SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Side 36

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Side 36
36 10. apríl 2011 Þ egar Claude Defresne var um tíu ára gamall tók hann fjölskyldualbúmið fram úr hillunni og notaði förð- unarvörur móður sinnar til að lífga upp á andlit fólksins á myndunum. Þessi fyrsta tilraun verðandi förðunmeistara Clarins sló ekki í gegn en hann lét það ekki stöðva sig. Eftir að hafa reynt fyrir sér sem hárgreiðslumaður og fetað sig áfram í átt að takmarkinu byrjuðu hjólin að snúast þeg- ar Claude bauðst starf sem förðunarmeistari hjá Sephora á Champs-Elysées í París. Hann var ráð- inn án þess að hafa nokkra reynslu og eftir eitt ár færði hann sig um set og hóf störf hjá Make Up Forever. Þar hlaut hann heilmikla þjálfun og var meðal anars sendur til Kúveits og Líbanons til að þjálfa þarlenda förðunarmeistara. Nokkru síðar var honum boðið starf hjá Clarins og hann er í dag einn þekktasti förðunarmeistari og alþjóðlegur þjálfari fyrirtækisins. Hann ferðast víða um heim og var nýlega staddur hérlendis til að halda námskeið hjá snyrtivöruheildsölunni Sigurborg ehf. Eins og á tunglinu Blaðamaður fær að fylgjast með hluta námskeiðs- ins og eru nemar Claude í óðaönn að æfa sig þegar okkur ljósmyndara ber að garði. Claude heilsar okkur alúðlega og segist elska Ísland. Þetta er þriðja ferðin hans hingað til lands og hann dreymir um að komast hingað í frí í sumar og skoða sig betur um. „Ég elska náttúruna hér og og allar andstæðurnar í henni, hitann úr eldfjöll- unum á móti ísnum, þetta er næstum eins og að vera á tunglinu,“ segir Claude og hlær. Hann segir náttúruna hafa áhrif á það hvernig Íslendingar klæði sig og farði. Fólk sé nálægt náttúrunni og svolítið brjálað í útliti á jákvæðan hátt. Hér sé fólk mjög smart og listrænt í sér að mörgu leyti og for- vitið um tísku og förðun almennt. Innblásturinn komi því úr ýmsum áttum. Samskiptin skemmtilegust Claude segir ímynd hinnar frönsku konu hafa breyst mikið síðan á öðrum og þriðja áratug síð- ustu aldar. Frakkland sé ekki lengur það stórveldi sem það var í tískuheiminum og tískan teygi sig nú mun lengra. Hann nefnir sem dæmi að Japanar séu framarlega í að skapa eitthvað sem skeri sig úr. Hvert land og menning hafi sína sýn á tísku. Í Afríku sé til að mynda sterkt tískusvið sem bygg- ist á þeirra forsendum og lífsháttum. Oftast segir Claude fara betur að leggja áherslu á annað hvort varir eða augu en fólk eigi fyrst og fremst að farða sig eins og því fer best. En förðun á að draga at- hygli að andlitinu og ef lögð er áhersla á bæði augu og varir sker sig í raun ekkert úr. Claude segist helst njóta þess við starfið að eiga samskipti við fólk og kenna, deila og koma sinni reynslu á framfæri. Láta fólki líða vel á einfaldan hátt með auðveldum ráðum. Morgunblaðið/Sigurgeir S Skemmtilega litríkar skissur af mismunandi förðun prýddu borðin í bland við snyrtivörur og nauðsynlega fylgihluti eins og spegla og hreinsivatn Það getur farið vel að hafa liti í klæðnaði og förðun í stíl eins og hér sést. Íslendingar eru smart og listrænir Segja má að Claude Defresne, förðunarmeistari Clarins, búi í ferðatösku en hann ferðast víða um heim til að út- breiða boðskapinn um fallega förðun. Hann segir Íslend- inga almennt forvitna um tísku og förðun og að þeir sæki innblástur sinn úr ýmsum áttum. Texti: María Ólafsdóttir maria@mbl.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Claude Defresne ferðast víða um heim til að kynna nýjasta nýtt frá Clarins og sjá um þjálfun umboðsfólks.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.