SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Side 26
26 10. apríl 2011
Óskar Jóhannsson
É
g var einn af strákunum sem
seldu hermönnum dagblaðið
Daily Post sem gefið var út á
stríðsárunum í Reykjavík. Ég
hef skrifað niður ýmsar minningar frá
þeim tímum, og langar að rifja upp at-
burði sem gerðust fyrir 70 árum, eða síð-
ast í febrúar árið 1941. Það fólk sem man
þá tíma hefur kannske gaman af að rifja
þá upp, og fyrir þá sem yngri eru, er fróð-
legt að gera sér grein fyrir þeim breyt-
ingum sem orðið hafa síðan.
Það var langt liðið á febrúar 1941.
Norðanstormur hafði skollið á um nóttina
og varla stætt við höfnina. Þegar ég kom í
Sænska frystihúsið, gekk mikið á, bílar
komu með marga menn, sem voru renn-
andi blautir og nokkrir á sjúkrabörum.
Það var farið með þá upp á loft. Ég spurði
einn hermanninn hvað hefði komið fyrir.
Og hann sagði mér að skip hefði strandað,
en hann vissi ekki hvar. Ég hélt áfram, fór
í Völund og Kveldúlfshúsin, þegar ég kom
innundir Barónsstíg sá ég loks í særokinu
að eitt af skipunum úr stórri skipalest,
sem var á ytri höfninni, hafði rekið á land
í Rauðarárvíkinni, þar sem gatnamót
Skúlagötu og Snorrabrautar eru nú. Skip-
ið var danskt flutningaskip, Sonja Mærsk,
með fallbyssu á palli á skutnum, eins og
var á mörgum flutningaskipum. Það hafði
dregið ankerin og afturendinn fór upp á
land, en stefnið sneri út á sjó. Þetta hafði
gerst fyrir nokkru, og allir skipverjar
voru komnir í land og inn í Sænska frysti-
húsið. Þegar ég var að horfa á þetta tók ég
eftir að annað skip úr skipalestinni, hafði
slitið ankerisfestarnar og rak flatt undan
veðrinu í átt að danska skipinu. Ég beið til
að sjá hvað gerðist. Á tímabili hélt ég að
það kæmi þvert á stefnið á því danska en
það kom flatt vestan við það, með stefnið
fast upp að hlið danska skipsins. Þegar
það fór á hliðina í fjörunni ultu margar
stórar tunnur í sjóinn.
Það var kominn töluverður hópur af
mönnum niður í fjöru til að bjarga skip-
verjum, ef þeir færu í sjóinn en ég gat ekki
stoppað lengur og varð að halda áfram að
selja blaðið. Þegar ég hafði lokið því og
búinn að hlaupa niður í Austurstræti og
gera upp, var ég svo spenntur að sjá
strandið, að í stað þess að fara í Miðbæj-
arskólann kl. 12.40, ákvað ég að gera það
sem ég hafði aldrei gert, skrópa í skól-
anum. Að „skrópa“ var orð sem ég hafði
aldrei heyrt fyrr en í Reykjavík. Þegar ég
kom aftur niður að sjó, hafði storminn
lægt mikið og var mikill mannfjöldi
mættur í Rauðarárvíkinni, og einn sá
fyrsti sem ég hitti var kennarinn minn,
hann Þorvaldur. Hann sagði að kennsla
félli niður vegna veðurs og hélt að ég
hefði heyrt það í útvarpinu. – Þar var ég
heppinn. – En það var mikið um að vera á
strandstaðnum. Seinna skipið sem rak
upp hét Ourem og var portúgalskt. Rauð-
vínstunnur af dekkinu fóru í sjóinn þegar
það fór á hliðina. Það hafði verið hægt að
bjarga öllum mönnunum yfir í hitt skipið
og síðan í land. Kallaður hafði verið út
vinnuflokkur til að bjarga tunnunum og
velta þeim frá sjónum. Hvernig sem það
atvikaðist, stóð ein tunnan upp á endann
og hafði lokið kannske „óvart“ brotnað
af. Það var þröngt í kringum tunnuna. Ég
sá konu koma með kaffi á brúsa handa
manninum sínum. Hann tók brúsann,
hellti kaffinu í fjörugrjótið og sökkti hon-
um í rauðvínstunnuna og þambaði úr
honum í einum rykk. Fyllti hann aftur,
setti tappann á og bað konuna að geyma
hann vel og fór að vinna. Þetta var annar
eða þriðji flokkurinn sem var kallaður út,
en mikinn hluta af fyrsta hópnum þurfti
að bera upp í bíla og keyra heim. Sumir
voru orðnir nokkuð slompaðir í þessum
hópi.
