SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Qupperneq 45
10. apríl 2011 45
Ég er um það bil að ljúka lestri á
bók eftir Max Frisch, Montauk,
sem er sérkennilegt verk, eins-
konar stílfærðar minningar, og
mundi líklega kallast skáldæv-
isaga í dag. Max Frisch var
svissneskur höfundur og er
sennilega helst þekktur hér af
leikritunum Biedermann og
brennuvargarnir og Andorra,
auk skáldsögunnar Homo Faber
sem hefur verið þýdd. Montauk
skrifaði hann kominn á sjötugs-
aldur og umgerð bókarinnar er
lýsing hans á stuttu ástaræv-
intýri í Bandaríkjunum, með
þarlendri konu sem er mun
yngri en hann. Bókin er óvenju-
leg í byggingu og má segja að
hún raðist smám saman upp líkt
og mósaíkmynd. Hann hleypur
fram og aftur í tíma, notar ýmist
fyrstu eða þriðju persónu um
sjálfan sig. Hann rifjar upp
minningar úr barnæsku sinni,
en meginhluti bókarinnar fjallar
þó um samskipti hans við fyrr-
verandi eiginkonur sínar og ást-
konur og hann hlífir sjálfum sér
hvergi í lýsingum, er nánast
nöturlega hreinskilinn á köfl-
um. Auk þessa rýnir hann í líf
sitt sem rithöfundur í áranna
rás, og sú hlið á ævi hans hlýtur
svipaða meðferð og ástalífið,
hann sviptir burt ýmsum hulum
og goðsagnakenndum blæ sem
gjarnan hvílir yfir ferli heims-
þekktra höfunda, en hann stóð
einmitt á hátindi vinsælda sinna
um þetta leyti og var meðal
annars mjög eftirsóttur fyrirles-
ari í Ameríku. Nú bý ég ekki svo
vel að geta lesið Frisch á þýsku
svo vel sé og er með hann í
enskri þýðingu, sem þó er talin
mjög vönduð. Eftir þessari bók
að dæma, og svo Homo Faber
sem ég hafði lesið áður á ís-
lensku, er Frisch stílisti sem á
sér fáa líka. Hann hefur ein-
hvern tón sem er algerlega hans
eigin, þó ef til vill mætti líkja
honum við t.d. Heinrich Böll að
einhverju leyti, og þá á ég
kannski helst við Írsku dag-
bækurnar eftir Böll. Næmi
Frisch á landslag, umhverfi og
andrúm allt er með fádæmum
og þessi þáttur í bókinni fellur
fullkomlega að þeirri sögu sem
hann hægt og hægt leiðir fram
og gefur skýra en nokkuð napra
mynd af manninum bak við rit-
höfundinn Max Frisch. Þetta er
tregafull bók, en þó alls ekki
laus við húmor, og vekur hug-
ann með ýmsu móti.
Lesarinn Gyrðir Elíasson
rithöfundur
Montauk
Svissneski rithöfundurinn Max Frisch er nöturlega hreinskilinn á köflum
í skáldævisögunni Montauk sem hann skrifaði kominn á sjötugsaldur.
Í
sjálfu sér er ekki mikið að
segja um Sjöunda himin
annað en að bókin er ansi
vond. James Patterson er
gríðarlega vinsæll og afkasta-
mikill spennusagnahöfundur.
Til að auka afköstin enn meira
fær hann oft til liðs við sig aðra
spennusagnahöfunda. Sjöundi
himinn er einmitt þannig sam-
starfsverkefni. Maxine Paetro
hefur áður unnið með Patterson
í bókum um Kvennamorð-
klúbbinn. Nú er áberandi þreyta
komin í samstarfið því í þessari
bók sem er sú sjöunda í þessum
flokki hefur hvorugt þeirra
nennt að vinna vinnuna sína.
Brennuvargur kveikir í hús-
um auðmanna í San Fransisco og
brennir þá inni. Lindsay Boxer
og félagi hennar, Rich Conklin,
rannsaka málið. Bókin er skrif-
uð í áberandi letilegum stíl,
textinn er marflatur og hvergi
vottar fyrir persónusköpun.
