirkeby að teikna steinhúsið þá
sögðu hinir vantrúuðu í grenndinni að
hann væri nú ekki hver sem er, en for-
stöðukonan Gudrun Aspel svaraði: Við
erum það ekki heldur. Bíl var lagt. Ég
hélt áfram að hlusta á þytinn í trjánum
og virða fyrir mér stjörnurnar og húsið
með kúluþakinu, en heyrði í manninum
þegar hann steig út úr bílnum, stór og
mikill. Hann ávarpaði mig á máli inn-
fæddra en ég heyrði hreiminn, enskan
hreiminn, þegar hann spurði hvort það
væri ekki hérna sem Íslendingurinn ætti
að tala. Jú, sagði ég, ég væri Íslending-
urinn og mættur hingað til að tala. „Við
sjáumst,“ sagði hann og gekk inn í bygg-
inguna með kennslustofunum.
Inni í fyrirlestrarsalnum hafði ég lagt
bækur mínar á borðið. Þegar ég kom inn
skömmu síðar stóð hann og skoðaði þær.
Hann virti fyrir sér bækurnar, horfði á
mig og sagði: „Ég hef lesið allar bækurnar
þínar, en ekki þessa.“ Hann hélt á Bítlaá-
varpinu; en svo hóf hann að segja mér
söguna af því þegar hann var lítill strák-
ur, fæddur 1941 í Aberdeen í Skotlandi,
en flutti til Liverpool þar sem einn af
æskufélögum hans var John Lennon og
félagarnir úr Quarrymen. Þetta var David
Ashton, býflugnabóndi, blaðamaður og
skáld, en allur hópurinn sem mættur var
þarna á kvölddagskrá Lýðháskólans var
ótrúlega skemmtilegur, baráttumenn
fyrir frjálsu hafi, fjárbóndi sem breytt
hafði lestarstöð í listasafn, skólastjóri
með hugsjónir, rithöfundur sem ferðast
hafði í hjólastól um allan heim og skrifað
ferðabækur, meðal annars eina um Ís-