SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 32
32 10. apríl 2011
Bændagistingin í Pétursborg var áður
nefnd, Helena sat í stjórn Ferðaþjónustu
bænda og í stjórn Landsýnar – Alþýðuor-
lofs (sem síðar varð Samvinnuferðir) og
tók virkan þátt í að hefja Slóveníuferðir
fyrir Íslendinga árið 1975. Þar var hún
aðalfararstjóri í fimm sumur, til ársins
1980. Starfaði bæði fyrir Samvinnuferðir
og Ingólf Guðbrandsson.
Þegar Helena velti fyrir sér nafni á
ferðaskrifstofuna rifjuðust upp fyrir
henni Nonnabækurnar, sögur Jóns
Sveinssonar, sem þýddar höfðu verið á
slóvensku og hún lesið sem barn.
„Mér fannst útlendingar verða að geta
borið nafn fyrirtækisins fram; datt í hug
Puffin Travel, en þegar Nonni skaut upp
kollinum kom eiginlega ekki annað til
greina því það hentaði svo vel. Nonni er
frá þessum slóðum, fjölskylda hans var
fátæk eins og mín og hann var ambassa-
dor fyrir Ísland um allan heim, og þó sér-
staklega fyrir Norðurland. Nafnið smell-
passaði því. Það er fallegt og eitthvað á
bak við það. Og ég hugsa reglulega til
Nonna; þegar eitthvað var erfitt hjá mér í
rekstrinum settist ég niður og sagði,
Nonni, hjálpaðu mér. Hvað á ég að gera
næst? Nonni er alltaf með mér. Það má
eiginlega segja að við rekum fyrirtækið
saman!“
Svo skemmtilega vill til að Helena og
Sigurður Aðalsteinsson, eiginmaður
hennar, búa nú á Möðruvöllum í Hörg-
árdal þar sem Nonni bjó um tíma. Stutt er
að Skipalóni þar sem Nonni bjó líka og
skrifaði mikið um. „Ég hjóla oft að Skipa-
lóni, fór þangað síðast fyrir nokkrum
dögum að kveðja Nonna,“ segir hún.
Helena er nefnilega á leið til Græn-
lands, þar sem hún verður í þrjár vikur
og fer m.a. í hundasleðaferð með nokkrar
íslenskar, breskar og hollenskar konur.
Beint flug mikilvægt
Um þessar mundir er mikið talað um
nauðsyn beins flug til og frá Akureyri og í
sumar stendur Nonni einmitt fyrir einni
slíkri ferð – þeirri fyrstu frá Slóveníu.
„Það er mjög mikilvægt að koma á
beinu flugi til og frá Akureyri oftar en nú
er. En maður verður þó að vera raunsær;
Ísland er stórt og fallegt og Akureyri er
ekki Keflavík. Þess vegna verðum við, að
mínu mati, að einbeita okkur að því að fá
leiguflug frá útlöndum til að byrja með;
þangað til fólk sér að Akureyri er mjög
fallegur staður, að flugvöllurinn hér er
fullkominn og í raun ekkert mál að fljúga
beint hingað. Þá sjá útlendingar kannski
smám saman að möguleiki sé á meiru en
bara leiguflugi.“
Helena telur ekki raunhæft að stefna að
tíðu áætlunarflugi á milli Akureyrar og
útlanda strax. „Það er útópía. Akureyr-
ingar og aðrir Norðlendingar geta ekki
alltaf verið á ferðinni, við erum svo fá og
hingað koma ekki útlendingar á hverjum
degi. Ef hægt yrði að vera með flug hing-
að á hálfs mánaðar fresti eða svo yrði það
mjög gott.“
Hún segir umræðuna vitaskuld af því
góða „en menn þurfa samt að vera með
fæturna á jörðinni. Akureyri er ekki New
York eða einhver önnur stórborg sem
fólki finnst það endilega þurfa að heim-
sækja. Ef leiguflug gengur upp, eins og ég
vona að verði með ferðina sem ég er að
skipuleggja, verður hugsanlega hægt að
tala um framhald. Kannski mun þetta
slóvenska flugfélag hafa áhuga á því að
koma á hverju ári.“
Sjálf á verkamannalaunum
Helena segist reka fyrirtæki sitt af mikilli
skynsemi. „Ég hef haft það fyrir reglu að
vera aldrei á framkvæmdastjóralaunum.
Ég er á verkamannalaunum og það er
kannski aðalástæðan fyrir því að fyr-
irtækið gengur vel. Ef maður á kú sem
gefur manni gull þá mjólkar maður hana
ekki til dauða heldur passar upp á hana;
sparar og hugsar um hverja einustu
krónu. Þetta er bara lítið fjölskyldufyr-
irtæki.“
Eitt af því sem hún dáðist að við kom-
una til Íslands á sínum tíma var hve allir
virtust jafnir. „Mér fannst allir vera heið-
arlegir og hélt reyndar allt þar til 2008 að
Ísland væri eina landið í heiminum þar
sem allir væru heiðarlegir. Það sem gerð-
ist þá var þess vegna mikið áfall fyrir mig
því mér fannst ég alltaf svo örugg á Ís-
landi.“
Þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra
bað Guð að blessa Ísland og neyðarlög
voru sett í landinu, 6. október 2008, var
Helena í Slóveníu með hóp íslenskra
ferðamanna. „Við héldum auðvitað að
þetta væri bara spaug, þegar við heyrð-
um fréttirnar. En svo var því miður ekki
og mér fannst það mjög sorglegt.“
’
Ég hef haft það fyrir reglu að vera aldrei á fram-
kvæmdastjóralaunum. Ég er á verkamanna-
launum og það er kannski aðalástæðan fyrir því
að fyrirtækið gengur vel. Ef maður á kú sem gefur
manni gull þá mjólkar maður hana ekki til dauða
heldur passar upp á hana.
Helena í hundasleðaferð við Ittoqqortoormiit
sem Íslendingar þekkja líklega flestir undir
danska nafninu, Scoresbysund. Hún á þar hlut í
ferðaþjónustufyrirtæki með heimamönnum.
Gönguferð í Krvavec í nágrenni Ljubljana er meðal þess sem fólki býðst í ferð Nonna í sumar.
Ljósmynd/Milan Korbar