SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 39
1. maí 2011 39 É g ætla rétt að vona að hugur Vilhjálms hafi í gær vogað sér inn á miður konunglega siðprúð svæði, þegar hún Kata litla birtist honum svona líka föngu- leg í sínum brúðarklæðum. Ekki ætla ég að efast neitt um hans hjartahreinu ást en til- standið allt hefur þó vonandi ekki steindrepið í honum alla náttúru. Þetta er jú kornungur og hraustur maður og væntanlega þokkalegt hormónaflæði í hans líkama. Og hann er sagður elska fljóðið, svo streyma ætti blóðið. En ekki hefur sjálfur erfðaprinsinn mátt verða uppvís að upprisu síns konunglega holds upp við altarið, með augu heimsins hvílandi á sér, svo hann hefur kannski einungis leyft sér í örskotsstund að sjá hasakroppinn Kötu fyrir sér á Adamsklæðunum. Hver veit nema hugurinn hafi hvarflað inn í nóttina, þegar hann loks fengi næði til að flysja utan af henni milljónakjólinn. Guð gefi að hann Vilhjámur hafi borðað almúgakonuna Katarínu eins og heimsins bestu brúðartertu. Að honum hafi í nótt tekist að kalla fram allt það besta sem býr í hennar nautnabrunni. Að þau hafi sleppt dýrinu lausu og svitnað duglega í silki- klædd rúmfötin. Eða bara kútvelst um gólfið, nóg ætti að vera plássið í konunglegum vistarverum. Ég held það hljóti að hafa verið mikill léttir að fleygja sér í hjónasængina, losna undan öllum tilætluðu hreyfingunum, brosunum og orðunum. Fá að sprella tvö ein eins og hverjir aðrir ástfangnir krakkar. Má hugsa um prinsa, kónga, prinsessur og drottningar í suddalegu kynlífi? Já það má. Eðalborið fólk hefur í gegnum tíðina gefið fullt tilefni til þess. Nóg er til af eldfornum teikningum sem sýna orgíur að- alsstéttanna. Og kynsvallið sem viðhaft var í Versölum þótti saga til næsta bæjar. Ekki voru þær allar við eina fjöl felldar margar þessar Margrétur, Katarínur, Júlíur og Elísabetur, svo ekki sé talað um Edvardana og Vilhjálmana. Ungu prinsarnir sem í dag eru sjálfsagt lítillega lúnir í kon- ungshöllinni í Bretlandi, þeir Vilhjálmur og Harry, hafa ekki heldur verið nein englabörn frá því þeir komust til vits og ára. Einhverjar skandalmyndir hafa skotið upp kolli öðru hvoru. Óþekktarormurinn yngri bróðirinn hefur stundum verið kallaður Dirty Harry, enda hefur sést til hans þar sem hann situr gleiður með bjór í annarri og konubarm í hinni. Það er svo ágætt fyrir okkur óbreyttan pöpulinn að fá stað- festingu á því annað kastið að við erum öll sömu dýrin, hvort sem blátt blóð rennur í æðum okkar eður ei. Dirty Harry hefur tekið duglega á því á djamminu í gegnum tíðina. Konungleg kyntröll ’ Og hann er sagður elska fljóðið, svo streyma ætti blóðið. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Segja má að verkföll síðustu áratuga hafi fylgt flóði og fjöru í efna- hagsmálum. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar bannaði verð- tryggingu launa árið 1983 og náði með því að slökkva verðbólgubálið um stundarsakir. Eldurinn gaus aftur upp árið eftir í kjölfar samn- inga við BRSB og langvinnrar kjaradeilu opinberra starfsmanna við ríkið. Hefur í því sambandi verið talað um „síðasta stóra verkfallið“ – en það stóð í alls fjórar vikur. Þau verkföll sem síðan hafa komið hafa fæst orðið söguleg, þó hart hafi verið sótt, t.d. af hálfu kennara Í myndum Morgunblaðsins af kjaradeilum fyrri ára er Guðlaugur Þorvaldsson áberandi. Eftir farsælan feril, m.a. sem rektor Háskóla Íslands, var hann skipaður ríkissáttasemjari og