SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 2
2 1. maí 2011
Við mælum með
4., 5. og 6. maí
Sinfóníuhljómsveit Íslands býð-
ur Hörpu velkomna í nýju verki
Þorkels Sigurbjörnssonar, og
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur
einn dáðasta píanókonsert allra
tíma eftir Edvard Grieg. Tón-
leikunum lýkur á 9. sinfóníu
Beethovens undir stjórn Vla-
dimirs Ashkenazys. Einvalalið
einsöngvara og kóra tekur einn-
ig þátt í flutningnum.
Morgunblaðið/Ásdís
Opnunartónleikum Hörpu
6 Obama bregst við vitleysisgangi
Efasemdir sem lengi hafa mallað við yfirborðið urðu til að Barack
Obama Bandaríkjaforseti birti fæðingarvottorð sitt í vikunni.
8 Gat látið gull og gersemar birtast
Indverjar syrgja andlega leiðtogann Sathya Sai Baba sem sagður var
kraftaverkamaður, gat látið hluti birtast upp úr þurru.
26 Hver vill ala upp litlu prinsana ...
Þriðja og síðasta grein Önnu Lilju Þórisdóttur um uppeldismál.
30 Þjóðarátak gegn fátækt og örbirgð
Af innlendum vettvangi með Styrmi
Gunnarssyni.
34 Konunglegt
brúðkaup
Myndasyrpa frá brúðkaupi Vilhjálms og Kötu.
36 Þú heitir þó
ekki Gilitrutt?
Brot úr væntanlegri bók Einars Más Guð-
mundssonar, Bankastræti núll, sem kemur út í maí.
Lesbók
42 Friðaðar kirkjuminjar
Þankar Margrétar Hallgrímsdóttur um þjóðminjar.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson á norðurpólnum.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Augnablikið
S
tundum er lífið alveg
dæmalaust órætt og
flókið. Eiginlega bara út
og suður. Þannig var því
ekki farið hjá mér eina nóttina í
vikunni. Það var þvert á móti al-
veg dæmalaust skýrt og einfalt.
Það var ein blaðsíða. Bókstaflega.
Nánar tiltekið blaðsíða númer 67
í sögunni um Nikulás Nickleby
eftir Charles Dickens.
Er hann nú endanlega genginn
af göflunum? hugsar þú nú lík-
lega, lesandi góður. Svo er ekki.
Mig dreymdi þetta í raun og veru
– að líf mitt væri bls 67 í sögunni
um Nikulás Nickleby eftir Charles
Dickens. Galið, kannt þú að
hugsa, en fegurðin við drauma er
einmitt sú að þeir lúta engum lögmálum, alltént
ekki lögmálum sem við mennirnir fáum skilið.
Þetta var sumsé svona. Líf mitt var ein blaðsíða,
skrifuð af allt öðrum manni en mér sjálfum, löngu
látnum. Ekkert annað skipti lengur máli. Allt var
horfið úr lífi mínu nema orðin á þessari blessuðu
blaðsíðu.
Sannarlega einfalt í kaós nútímans. Samt var
mér ekki rótt í draumnum. Hvað um mitt gamla
líf? Hvað um fjölskylduna, konuna, börnin,
barnabarnið? Myndi ég aldrei sjá þau framar? Það
fóru einhver ónot um mig, jafnvel má kenna
kenndina við innilokun. Það var ekkert sérlega
spennandi að hugsa til þess að ég ætti um aldur
og ævi eftir að vera fastur á einni blaðsíðu í skáld-
sögu eftir Dickens. Eða var ég að velta þessu fyrir
mér þegar ég vaknaði? Man það
ekki. Þið vitið hvernig draumar
eru!
Eins og alltaf var vindingur á
draumnum. Eitthvað sagði mér að
Nikulás Nickleby væri alls ekki
eftir Charles Dickens, heldur
Mark Twain. En sú firra. Þetta
rökræddi ég fram og til baka við
sjálfan mig án þess að komast að
niðurstöðu. Eins og það skipti
einhverju máli! Ætli sé nokkuð
skárra að vera fastur á blaðsíðu í
skáldsögu eftir Mark Twain en
Charles Dickens?
Það fer sjálfsagt eftir því hvað
stendur á blaðsíðunni. Fyrstu
klukkustundirnar eftir að ég
vaknaði af þessum óvenjulega
draumi var ég líka viðþolslaus að grafa upp bók-
ina um Nikulás Nickleby og fletta beint upp á
blaðsíðu 67. Var líka óspart hvattur til að gera það
af fólki sem ég treysti fyrir þessari endemis vit-
leysu þarna um morguninn. „Þetta er lykilatriði,“
fullyrti fólk.
Það er út af fyrir sig alveg rétt. Eigi að síður hef
ég tekið þá yfirveguðu afstöðu að nálgast bókina
ekki og fletta ekki upp á blaðsíðu 67. Þegar öllu er
á botninn hvolft vil ég nefnilega ekki vita hvað
stendur þar. Nógu þvingandi verður víst fyrir mig
að búa á blaðsíðunni það sem ég á eftir ólifað, þó
ég þurfi ekki að vita upp á staf hvað stendur þar
líka. Einhver þarf óvissan að vera!
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hvað ætli standi á blaðsíðu
númer 67 í þessari ágætu bók?
Lífið er blaðsíða í
sögu eftir Dickens
Wackford Squeers og Nikulás Nickleby ræða málin í kvikmynd eftir rómaðri bók Charles Dickens.
3. maí
Seinni leikur
Real Madrid og
Barcelona í
undanúrslitum
Meist-
aradeildar Evrópu.
6. maí
Skagfirska Söngsveitin heldur
tónleika á léttu nótunum í Saln-
um. Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur með sveitinni og um
undirspil sér hljómsveit Björns
Thoroddsen.
Til 8. maí
Útskriftarsýn-
ing Listaháskóla
Íslands 2011 í
Hafnarhúsinu. Í ár eru 74 út-
skriftarnemendur í hönnunar
og myndlistardeild sem sýna
verk, 15 í arkitekúr, 19 í mynd-
list, 22 í grafískri hönnun, 9 í
vöruhönnun og 9 í fatahönnun.
28
38