SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 47

SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 47
10. apríl 2011 47 M orkinskinna er loksins að koma út og miklu verki lokið,“ segir Jóhannes Nordal fyrr- verandi seðlabankastjóri og forseti Hins ís- lenska fornritafélags, sem stendur að út- gáfunni, en það var stofnað árið 1928 til þess að gefa út íslensk fornrit í vönduðum útgáfum. „Þetta er mikið brautryðjendaverk, Morkinskinna hefur aldrei komið út í svona útgáfu fyrir almenning og reyndar aldrei fyrr á Íslandi,“ heldur Jóhannes áfram; maður sem er fjórum árum eldri en Fornritafélagið, en vissulega mörgum öldum yngri fornritunum. – Hefur Morkinskinna komið út erlendis? „Já, hún hefur komið út í fræðilegum útgáfum, sem fáir aðrir en fræðimenn hafa haft gagn af.“ – Hvaða þýðingu hefur Morkinskinna? „Næst á eftir Heimskringlu er Morkinskinna merki- legasta konungasagnasafnið. Þetta er samfelld saga Nor- egskonunga frá Magnúsi góða og fram undir Sverri kon- ung. Það vantar að vísu niðurlagið, það hefur glatast, en það er ekki langur texti sem vantar.“ – Hvernig stendur á því að hún kemur fyrst út núna? „Ég get nú ekki svarað þeirri spurningu,“ segir hann og brosir í kampinn. „En konungasögurnar hafa flestar verið í skugganum af Heimskringlu, til dæmis bækur eins og Fagurskinna, sem var lítið þekkt þar til Fornrita- félagið gaf hana út fyrir um þremur áratugum. Bjarni Einarsson sá um þá útgáfu.“ – Hver hefur veg og vanda af útgáfu Morkinskinnu? „Að útgáfunni standa Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Þetta er mikil saga í tveimur bindum, hún er eldri en Heimskringla og Snorri Sturluson hefur stuðst við hana.“ – Í þriðja hluta Heimskringlu? „Já, það má segja að þriðji hluti Heimskringlu sé að miklu leyti byggður á sama efni og Morkinskinna. Það eru fjölmargir Íslendingaþættir í Morkinskinnu, sem hafa verið gefnir út sérstaklega. Og það hefur verið álitamál meðal fræðimanna hvort þessir þættir hafi átt sjálfstæða tilveru og verið settir inn í Morkinskinnu eða verið hluti af henni frá upphafi. Flestir þekkja sögu Haralds harðráða, sem var mikill vinur Íslendinga og umgekkst mörg íslensk skáld, enda skáld sjálfur. Þættirnir eru hluti af lýsingunni á Haraldi harðráða og falla því ákaflega vel inn í frásögn Mork- inskinnu, svo sem Hreiðars þáttur heimska og Auðunnar þáttur vestfirska og fjölmargir skemmtilegir þættir, sem oft hafa birst annars staðar.“ – Hvað hefurðu verið lengi í stjórn Fornritafélagsins? „Tíminn er fljótur að líða,“ svarar Jóhannes og brosir. „Ég hef verið þarna yfir þrjátíu ár.“ – Hreifstu snemma af fornritunum? „Já, ég byrjaði nokkuð snemma að lesa Íslendingasög- urnar, á barnaskólaaldri, kannski ellefu, tólf ára gam- all.“ – Var þeim haldið að þér? „Ekki var það nú fast, nei,“ svarar hann og hristir höf- uðið góðlátlega. „En ég komst ekki hjá því að heyra mikið um Íslendingasögurnar, pabbi stóð í útgáfu á Egilssögu þegar ég var krakki og líka Borgfirðingasögum. Ég heyrði því oft á þær minnst og eignaðist þær smám saman, eftir því sem þær komu út hjá Fornritafélaginu – það komu út nokkrar á fjórða áratugnum.“ – Hefur þjóðin fjarlægst sagnaarfinn? „Þó að ég geti ekki dæmt um það, þá þykir mér líklegt að svo sé. Þessar sögur voru ákaflega mikið lesnar á þessum ár- um, útgáfur Sigurðar Kristjánssonar voru til á mörgum heimilum og mikið um Íslendingasögurnar og kappana í þeim talað, til dæmis í kennslubókum Jónasar frá Hriflu. Sögurnar voru allstaðar og ég held það sé óhjákvæmilegt, að þær séu minna lesnar og öðruvísi en á þeim tíma. En ég er viss um að þeir sem lesa þær í dag hafa jafngaman af þeim og þá. Ekkert hefur breyst að því leyti. Það er bara að komast á bragðið. Nú keppir fleira um athyglina. Það sama gildir um þjóðsögurnar, sem maður var alltaf að lesa, en krakkar þekkja minna í dag.“ – Hvað næst? „Það er skammt í að út komi tvö bindi hjá okkur. Það eru Hákonarsaga Hákonarsonar eftir Sturla Þórðarson, stórmerkilegt rit sem snertir sögu Íslendinga mikið, og Böglungasaga, sem er saga Noregskonunga frá falli Sverris konungs og þangað til Hákon kemst til valda, sonarsonur Sverris. Við vonumst til að þessi tvö bindi komi út á næsta ári.“ – Og hvað er þá mikið verk óunnið? „Það er þó nokkuð langt síðan lokið var útgáfu Íslendingasagna í fjórtán bindum. Útgáfa konungasagn- anna er langt komin, og núna þegar Morkinskinna kem- ur út eru eftir þrjú bindi og verða þau þrettán samtals. Þriðji flokkurinn eru samtímasögur, við höfum gefið út þrjú bindi af biskupasögum, eigum tvö bindi eftir sem langt eru komin í undirbúningi. Þá er bara Sturlunga eft- ir til að lokið sé útgáfu á því, sem við getum kallað klass- ísku Íslendingasögurnar, þær sem gerast á söguöld og fram á 13. öldina. Svo eigum við eftir að gefa út Edd- urnar, fornaldarsögur Norðurlanda og margt fleira. En með Sturlungu eru þetta orðin 35 bindi og er undirbúningur haf- inn að þeirri útgáfu, en nokkur ár eru í að hún komi út.“ – Sturlunga er geymd þar til síðast? „Henni var frestað vegna þess að það kom út mjög góð útgáfa af Sturlungu, sem þeir sáu um Jón Jóhannesson, Krist- ján Eldjárn og Karl Finnbogason. Þó að hún væri ekki með eins miklum skýr- ingum og fornritaútgáfan, þá fannst mönnum ekki liggja eins mikið á að gefa Sturlungu út aftur.“ – Og fornritin eiga enn erindi við þjóðina? „Það er svo mikið af íslenskri menningu byggt á þess- um sögum og þessum gömlu bókmenntum og þær eru á vissan hátt undirstaða alls þess sem hefur verið skrifað og samið á Íslandi. En svo verður maður líka að muna að þessar sögur eru stórmerkilegar, alveg burtséð frá þýð- ingu þeirra fyrir Íslendinga. Þær eru ótvírætt merkilegur hluti heimsbókmenntanna, enda er áhugi á íslenskum fornbókmenntum mikill víða um heim og fjöldi manna sem rannsakar þær og gefur út.“ Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið… Jóhannes Nordal Það er bara að komast á bragðið ’ Næst á eftir Heims- kringlu er Morkinskinna merkilegasta kon- ungasagnasafnið.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.