SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 44
44 1. maí 2011 Aimee Bender - The Particular Sadness of Lemon Cake bbmnn Í þessari bók, sem notið hefur talsverðrar hylli vestan hafs, segir Aimee Bender frá ungri stúlku, Rose Edelstein, sem býr yfir þeim óvenjulega hæfileika að hún finnur bragð af tilfinningum, þ.e. hún finnur sterkt fyrir tilfinningum þess sem matreiðir það sem hún lætur ofan í sig. Það er ekki ham- ingjuauki að slíku, því fyrsta skipti sem hún finnur fyrir þessu er þegar hún bragðar sítr- ónuköku móður sinnar og skynjar tómleika- tilfinningu og örvæntingu sem bendir til þess að heimilislífið er ekki eins slétt og fellt og Rose litla hafði haldið fram að því. Fín hugmynd, en úrvinnslan er ekki eins góð og versnar eftir því á líður söguna; áður en varir er telpan orðin slíkur smökkunarsérfræðingur að hún getur sagt til um uppruna hvers hráefnis, ræktunaraðferð og alla vinnslusögu. Samþætt er saga af bróður hennar sem býr líka yfir leyndum hæfileika sem verður honum ekki til góðs og gerir lítið fyrir söguna. Ben Aaronovitch - Rivers of London / Moon Over Soho bbbnn / bbmnn Þessar bækur tvær eru upphaf að bókaflokki sem á án efa eftir að ganga lengi og vel. Þær gerast í Lundúnum nútímans en segja þó frá borg þar sem sérstök, en þunnskipuð, lög- reglusveit glímir við galdramenn og furðu- verur. Aaronovitch er vel að sér í goðafræð- um og fléttar skemmtilega saman fornri þjóðtrú, andatrú og galdra- og nútímlegri sýn á lífið - eru galdrar ekki bara beislun orku sem enn hefur ekki verið mæld og met- in á viðunandi hátt? Frásögnin snýst um ungan lögreglumann sem hefur dulræna hæfileika og við fylgjum honum síðan þar sem hann glímir við illvíga drauga, vatnadísir og vampírur, bæði þær sem leggjast á tilfinningar og þær sem sjúga blóð- og lífskraft út fólki. Bækurnar minna ekki svo lítið á Neverwhere Neils Gaimans, sem er náttúrlega bara kostur fyrir þá sem áhuga hafa á slíkum bókmenntum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 10.- 23. apríl 1. Milli trjánna - Gyrðir Elí- asson / Uppheimar 2. Konan í búrinu - Jussi Adler- Olsen / Vaka-Helgafell 3. Morð og möndlulykt - Ca- milla Läckberg / Undir- heimar 4. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 5. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 6. Myrkraslóð - Åsa Larsson / JPV útgáfa 7. Mundu mig, ég man þig - Dorothy Koomson / JPV út- gáfa 8. Betri næring - betra líf - Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 9. Furðustrandir - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 10. Sumardauðinn - Mons Kal- lentoft / Undirheimar Frá áramótum 1. Ég man þig - Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 2. Betri nær- ing - betra líf - Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 3. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 4. Léttir réttir Hagkaups - Frið- rika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 5. Svar við bréfi Helgu - Berg- sveinn Birgisson / Bjartur 6. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 7. Morð og möndlulykt - Ca- milla Läckberg / Undir- heimar 8. Candida sveppasýking - Hallgrímur Þorsteinn Magn- ússon / Salka 9. Fátækt fólk - Tryggvi Em- ilsson / Forlagið 10. Máttur viljans - Guðni Gunnarsson / Salka Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Samkaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upp- lýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Lesbókbækur Þ eir sem þekkja til rithöfundarins Brand- ons Sanderson gera það væntanlega flestir í gegnum fantasíuseríu Roberts Jordan, The Wheel of Time. Þessi sería er ein sú allra vinsælasta í heimi fantasíusagna, en Jordan lést áður en honum tókst að ljúka henni. Fjölmargir rithöfundar sóttust eftir því að fá að vinna úr handritum Jordans og klára bókaröðina, en ekkja Jordans, Harriet McDougal, leitaði hins vegar til hins unga Sandersons. Sanderson hefur sjálfur sagt að hann haldi að ef hann hefði sóst eftir verkefninu hefði McDougal fundið einhvern annan. Bækur Sandersons í The Wheel of Time-seríunni verða alls þrjár og hafa tvær þegar komið út. Þetta var merkileg ákvörðun hjá McDougal að því leyti að þegar hún er tekin hafði Sanderson að- eins gefið út þrjár bækur, fantasíubækurnar El- antris og Mistborn: The Final Empire og unglinga- bókina Alcatraz Versus the Evil Librarians. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru síðan, hafa níu bækur komið út eftir höfundinn, þar af þrjár Alcatraz-bækur, tvær Mistborn-bækur, tvær bæk- ur í The Wheel of Time-seríunni og fyrsta bókin í hinni nýju seríu The Stormlight Archive. Sanderson var sjálfur gríðarlegur aðdáandi Jordans og tók það mjög nærri sér þegar hann lést. Við skrif bókanna lagði Sanderson mikla áherslu á að herma ekki einfaldlega eftir ritstíl Jordans, enda myndi það einfaldlega leiða til þess að bækurnar yrðu skrumskæling á fyrri verkum Jordans. Hann vildi þó sýna sögunni og höfundinum virðingu og hefur Sanderson sagt að þótt hann hafi ekki reynt að aðlaga skrif sín að stíl Jordans hafi hann reynt að skrifa í stíl The Wheel of Time. Viðtökurnar hafa almennt verið góðar og báð- ar bækurnar hafa farið í fyrsta sæti á metsölulista New York Times, en Sanderson þykir skrifa snarp- ari texta en hinn fallni meistari. Þetta þykir mörg- um jákvætt en aðrir hafa sagst sakna veraldar- og umhverfislýsinga Jordans. Sanderson hefur í rúm þrjú ár gefið, ásamt vinum sínum tveimur, Dan Wells og Howard Tay- ler, út vikulegt hlaðvarpið (e. podcast) Writing Excuses, sem fjallar um skapandi skrif. Wells skrifar hryllings- og spennusögur og Tayler er höf- undur geimteiknimyndasögunnar Schlock Mer- cenary, sem kemur út daglega á netinu. Hver þáttur er ekki nema fimmtán mínútna langur og taka þeir félagar fyrir ákveðin sértæk eða almenn atriði er snúa að skáldskap. Markhópurinn er aðrir rithöfundar, einkum þeir sem ekki hafa enn selt sína fyrstu sögu og eru að reyna að bæta sig. Eins og gefur að skilja fer töluvert fyrir fant- asíu- og vísindaskáldskap í þáttunum, en þeir fé- lagar reyna þó að halda þeim eins almennum og hægt er og efni standa til. Þegar fyrstu þættirnir komu út var Sanderson aðeins búinn að koma úr örfáum bókum og fyrsta bók Wells var ekki komin út. Tayler hafði vissulega gefið út sína sögu um ára- bil, en skammt var síðan tekjur af teiknimynda- sögunni urðu slíkar að hann gat lifað af þeim. Þeir eru því vel til þess fallnir að miðla af eigin reynslu um hvernig rithöfundar búa til ímyndaða heima, hanna sannfærandi persónur, sníða til sögu sem er spennandi og hvernig þeir geta svo selt af- raksturinn til útgefanda. Gestarithöfundar koma reglulega í heimsókn og þá eru þeir duglegir við að svara spurningum lesenda. Brandon Sanderson er þrjátíu og fimm ára gamall og býr í Utah- ríki í Bandaríkjunum. Tók við kyndlin- um af Jordan Brandon Sanderson mun klára hina gríðarlega vinsælu fantasíuseríu Roberts Jordan, The Wheel of Time. Hann er sjálfur með mörg járn í eldinum og reynir að hjálpa nýjum rithöfundum að fóta sig. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.