SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 44
44 10. apríl 2011
Paul Torday - The Hopeless
Life of Charlie Summers bbbbn
Paul Torday þekkja sjálfsagt einhverjir fyrir bók-
ina Laxveiðar í Jemen, en sú bók sem hér er tekin
til kosta er talsvert frábrugðin. Í sem stystu máli
segir hún frá Hector Chetwode-Talbot, sem kall-
aður er Eck, nýskriðinn úr herþjónustu og tvístíg-
andi með framtíðina. Þá leitar til hans einn félagi
hans og býður honum vinnu hjá fjárfestingarfyr-
irtæki þar sem hann á að laða að viðskiptavini,
ekki síst kunningja sína sem eru flestir stöndugir.
Eck segir söguna og samhliða eigin sögu segir
hann frá Charlie Summers, ólánsfugli sem er sí-
fellt að reyna að verða ríkur, alltaf með eitthvað í gangi en allt er það
vafsamt og skilar litlu þegar upp er staðið. Leiðir þeirra liggja saman
nokkrum sinnum og gefa færi á að bera saman siðblindan svikahrapp-
inn á bak við fjárfestingarfyrirtækið sem veður í peningum, meira að
segja þegar allt fer til fjandans, og svo kjánann hann Charlie Summers,
sem prettir fólk og féflettir svo klaufalega að ekki er annað hægt en að
kenna í brjósti um hann. Torday er snjall penni og óvenjulegur, stíll-
inn blátt áfram en með óvæntum útskotum og undir sléttu yfirborð-
inu er nöpur ádeila í bland við meinlega kímni.
Paul Torday - More Than
You Can Say bbbmn
Bókin sem getið er hér að ofan kom út í október sl.
en More Than You Can Say kom út í febrúar.
Þessar bækur eru skyldar um margt, eins og
reyndar fleiri bækur Tordays, og þannig kemur
Hector Chetwode-Talbot, Eck, til að mynda
stuttlega við sögu (honum bregður einnig fyrir í
Laxveiðar í Jemen) og eins kemur fyrir óþokki úr
The Hopeless Life of Charlie Summers. Sagan
segir annars frá fyrrverandi hermanni, Richard
Gaunt, sem hefur ekki náð að fóta sig í lífinu eftir
að heim er komið úr hermennskunni, en af hverju
er ekki fyllilega ljóst – er það vegna þess að hann upplifði hryllilega
atburði eða vegna þess að hann var gallaður fyrir? Lesandi kemst ekki
að því og hugsanlega veit Torday það ekki heldur. Gaunt er fjár-
hættuspilari og eitt kvöldið vinnur hann stórfé þegar honum er boðið
að tvöfalda vinningsupphæðina með því að ganga frá Lundúnum til
Oxford og vera kominn þangað fyrir hádegi daginn eftir. Hann tekur
veðmálinu en á miðri leið er honum rænt af illþýði í Range Rover. Upp
frá því verður bókin að einskonar spennusögu, gamaldags spennu-
sögu með nútímalegu ívafi því glímt er við hryðjuverkamenn.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
Eymundsson
1. The Confession - John Gris-
ham
2. Minding Frankie - Maeve
Binchy
3. This Body of Death - Eliza-
beth George
4. Mortal Remains - Kathy
Reichs
5. The Stonecutter - Camilla
Läckberg
6. Savour the Moment - Nora
Roberts
7. The Troubled Man - Henn-
ing Mankell
8. Started Early, Took My Dog
- Kate Atkinson
9. The Glass Rainbow -
James Lee Burke
10. The Redeemer - Jo Nesbø
New York Times
1. Live Wire - Harlan Coben
2. Toys - James Patterson &
Neil McMahon
3. The Saturday Big Tent
Wedding Party - Alexander
McCall Smith
4. Sing You Home - Jodi Pico-
ult
5. Night Road - Kristin Hann-
ah
6. A Lesson in Secrets - Jac-
queline Winspear
7. The Jungle - Clive Cussler
& Jack Du Brul
8. The Girl Who Kicked the
Hornet’s Nest - Stieg Lars-
son
9. The Tiger’s Wife - Tea
Obreht
10. Cold Wind - C.J. Box
Waterstone’s
1. The Land of Painted Caves
- Jean M. Auel
2. Solar - Ian McEwan
3. Wonders of the Universe -
Brian Cox, Andrew Cohen
4. One Day - David Nicholls
5. The Slap - Christos Tsiol-
kas
6. The Thousand Autumns of
Jacob De Zoet - David
Mitchell
7. Started Early, Took My Dog
- Kate Atkinson
8. Baking Made Easy - Lor-
raine Pascale
9. The Teacher’s Tales of Ter-
ror - Chris Priestley, Philip
Reeve
10. The Gruffalo Red Nose
Day Book - Julia Donald-
son, Axel Scheffler
Bóksölulisti
Lesbókbækur
M
eðal þeirra bóka sem tilnefndar eru til
Orange-verðlaunanna bresku, bók-
menntaverðlauna kvenna, er skáld-
sagan A Visit from the Goon Squad
eftir bandaríska rithöfundinn Jennifer Egan. Sú er
fimmta bók Egan og fékk bandarísku gagnrýn-
endaverðlaunin sem skáldverk ársins 2010.