Á fjörukambinum neðan við Skúlagöt-
una, niður af Barónsstíg, voru tveir eða
þrír timburskúrar, bárujárnsklæddir. Í
þeim voru sviðnir hausar í sláturtíðinni á
haustin. Uppi á einum skúrnum stóð
Kjarval í regnkápu við trönurnar sínar og
málaði í öllu rokinu og rigningunni. Ekki
hef ég séð neina mynd sem gæti verið af-
rakstur þessa óvenjulega dags hjá meist-
ara Kjarval.
Um haustið voru skólarnir fullir af her-
mönnum, svo kennsla byrjaði ekki fyrr
en í nóvember, þess vegna var kennt
lengur og ég seldi Daily Post út maí 1941.
Seinni partinn í maí sá ég einn daginn
heljarmikið herskip koma út úr Hvalfirð-
inum. Ég náði í Þóri vin minn, og við
hlupum upp að Leifsstyttu til að sjá skipið
betur. Meðal verðlaunamyndanna af
flugvélum og herskipum, sem ég hafði
fengið, var ein af Hood, stærsta og öfl-
ugasta herskipi á heimi. Það var enginn
vafi, þetta var Hood.
Um það bil tveimur dögum seinna kom
í fréttum að herskipið Bismarck, sem var
stolt þýska flotans, hefði látið úr höfn í
Noregi og Hood hefði verið sent á móti
því. Þegar þau komust í skotfæri hvort
við annað, norður af Íslandi, vildi svo til
að fyrsta skotið frá Bismarck hitti beint í
skotfærageymslu Hoods og það sprakk í
loft upp.
Ég tók mörg aukablöð næsta morgun
þegar fréttin „Hood Sunk“ náði þvert yfir
forsíðuna á Daily Post. Margir hermenn-
irnir höfðu frétt af þessu og þeir voru al-
varlegir þegar þeir keyptu blaðið og vildu
vita meira um þetta mikla áfall.
Næstu daga voru æsandi fréttir af elt-
ingaleiknum við Bismarck og mikið
glaðnaði yfir hermönnunum þegar fréttin
barst um að endalok hins mikla skips
væru loks ráðin þremur sólarhringum
síðar, langt suður í hafi.
Eins og fyrr segir fengu strákarnir
blöðin ekki afhent fyrr en búið var að rit-
skoða það, og stimplað eintak var komið á
afgreiðsluna. Mjög oft kom það í minn
hlut að hlaupa með tvö eintök, strax og
blaðið kom úr prentun, inn á Hverfisgötu
inn undir Barónsstíg. Í íbúðarhúsi neðan
við götuna var skrifstofa á vegum her-
stjórnarinnar. Offíseri las blaðið vandlega
á meðan ég beið. Þá stimplaði hann annað
eintakið og ég tók sprettinn með það aft-
ur niður í Austurstræti 14, þar sem hóp-
urinn beið óþolinmóður, en Hulda var
búin að telja blöðin og merkja og skrifa á
strákana. Ekki man ég til þess að at-
hugasemdir hafi verið gerðar við efni
blaðsins.
Meðan strákarnir biðu eftir að fá blaðið
afhent, var ég oftast á sprettinum í rit-
skoðunina og kynntist því fáum þeirra.
Þó eignaðist ég ágætan kunningja á mín-
um aldri og fór nokkrum sinnum heim til
hans. Hann var kallaður Jón Ben og átti
heima í bakhúsi við Ingólfsstræti á milli
húss Óskars Halldórssonar útgerð-
armanns og Aðventistakirkjunnar.