gegndi því embætti frá 1979 til starfsloka 1994. Skeyti um verkfallsboðanir streyma inn, er merkt við meðfylgjandi mynd sem er frá því um 1990. „Hann brást aldrei viðhorfi jafnréttis og réttsýni. Hann ... bar þar vel arfinn frá því umhverfi alþýðufólks sem hann var vaxinn úr, þar sem fá orð og athafnir hafa jafnan dugað betur en hróp og köll á torgum,“ sagði Benedikt Davíðsson í minningargrein að Guðlaugi látnum árið 1996. En hvað þarf til að leysa kjaradeilu sem er í rembihnút? „Eigi að leysa erfiðar deilur þarf fólkið við samningaborðið að hafa sameig- inlega sýn um hvernig markmið náist best – og vinna sig þannig út úr vandanum til farsællar niðurstöðu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir for- maður BSRB. „Fólk má aldrei fara svo djúpt niður í skotgrafirnar að ekki sjái til sólar. Þeir sem eru í forystu samtaka á vinnumarkaði hafa alla jafna góða reynslu í félagsmálum og læra á ferlinum hvaða vinnubrögð gefast best svo árangur náist. Einsýni er aldrei líkleg til niðurstöðu.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Þar sem fá orð og athafnir hafa jafnan dugað betur en hróp og köll á torgum Elín Björg Jónsdóttir. Manchester United, og Barcelona. Kunnastur er Stewart þó fyrir ást sína á skoska landsliðinu sem hann fylgir gegnum súrt og sætt. Þó aðallega súrt. Átta börn með fimm konum Stewart hefur verið í tygjum við margar konur gegnum tíðina og gengið að eiga sumar þeirra. Má þar nefna fyrirsæturnar Britt Ekland, Kelly Em- berg og Rachel Hunter. Núverandi eiginkona hans er fyrirsætan og ljósmyndarinn Penny Lan- caster sem er 26 árum yngri en Stewart. Lancas- ter hefur alið honum tvo syni og fæddist sá yngri fyrr á þessu ári. Samtals á Stewart átta börn með fimm konum. Það elsta, Sarah Streeter, fæddist árið 1963. Það er sumsé 48 ára aldursmunur á henni og litla bróðurnum, Aiden Stewart. Rod Stewart ásamt eiginkonu sinni, Penny Lancaster. Þau eignuðust sitt annað barn fyrr á þessu ári. Reuters Stewart er alltaf jafnsprækur á sviði. Kona nokkur í Þýskalandi átti sér einskis ills von þegar hún skrapp í heimsókn til nágrannanna í vik- unni. Hún var þó ekki fyrr komin inn úr dyrunum að æði rann á heimilishundinn sem réðst á kon- una. Náði hún með naumindum að slíta sig lausa og fela sig bak við hurð. Engum böndum varð á skepnuna komið og lögregla því kvödd á vettvang. Ekki tók þá betra við. Lögregla hóf skothríð á vett- vangi og drap hundinn. Í látunum geigaði kúla og hæfði aumingja konuna í handlegginn, þar sem hún lá ennþá í felum bak við hurðina. Hún slapp með skrámur. Bæði hundeigendurnir og lögreglumaðurinn sem skaut konuna eiga kæru yfir höfði sér. Skutu konu fyrir hund Það þyrmdi yfir liðlega tvítugan mann, Niko- laus Trombley, nótt eina á dögunum í Connecti- cut í Bandaríkjunum. Hann hafði setið að sumbli og sárþurfti að fá sér kríu. Fyrir vikið braust kappinn inn í geymslu í skóla nokkrum til að leggja sig. Þegar inn í geymsluna var komið birti hins vegar skyndilega yfir Trombley enda kom hann þar auga á forláta sláttuvél. Í stað þess að halla sér flötum, stal hann sláttuvélinni og hélt sem leið lá heim til foreldra sinna og sló lóðina fyr- ir þá. Að því búnu sneri hann til baka. Af einhverjum ástæðum skildi hann sláttuvélina hins vegar eftir á miðri leið. Til Trombleys sást á öryggismyndavélum og hefur hann verið kærður fyrir innbrot og þjófnað. Sló í skjóli nætur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.