Það rímar vel við höfundarsögu Egans að menn
deila um það hvort bók hennar er skáldsaga eða
smásagnasafn; sumir flokka hana eins og hverja
aðra skáldsögu en aðrir sem smásagnasafn, enda
eru í henni sögubrot, en þau eiga þó það sameig-
inlegt flest að segja frá uppgjafapönkaranum og út-
gefandanum Bennie Salazar og fólki sem honum
tengist á ýmsa vegu. Sögusviðið er New York í flest-
um brotanna, en leikurinn berst víðar, vestur til
Kaliforníu og austur til Ítalíu og Afríku svo dæmi
séu tekin, en einnig gerast sögurnar á ýmsum tím-
um, allt frá sjöunda áratugnum inn í framtíðina.
Þess má og geta að ein sagan, eða sögubrotið, er Po-
werpoint-glærusýning.
Stílæfingar og tilraunir
Egan hefur gert sér það að leik í fyrri verkum að
breyta um stíl eftir því sem hæfði sögunni og þann-
ig var fyrsta skáldsaga hennar nokkuð dæmigerð
þroskasaga, önnur skáldsagan einskonar glæpa-
reyfari og sú þriðja í gotneskum stíl. Í viðtali við
Wall Street Journal lýsti Egan sögunni svo, að hún
væri bók um tíma og þar sem hún gerðist í brotum
eða hlutum hefði sér þótt mikilvægt að hlutar
hennar yrðu sem ólíkastir og þá ekki bara hvað
varðaði persónur og aðstæður heldur einnig tíma-
skeið og frásagnaraðferð.
Af Jennifer Egan má svo rekja að hún er fædd í
Chicago en ólst upp í San Fransisco. Nám stundaði
hún í Háskóla Pennsylvaníu og Cambridge í Eng-
landi. Á námsárunum var hún iðin við ferðalög, fór
þannig með bakpokann til Kína, Sovétríkjanna og
Japans, aukinheldur sem hún heimsótti ýmis Evr-
ópulönd. Frá þeim ferðalögum segir hún í sinni
fyrstu bók, smásagnasafninu Emerald City sem
kom út 1993. Þá bjó Egan í New York og vann þau
störf sem til féllu, meðal annars í veitingahúsum,
sem einkaritari og við textavinnslu. Hún vann síðar
sem blaðamaður og seldi einnig smásögur í ýmis
tímarit, þá aðallega New Yorker, Harpers, Granta
og McSweeney’s.
Skáldað á pappír
Fyrsta skáldsaga hennar, The Invisible Circus, kom
út 1995 og var vel tekið. Eftir henni var síðan gerð
samnefnd kvikmynd með Cameron Diaz í aðal-
hlutverki en þeirri mynd var ekki eins vel tekið og
bókinni.
Önnur skáldsaga Egan, Look at Me, var meðal
annars tilnefnd til bandarísku bókmenntaverð-
launanna, og þú þriðja, The Keep, sem kom út
2006, seldist metsölu. Viðtökur A Visit from the
Goon Squad hafa verið einkar jákvæðar, eins og sést
vitanlega af verðlaunum og tilnefningum, en bókin
hefur líka selst vel vestan hafs og austan. Tímaritið
Publishers Weekly’s taldi hana til að mynda með
bestu bókum ársins 2010 og sama gerðu New York
Times, tímaritið Time og vefsetrið Salon, aukin-
heldur sem bókasafnsstarfsmenn heiðruðu hana og
hún var tilnefnd í lokaval fyrir Los Angeles Times-
bókmenntaverðlaunin og eins fyrir PEN/Faulkner-
bókmenntaverðlaunin 2011.
Samhliða skrifunum hefur Egan starfað sem
blaðamaður og í áðurnefndu viðtali við Wall Street
Journal segir hún frá því að þegar hún sé í blaða-
mannshlutverkinu sitji hún við tölvu, en skáldverk
skrifar hún í skrifblokk í hægindastól og setji sér
það að skrifa 5-7 síður á dag. Ekki kannast hún við
fyrirbæri eins og ritstíflu, líklega vegna þess að
hvert uppkast sem hún skrifi sé svo ömurlegt, upp-
fullt af skjögrandi klisjukenndum setningum,
slæmum texta eða ómögulegum. Að hennar mati
stafa ritstíflur yfirleitt af því að fólk kunni því illa að
skrifa illa og sitji fast þegar það sé sífellt að bíða eftir
rétta innblæstrinum.
Ýmsir spá því að bandaríski rithöfundurinn Jennifer Egan fái Orange-verðlaunin bresku.
Sögubrot um tíma
Bandaríski rithöfundurinn Jennifer Egan er talin líkleg til
að hljóta bresku kvennabókmenntaverðlaunin, en menn
eru ekki á eitt sáttir um hvort bókin sem tilnefnd er, A Visit
from the Goon Squad, er smásagnasafn eða skáldsaga.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is