SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 22
22 10. apríl 2011 Þ að er fátt gefið í henni veröld og ekki hægt að ganga að neinu vísu. Gáfuðustu menn gera axarsköft sem einfeldningar létu sig aldrei henda. Langt háskólanám þroskar margan og leysir meðfædda hæfileika úr læðingi. En hitt er líka til að heimskur fari í há- skólanám og komi þaðan með gildar gráður en jafnheimskur og hann var við innritun, en fer þó í sjálfumgleði sinni sýnu verr með hana en áður. „Hefur þú tekið eftir því,“ sagði vegfarandi á Skólavörðustíg við bréfritara, „að þegar könn- unarfyrirtæki gera sundurliðaða grein fyrir sínum niðurstöðum þá er fylgið við mestu vitleysuna jafnan mest í þeim hópi sem notið hefur lengstrar skólagöngu?“ Bréfritari hafði ekki hnotið um þetta og gat ekki stillt sig um að benda á að við- mælandinn væri hlaðinn háskólagráðum. „Könn- unarfyrirtæki hringja af einhverjum ástæðum aldrei í mig,“ var svarið, „og að auki er ekki úti- lokað að ég sé undantekningin sem einmitt sann- ar regluna.“ Sérfræðingar láta á sér kræla Kannski varð þetta tilefni þess að „sérfræðing- arnir“ komu upp í hugann og sú sérkennilega mynd sem blasir við af þeim sumum í hinni löngu umræðu um Icesave. Ætla mætti að mörgum þeirra væri ekki alveg rótt vegna fullyrðinga sem þeir létu falla þegar Icesave II var í burðarliðnum og þeir fullyrtu ekki aðeins að samningurinn sá væri góður heldur stóðu ekki síður fast á því að það væri vísasti vegurinn til glötunar fyrir Íslend- inga að hafna honum. Samningnum var hafnað. Ekkert vont gerðist, öðru nær. Ekki nóg með það heldur var fáum misserum síðar orðið samdóma álit allra að þar hefði fallið skelfilegur samningur. „Sérfræðinganir“ sem fyrr höfðu gefið honum gæðastimpil og fegurðarverðlaun í kippum fuss- uðu nú og sveiuðu samningnum jafnákaft og aðr- ir. Og svo kom Icesave III. Og svo komu „sér- fræðingarnir“ aftur og nýbúnir og hrósuðu nýja samningnum í hástert með vísun í fræði sín og þekkingu. Ekki þarf að efast um að þeir kunna margt. En að skammast sín er ekki endilega eitt af því. Á öðru götuhorni í bænum var annar maður sem stoppaði bréfritara og tók hann tali. „Segðu mér þú sem víða hefur farið hvurs vegna þetta Icesave-mál er þvælt svona á enda og kanta þótt það ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Gagnvart mér liggur það svona fyrir: Nágranni minn segir mér að hann hafi farið í lóðarframkvæmd upp á sína í eigin garði. Hann telji þó einsýnt að ég eigi að standa straum af kostnaðinum sem fallið hafi til, enda séum við landar, búum í sama hverfi og að auki í sömu götu. En hann sé á hinn bóginn sanngjarn og tilbúinn til að ræða um greiðslukjör og tíma og geri ráð fyrir að ég sé reiðubúinn til að semja um þetta eins og sé siðaðra manna háttur.“ „Og hvernig svarar þú?“ „Ég svara honum rétt eins og væri ég Gestur frá Hæli: „Étið þér skít og verið þér sælir.““ Langskólanám hafði ekki fyllt heilabú þessa borgarbúa af froðu. Þetta gat ekki einfaldara ver- ið. Hitti sinn nagla þráðbeint á höfuðið. Á tímum mikilla … Einar Már Guðmundsson rithöfundur segir á öðr- um stað í blaðinu: „Á tímum mikilla tíðinda kem- ur í ljós hvar þú stendur.“ Ekki verður þetta betur orðað. En það kemur að auki í ljós hvort þú stendur. Því hjá sumum er kjarkurinn í hnjálið- unum og að auki einatt af skornum skammti. Það er afleitt þegar leiðtogar þjóðar, foringjar hennar og vörslumenn eiga í hlut. Það hafa Íslendingar búið við síðustu tvö árin, einmitt þegar verst hef- ur gegnt. En það hefur komið í veg fyrir að altjón hafi hlotist af að þjóðin sjálf hefur í tvígang fengið aðkomu að málinu. Hún hreinsaði hneisuna síð- ast út af borðinu með sveiflu og með svo afger- andi hætti að það gat enginn misskilið. En það gerði þó sú sem síst skyldi, sjálf ríkisstjórn lands- ins. Nú er enn harðar að þjóðinni sótt með að- keyptum áróðri og hótunum um hremmingar af ýmsu tagi. Vonandi stendur hún þá atlögu líka af sér. Staða Ragnars í hættu? Bréfritara þykir miður að hafa ekki lengur aðgang að Spaugstofunni, einu besta sjónvarpsefni ís- lensku og óvenju endingargóðu að auki. Snilling- unum á bak við þann þátt hefur tekist að skapa fjölmargar persónur sem lifa og hrærast með þjóðinni, þótt þær hafi ef til vill hvorki kennitölu né kosningarétt. Frægust þeirra er Ragnar Reyk- ás, sem endurspeglar íslenska þjóðmálaumræðu betur en flestir og er þá átt við báðar og jafnvel allar hliðar málsins. Hefur Ragnar borið höfuð og herðar yfir alla spekinga umræðunnar, sem er ekki lítið afrek, sérstaklega í tilfelli hans. En nú er ljóst að Ragnar Reykás getur á næstunni þurft að leggja sig allan fram og aftur vegna þeirrar hat- römmu samkeppni sem stofnað hefur verið til og kemur úr hörðustu átt, sjálfri sólaráttinni. Hún birtist síðast í hátíðarræðu ráðherra yfir seðla- Reykjavíkurbréf 08.04.11 Á tímum mikilla tíðinda

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.