Hrúgað er saman lýsingum á
grimmdarlegum verkum, en
spennan verður aldrei veruleg
og það sem á að vera hápunktur
er fáránlegt. Eiginlega það eina
góða sem segja má um bókina er
að hún er fljótlesin.
Á bókarkápu er vitnað í er-
lenda umsögn um bókina en þar
segir: „Grípandi… mergjuð…
flýgur áfram á ofsahraða… bók
sem allir verða að lesa.“ Eftir að
hafa lesið bókina er ástæða til að
setja fjölmörg spurningarmerki
við þessa loflegu umsögn.
Þreyttir höfundar
Bækur
Sjöundi himinn mnnnn
Eftir James Patterson og Maxine Pa-
etro. JPV útgáfa - 270 bls.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Fyrir hálfri öld hélt John Stein-
beck af stað í ferðalag þvert yfir
Bandaríkin með hundinn sinn
Charley. Ferðina fór hann, að
sögn, til að komast aftur í sam-
band við landa sína, enda þótti
honum sem hann hefði fjarlægst
þá. Afrakstur ferðarinnar var
Travels with Charley in Search
of America sem kom út 1962 og
varð metsölubók.
Í tilefni afmælis bókarinnar
hélt blaðamaður af stað og fór
sömu leið, að hann ætlaði, en
komst fjótlega að því að Stein-
beck hefði fært verulega í stílinn
og að ferðasagan væri jafnvel
uppspuni að miklu eða mestu
leyti, eða svo segir í það minnsta
í nýrri bók blaðamannsins.
Ferðalygasaga
Rithöfundurinn John Steinbeck.
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 - Salur 1
Sunnudaginn 10. apríl kl. 14
ENGINN VEIT SÍNA ÆVINA ... LISTIN AÐ LIFA OG LISTIN AÐ DEYJA
Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur fjallar um sýninguna.
HLJÓÐHEIMAR 26.2.–22.5. 2011 - Salur 2
HANDANLEIKAR, KIRA KIRA, HLJÓÐSÓLÓ. Nánar á www.listasafn.is
TÓNLEIKAR sunnudaginn 10. apríl kl. 21-22
REGNBOGI - Hljóðinnsetning eftir Doddu Maggý, til 10. apríl
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010–31.12. 2012
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og
lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd
Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og
ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla
fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri
lengd.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
ÞRYKKT, samsýning með
sögulegu ívafi.
16 íslenskir grafíklistamenn.
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Völlurinn, sögusýning
Bátasafn Gríms Karlssonar:
100 bátalíkön
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Á gráu svæði
Hrafnhildur Arnardóttir
(23.3. - 29.5. 2011)
GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78
(11.2. - 29.5. 2011)
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17
KRAUM og kaffi
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
9. apríl til 15. maí
Elín Pjet. Bjarnason
ÖLL ERUM VIÐ EINSKONAR
TRÚÐAR
Opnun laugardaginn
9. apríl kl. 15:00
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Viðburðarík helgi!
Laugardagur 2. apríl kl. 14:
Jónas Kristjánsson veitir leiðsögn um hesta í tengslum við sýninguna
„Ljósmyndari Mývetninga – Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar
frá upphafi 20. aldar“.
Sunnudagur 3. apríl kl. 13 og kl. 15:
Sýning á heimildamyndinni Alexander.
Sunnudagur 3. apríl kl. 14:
Barnaleiðsögn um grunnsýningu safnsins
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Stoppað í fat – Kvon
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
IS(not) | (EI)land
Samstarf 5 pólskra ljósmyndara
og 5 íslenskra rithöfunda
Sunnudaginn 10. apríl
kl. 15 Sýningarpjall:
Kristín Heiða Kristinsdóttir
og Sindri Freysson
kl. 17 Tónleikar
með Kammerklúbbnum
Úr kössum og koffortum
Gamlar ljósmyndir frá
Hveragerði og nágrenni
OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði 19. mars – 1. maí 2011
Varanlegt augnablik
Sigtryggur B. Baldvinsson
og Þorri Hringsson
19. mars – 1. maí
Birgir Andrésson og vinir
Eggert Pétursson,
Egill Sæbjörnsson,
Kristinn E. Hrafnsson,
Magnús Reynir Jónsson
og Ragna Róbertsdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Verið
velkomin