SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 41
1. maí 2011 41
LÁRÉTT
1. Að tylla sér yfir höfuð á eða annars staðar. (7,1,5,4)
7. Grjót heimspekings er það sem er í gagnstéttar-
brún. (10)
8. Er gel gert úr sílíkoni með gremju? (7)
11. Sér rautt í höfuðáttum sem merki um tortryggni. (9)
12. Svíar fá virt frá þeim sem illa hefur verið farið með.
(9)
13. Skokkar með matráðum. (6)
14. Hrinti fljótt. (5)
16. Er einhvers konar reisn á JPV vegna útlendings. (9)
18. Fleygja aftur ljósi. (10)
20. Áreitir svæði. (6)
22. Dans langsokks er mikil pólitík. (8)
24. Evrópumaður úr mjólkursafa trjáa fær pappír sem
hefur ekkert verðgildi. (10)
26. Fimm flekka ruglaðir í bæ. (8)
28. Smellihljóð frá biluðum (5)
29. Stök við bálið er sögð finnast hjá löndunum. (9)
30. Ritúölin missa úr í byrjun en fá fimm hundruð á tíma-
bilinu. (8)
31. Ös á vegi. (10)
32. Barna ef niðjar eiga að finnast í sjónvarpsþætt-
inum. (10)
LÓÐRÉTT
1. Náist og annast samskonar á meðan þær leita fé-
lagsskapar hvor annarrar (7,3,2,5)
2. Snarstansaði og svaraði. (6)
3. Kreditkort án ritstjóra nær að birta okkur tauga-
veiklaða. (8)
4. Elskar Mark næstum því innilega gallann. (10)
5. Díll á bala. (7)
6. Skjátlast um ílát. (6)
9. Príli einhvern veginn á rimli. (6)
10. Óvættur blóðstorkinn. (4)
14. Næla kennd við fjall er prjónn. (8)
15. Dá fóstrans. (5)
17. Menntaskólinn á Ísafirði snýst við efra hjá Biblíu-
persónu. (6)
19. Svei, sigrar stuttur. (11)
21. Eymd bands leiðir til alvarlegs sjúkdóms. (9)
22. Matur sem má leika sér með birtist á palli. (8)
23. Horfið á trúlofunina byggða á nöfnunum. (9)
25. Elskan blandar ís í máli. (8)
27. Fá spil þrátt fyrir kala. (7)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn ásamt
úrlausninni í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 1. maí rennur út 5.
maí. Nafn vinningshafans birt-
ist í blaðinu 8. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur
bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 24.
apríl er Lilja S. Jóhannesdóttir, Sólvöllum 11, Ak-
ureyri. Hún hlýtur í verðlaun bókina Dávaldurinn
eftir Lars Kepler. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
Þrír skákmeistarar áttu raun-
hæfa möguleika á Íslands-
meistaratitlinum þegar loka-
umferðin hófst á Eiðum fyrir
viku. Héðinn Steingrímsson
var með 6 ½ vinning af átta
mögulegum og hafði ½ vinn-
ings forskot á Henrik Daniel-
sen og Braga Þorfinnsson sem
voru í 2. – 3. sæti með 6 vinn-
inga. Lokaumferðin bauð upp á
hreina úrslitaskák milli Héðins
og Henrik og það var ekki víst
að jafntefli dygði Héðni. Mikið
var líka undir hjá Braga í skák-
inni við Guðmund Kjartans-
son.
Í úrslitaskákum á borð við þá
sem Héðinn og Henrik háðu er
engin þekkt uppskrift til að ár-
angri. Þó er mælt með því að
menn reyni að halda haus og
grípa þau tækifæri sem gefast.
Reynslan hefur kennt mönnum
að miklar líkur eru á því að
báðum aðilum verði á einhver
mistök við spennuþrungnar
aðstæður. Í öðru einvígi Karp-
ovs og Kasparovs haustið 1985
var heimsmeistaratitillinn
undir í lokaskákinni og Karpov
varð að vinna til að halda titl-
inum. Á hárfínu augnabliki gat
hann – og varð – að herða
sóknina en hikaði og tapaði.
Tveim árum síðar þegar 24.
skákin í einvígi nr. 4 í Sevilla á
Spáni, var tefld dugði Karpov
jafntefli til að ná heimsmeist-
aratitlinum úr höndum
Kasparovs, hleypti sér í mikið
tímahrak, missti af rakinni
jafnteflisleið og náði síðan ekki
að hanga á lakari biðstöðu peði
undir. Henrik Danielsen hafði
svart gegn Héðni og kóngs-
indverska vörnin er sjaldan
slæmt val undir slíkum kring-
umstæðum, gallinn var hins-
vegar sá að hvað eftir annað
stofnaði hann til uppskipta og
sat eftir með óvirka stöðu þar
sem vinningsmöguleikarnir
voru Héðins megin. Á einum
stað fékk Henrik þó tækifæri til
að hrista rækilega upp í stöð-
unni en sat fastur í skotgröf-
unum og tapaði:
Skákþing Íslands 2011; 9. um-
ferð:
Héðinn Steingrímsson –
Henrik Danielsen
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7.
O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 c6
Algengast 9. … Rh5 en Henrik
hefur sennilega viljað koma
Héðni á óvart.
10. Bb2 a5 11. a3 Bg4 12. Rd2
axb4 13. axb4 Hxa1 14. Bxa1
Bxe2 15. Dxe2 cxd5 16. exd5 Rh5
17. Hd1 Rf4 18. Df1 Dd7 19. Rb5
Ha8 20. Bc3 Ha2 21. g3 Rh3 22.
Kg2 Rf5 23. Ha1
Vitaskuld ekki 23. Kxh3 Re3+
og drottningin fellur.
23. … Hxa1 24. Bxa1 Rg5 25.
De2 h5 26. h4 Rh7 27. Bc3 Rf6
28. Re4 Rg4 29. Dd3 Rf6 30.
Rxf6 Bxf6 31. c5 dxc5 32. bxc5
Re7
32. …. Rd4 stoðar lítt. Eftir 33.
Bxd4! Dxd5+ 34. Df3 Dxf3 35.
Kxf3 exd4 36. Ke4 á svartur
erfitt endatafl fyrir höndum.
33. Rd6 Bg7 34. Bb4 f5 35.
Ba3?
Hér fékk Henrik eina tæki-
færið í skákinni, 35. …. Da4! Þá
strandar 36. Rxb7 á 36. … e4!
o.s.frv. Hvítur getur haldið velli
með 36. f3 eða 36. Bc1 en vanda-
mál svarts eru að baki og staðan
má heita í jafnvægi.
35. … Kh7? 36. Db3 e4 37. Kf1
Be5? 38. Rf7! Bf6 39. d6 Rc6 40.
Rg5+
Gott var einnig 40. Bb2! t.d.
40. … Ra5 (eða 40. …. Bxb2 41.
Rg5+ o.s.frv.) 41. Rg5+ Bxg5 42.
Dc3! og vinnur.
40. … Bxg5 41. hxg5 f4 42.
gxf4 Rd4 43. Dc3 Rb5 44. Db3
Rd4 45. Dc3 Rb5 46. De3 Dg4 47.
Bb2 Dd1 48. Kg2 Dg4 49. Dg3
De6 50. Dh3
– og svartur gafst upp.
Með þessum sigri tryggði
Héðinn sér Íslandsmeistaratit-
ilinn í annað sinn. Hann varð
síðast Íslandsmeistari árið 1990
aðeins 15 ára gamall, sá yngsti
frá upphafi.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Úrslitaskákin
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta