SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 22
22 1. maí 2011 mestallt sitt líf. Hann er að rannsaka hafið á norðurhveli og flýgur um á Twin Otter- flugvél, lendir á ísnum eftir sérstökum leiðum. Þá er borað í gegnum ísinn og mælt niður á 800 metra dýpi og svo flogið á næsta stað. Menn þurfa að vera svolítið svalir til að vera í þessu á áttræðisaldri og Norðmaðurinn lítur líka út eins og blanda af Sean Connery og Roald Amundsen, vinalegur karl og brosmildur. Á síðasta ári misstu þeir aðra Twin Otter-flugvél sína niður um ísinn en það komust allir út áður en hún fór niður úr. Flugvélin hékk á vængjunum í dálitla stund, stakkst svo á nefið og sökk eins og skip í hafið og er nú á fjögurþúsund metra dýpi. Aðeins uppi í mánuð Búðirnar í Barneo eru aðeins uppi rétt um mánuð á hverju ári og hafa verið starf- ræktar í níu ár. Ísinn er að brotna upp og þynnast, hann er ársgamall og um einn og hálfur metri á þykkt. Það gerðist þegar Íslendingarnir þrír áttu eftir um tuttugu mínútna flug í búðirnar að um tveggja metra sprunga myndaðist þvert yfir flug- brautina. Snúa varð við um leið til Sval- barða og loka sprungunum. Rússarnir mokuðu ís og sprautuðu sjó til að loka þeim. Tveimur tímum síðar var verkinu lokið. Að standa á norðurpólnum sjálfum er skrýtin tilfinning, maður er staddur á toppi jarðarinnar og hleypur í kringum jörðina á átta sekúndum. Vindurinn gnauðar eftir ísnum og það fjúka skrýtnir ískristallar í loftinu sem glitra, það er eins og þeir hafi aldrei séð menn áður. Fíleas Fogg fór í kringum jörðina á áttatíu dögum, það met var slegið ræki- lega á norðurpólnum. Michel Rochard, 80 ára gamall, og Laurent Mayet, aðstoðarmaður hans og ráðgjafi, fara létt með hringinn á átta sek- úndum í kringum jörðina. Michel og Laurent er mjög umhugað um pólana og þá hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Michel hefur orð á því að hann sakni þess að hafa ekki forseta Íslands með á ísnum en til stóð að Ólafur Ragnar Gríms- son færi með honum á pólinn að þessu sinni eftir fund þeirra í Reykjavík og vegna áhuga og þekkingar forsetans á málefnum norðurslóða. Hann varð hins vegar að hætta við sökum anna, þar sem tímasetning hentaði ekki. Það eru teknar myndir svo minningin mun lifa. Það er eins og frosin kompásnál sé í ísnum sem vísar til himins, þar er póllinn í dag. Næsta dag verður ísinn bú- inn að færast um einhverjar mílur og landslagið allt breytt á pólnum sjálfum, samt er bara ísauðn eins langt og augað eygir og allar áttir til suðurs. Ísinn er á stöðugri hreyfingu. Síðasti möguleiki? Það líður að því að ekki verði hægt að fljúga í búðirnar. Ísinn fer að bráðna að miklu leyti í maí og búðirnar teknar niður þar til næsta ár. Á síðasta ári gliðnaði ís- inn við búðirnar. Hefðu syfjaðir menn stígið út úr tjöldum sínum og teygt úr sér, hefðu þeir fallið beint í sjóinn, þar sem stór sprunga hafði myndast við tjaldopið. Það fer að verða síðasti möguleiki að fara á norðurpólinn, það verður erfiðara með hverju árinu sem líður að finna stað fyrir flugvöllinn þar sem Barneo-búðirnar standa. Íshelllan heldur áfram að bráðna hratt og búast vísindamenn við því að ár- ið 2016, plús eða mínus tvö ár, gæti sigl- ingaleiðin orðið íslaus yfir sumartímann og fær stærri skipum. Mest var bráðnunin árið 2007 en hefur aðeins hægt á sér síð- an. Það eru mörg mál óuppgerð varðandi norðurslóðasiglingaleiðina í framtíðinni. Hver á til dæmis að sinna björgun ef slys verður á leiðinni? Vegalengdirnar eru gríðarlegar og verið að ræða öll hugsanleg vandamál sem upp gætu komið. Einnig hvernig stjórnun siglingaleiðarinnar verður háttað. Ísland gæti verið í lyk- ilstöðu með umskipunarhöfn þegar sigl- ingaleiðin opnast. Nú í byrjun maí verður fundur norðurheimskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi þar sem menn munu velta fyrir sér næstu skrefum í málefnum norðurskautsins. Það gæti verið styttra í þau skref en menn grunar. Hetjan Artur Chilingarov, sem fór í kafbát niður á hafsbotninn, ræðir við Laurent Mayet.Ljósmyndasýning Valerys Vasilevskiys í Barneo-búðunum. Viktor Boyarski er einn helsti heimsskautafari samtímans. Hér sækir hann göngumenn á pólinn. � ����� ��������� ������� ����� ���� ������� ������ �� ������ �� �� �� � � ��� ��� Nýjar siglingaleiðir opnast á norðurslóðum Norður- póllinn Ísland Grænland Kanada Alaska R ús sl an d No re gu r Baffins- land Norður-Íshaf Innri NA-leiðin Ytri NA-leiðin NV-leiðin Lomonosov- hryggurinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.