SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Page 38
38 10. apríl 2011
G
amanmyndin Arthur var frumsýnd í Bandaríkjunum á
föstudag en í henni fer breski grínistinn Russell Brand með
titilhlutverkið sem Dudley Moore fór á kostum í fyrir
þrjátíu árum. „Arthur er frábær mynd og leikur
Dudleys Moores í henni stórkostlegur. Ég fann ekki pressu
heldur knúði skyldan dyra. Skylda sem við tókum mjög al-
varlega,“ sagði Brand í samtali við fréttastofu AFP í Beverly
Hills og útskýrir nánar: „Ég þekki myndina mjög vel, hún var
ein af uppáhaldsmyndum mínum þegar ég var strákur. Þetta
voru því í raun frekar forréttindi en pressa.“
Arthur er ungur milljónamæringur sem er of upptekinn við
veisluhöld í New York, að eltast við stelpur eða detta í það til
þess að velta fyrir sér heiðri fjölskyldunnar. Hann neyðist þó
til að taka skyldur sínar alvarlega þegar móðir hans vill að
hann kvænist hinni ríku og fínu Susan (Jennifer Garner) en á
sama tíma kynnist hann sannri ást Naomi (Greta Gerwig), sem er
hvorki með rétt seðlaveski né ættartré.
Hlutverkið virðist hæfa Brand vel en hann
kvæntist bandarísku poppstjörnunni Katy Perry
í október. Áður hafði hann langt í frá verið við
eina fjölina felldur. Hann var valinn „Shagger of
the Year“, sem þýðist í barnvænni útgáfu
„Kvennaljómi ársins“, árin 2006, 2007 og 2008
af breska götublaðinu The Sun.
Brand fæddist 4. júní 1975 (sama dag og ár og
Angelina Jolie) í Essex á Englandi og er því 35 ára.
Hann ólst upp hjá móður sinni Barböru Elizabeth
en faðirinn yfirgaf fjölskyldunna þegar Brand var
sex mánaða gamall. Hann átti að mörgu leyti erf-
iða æsku, móðir hans þurfti nokkrum sinnum að
berjast við krabbamein, hann lenti í margs konar vandræðum og
ánetjaðist loks eiturlyfjum, áfengi og kynlífi. Auk þess barðist hann
við lotugræðgi. Hann hefur þó algjörlega breytt um lífsstíl, verið
hreinn frá árinu 2002 og sækir AA- og NA-fundi reglulega. Brand er
grænmetisæta og stundar jóga.
Aftur að Arthur en Brand útskýrir í viðtalinu að sagan eigi sér
ákveðna hliðstæðu í hans eigin ævi. „Ég varð ástfanginn, gifti mig og
varð fullorðinn á endanum. Svo, já, ég skil af hverju ég tengi sér-
staklega við þetta þema núna. Ég held að það sé mikilvægt í myndum
yfirhöfuð, þroskasaga ungs manns sem fullorðnast,“ segir hann og
bætir við að það að verða ástfanginn og hjónabandið hafi breytt sér
heilmikið.
Arthur frá 1981 fékk tvenn Óskarsverðlaun, John Gielgud fékk
verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki sem brytinn Hobson og lag
Burts Bacharachs, „Best That You Can Do“, var verðlaunað. Í mynd-
inni hefur Hobson skipt um kyn og er núna í færum höndum bresku
Óskarsverðlaunaleikkonunnar Helen Mirren. Samstarf Mirren og
Brands var gott og lofa þau hvort annað. Hefur Mirren lýst yfir ánægju
með að leika loksins í gamanmynd.
Kvikmyndin Arthur verður frumsýnd hérlendis 20. apríl.
Breski grínistinn Russell Brand bregð-
ur sér í hlutverk Arthurs þrjátíu árum
eftir að Dudley Moore lék drykkfellda,
ríka partístrákinn.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Russell Brand kvæntist
söngkonunni Katy Perry 23.
október 2010. Athöfnin fór
fram að hefðbundnum sið
hindúa á Indlandi.
Reuters
Með mömmu á Óskarnum.
’
Ég varð ást-
fanginn, gifti
mig og varð
fullorðinn á end-
anum. Svo, já, ég skil
af hverju ég tengi
sérstaklega við þetta
þema núna.
Partístrákur verður
fullorðinn
Með samleikkonum sínum. Brand hefur breytt um lífsstíl.
Frægð og furður
Danska knattspyrnuliðið FC
Kaupmannahöfn hefur fund-
ið upp á nýrri leið til að
skemmta aðdáendum sín-
um með því að leyfa liðs-
mönnum sínum að spila
uppáhaldstónlistina sína.
Leikmenn FCK fá að velja
tónlistina sem spiluð er fyrir
leiki og í leikhléi á Parken.
Fyrstur í röðinni er hin sænskættaði Oscar
Wendt en lagalisti hans verður notaður nú um
helgina, á leiknum við Randers á laugardags-
kvöld.
Þá er bara eins gott að leikmennirnir séu með
góðan tónlistarsmekk og velji tónlist sem komi
aðdáendunum í rétta skapið á heimaleikjunum!
Boltaplötusnúðar
Stjörnuleikur.
Egypska kóbraslangan sem slapp úr
Dýragarðinum í Bronx í New York og
varð fræg fyrir hefur fengið nafnið
Mia, sbr. „Missing in action“ sem vís-
ar til þess að hún var týnd í heila viku.
Dýragarðurinn í samvinnu við New
York Daily News efndi til samkeppni
og bárust 33.000 tillögur. Fjögur nöfn
til viðbótar komust í úrslit, Agnes,
Amaunet, Cleopatra og Subira. Fleiri
þekkja samt áreiðanlega Miu undir nafninu @BronxZoos-
Cobra á Twitter, þar sem ímyndað ævintýralíf slöngunnar
er rakið.
Nýleg færsla segir: „Búið að kjósa. Þau vilja kalla mig
Miu. En í hjarta mínu mun ég alltaf vita að rétt nafn mitt er
Mrs. Justin Bieber.“ 240.000 manns eru áskrifendur að
síðu slöngunnar á Twitter.
Kóbra á Twitter
Slangan fræga.