Jón Ben var hressilegur og ágætur
strákur. Þegar ég fór að hugsa um það
eftir á taldi ég víst að hann hefði þekkt vel
til og jafnvel verið heimagangur í bragga-
hverfinu sem var á svæðinu á horni Ing-
ólfsstrætis og Hallveigarstígs, þar sem
Hús iðnaðarins er nú.
Mér brá því illilega eins og fleirum,
þegar fréttist að laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu hefði hann verið að fikta í herbíl
sem stóð við kirkjuna og vörðurinn skotið
hann til bana. Seinna var sagt að vörð-
urinn hefði verið settur á geðveikraspít-
ala.
Ekki vissi ég hvað var gert við her-
manninn sem var á vakt á Skólavörðu-
holtinu, þegar kærastan hans fór út úr
kampinum í leigubíl (mig minnir að bíll-
inn hafi verið R 1380) með öðrum og hann
skaut á eftir bílnum. Skotið fór inn um
afturrúðuna, í gegnum hatt bílstjórans og
út um framrúðuna.
Skipskaði í Reykjavík
Hood, stærsta og öflugasta herskip í heimi.
Í „mínum kömpum“
mátti enginn annar selja
1 Hafnarsvæðið
2 Nafta bensínstöðin
3 Sænska frystihúsið
4 Völundur
5 Kveldúlfur
6 Vöruskemmur við Barónsstíg
7 Við Hringbraut (Snorrabraut) á
milli Laugavegar og Njálsgötu
8 Allt Skólavörðuholtið og nágrenni
Byggt á korti útgefnu af herstjórninni
Þarna var
Rauðarárvík
1 2
3
4
5
6
78
Skúlagata
Hverfisgata
Laugavegur
Grettisgata
Njálsgata
Bergþórugata
Bar
óns
stíg
ur Sn
or
ra
br
au
t
Ba
ró
ns
st
ígu
r
Vi
ta
st
iíg
ur
Fr
ak
ka
st
ígu
r
Kl
ap
pa
rs
tíg
ur
Lindargata
Sölvhólsgata
In
gó
lfs
st
ræ
ti
Skólavörðustígur
Óð
ins
ga
taBe
rg
sta
ða
str
æ
ti
Bald
ursg
ata
Njar
ðarg
ata
Eiríksgata
Ka
lko
fn
sv
eg
ur
Freyjugata
Va
tn
ss
tíg
ur
Sonja Mærsk og Ourem á strandstað.
Ljósmynd/Þorsteinn Jósepsson
Þessi mynd úr Sjómannadagsblaðinu var tekin árið 1954, frá þeim
stað þar sem Rauðarárvíkin var. Vinningar í Vöruhappdrætti DAS það
ár, voru m.a. bátur og margir bílar. Víkin var horfin og vegur þar yfir sem
skipin strönduðu. Lengst til vinstri sést í hús málningarverksmiðjunnar
Hörpu. Ennþá sáust tveir af bröggunum sem ég seldi Daily Post í á
horni Barónsstígs.
Nóa-, Hreins- og Síríushúsið var óbreytt, en hefur nú hækkað um
helming og er Hótel. Skúrinn neðan við Skúlagötuna, sem Kjarval stóð
uppi á og málaði, stóð enn. Hús Kassagerðarinnar á horni Vitastígs er
ennþá óbreytt. Hús kjötvinnslunnar Búrfells og Sláturfélagsins eru nú
horfin. Hvíta húsið lengst til hægri á myndinni var Kveldúlfur og á bak
við það sést í stóra reykháfinn í Völundi. Þar var allt fullt af hermönnum
á stríðsárunum og þar seldi ég einnig Daily Post. Sjávarmegin við
Skúlagötuna á móts við Völund voru olíutankar. Gluggar voru málaðir á
þá, svo þýskir flugmenn myndu halda að það væru íbúðablokkir! Sæ-
brautin og allt norðan við Skúlagötu er uppfylling.
Rauðarárvík 13 árum seinna