SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 15
1. maí 2011 15
Náðu utan
um verkefnin
Kynning á MPM-námi við Háskóla Íslands
fimmtudaginn 5. maí í Námu, við Endurmenntun HÍ kl. 12–13
Hvað er MPM?
MPM stendur fyrir Master of Project
Management eða meistaranám í
verkefnastjórnun.
Mjög hagnýtt stjórnunarnám
samhliða starfi.
Nemendur hljóta alþjóðlega vottun
í verkefnastjórnun sem gefin er
út af Verkefnastjórnunarfélagi
Íslands í umboði alþjóðasamtaka
verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).
Markmið MPM-námsins eru að:
- mennta og þjálfa nemendur í að takast á við margvísleg viðfangsefni
með aðferðum verkefnastjórnunar.
- mennta og þjálfa nemendur í sjálfstjórn, samskiptum, forystu,
teymisvinnu og eflingu liðsheilda.
- mennta og þjálfa nemendur til leiðandi starfa á fjölbreytilegum
starfsvettvangi á Íslandi og erlendis.
- undirbúa nemendur undir alþjóðlegar vottanir (IPMA) á þekkingu
sinni, reynslu og færni.
- viðhalda og efla þekkingu á verkefnastjórnun og skapa nýja þekkingu
á sviðinu.
- samþætta innsýn úr hug-, félags-, viðskipta- og verkvísindum með
hagnýtum hætti.
- þjálfa framtíðarleiðtoga sem eru færir um að gera það sem gera þarf.
Fyrir hverja?
Meistaranám í verkefnastjórnun er opið þeim sem hafa lokið BA/BS/B.ed.
eða sambærilegu námi.
Nemendur skulu hafa minnst 3 ára reynslu úr atvinnulífinu og æskilegt er
að þeir hafi umtalsverða reynslu af því að starfa í verkefnum.
www.mpm.is
PI
PA
R
\T
B
W
A
-
SÍ
A
1
1
1
1
0
5
Uppskriftabókin styður við þennan heilsusamlega
lífsstíl og á að auðvelda hann. Margar uppskriftir í
bókinni eru þess eðlis að þær geymast vel í nokkra
daga í ísskápnum.
Uppskriftirnar eru allar hannaðar af Þorbjörgu,
réttirnir eru allir eldaðir heima hjá henni og mynd-
irnar teknar þar sömuleiðis. Það er enginn viðbættur
sykur í uppskriftunum og hún notar heldur ekki
mikið af mjólkurvörum eða matvörum með glúteini.
„Þetta er matur sem allir ættu að geta borðað.“
Er sjálf enginn púrítani
Þorbjörg vill borða góðan mat og hún vill hafa lífið
skemmtilegt. „Ég er ekki púrítanísk sjálf í eðli mínu
og þess vegna get ég ekki predikað það. Ég vil sjálf
upplifa að vera orkurík og vera í jafnvægi. Ég sækist
eftir því að vera í góðu líkamlegu ástandi, að vera
meðvituð og taka ábyrgð á sjálfri mér og umhverfi
mínu. Þetta eru gildin í mínu lífi. Það sem ég vil fyrir
sjálfa mig vil ég líka fyrir aðra. En ég er líka rokk og
ról. Þú getur alveg rekist á mig í bænum seint um
kvöld,“ segir hún.
„Þegar ég finn það að ég er búin að vera í jafnvægi í
langan tíma þá brýt ég það. Ég er góð í jafnvægi og
sækist eftir því en ég sækist líka eftir innblæstri og
finn meiri innblástur þegar ég brýt þetta jafnvægi.
Fyrir mér er það heilbrigt,“ segir Þorbjörg en til
marks um þessa hlið hennar er hún með svart nagla-
lakk.
Hún er alls ekki hætt bókaskrifum og er búin að
skrifa aðra bók sem væri mögulegt að þýða sem Níu
leiðir til lífsorku, sem kemur út í Danmörku þann 12.
maí næstkomandi og á eftir að koma út síðar á Ís-
landi.
Bókin er fyrir þá sem vilja taka næsta skref, meðal
annars til að „öðlast hugrekki til að gera það sem þú
virkilega vilt,“ segir Þorbjörg en líkt fyrr tekur hún
samhliða á andlega þættinum og þeim líkamlega.
„Það er svo mikilvægt að hugsa jákvætt og tala já-
kvætt.“
Útrás til Bandaríkjanna
Í sumar verður hún með námskeið í Noregi og Sví-
þjóð og heldur fyrirlestur í Las Vegas. Önnur borg í
Bandaríkjunum heillar þó ennþá meira. „Ég er að fara
að flytja til New York í haust. Þar ætla ég að vera í
kannski tvö ár, fer frá öllu. Ég er alveg logandi hrædd
en geri þetta samt! Mér hefur gefist tækifæri til að
koma út bókunum mínum í Bandaríkjunum og er að
vinna að því að fá mína eigin sjónvarpsþætti.“
Þorbjörg er líka menntaður lífsráðgjafi en í bók-
unum leggur hún áherslu á heildarlausnir og hvernig
hugur og líkami séu eitt. „Fólk vill fá útskýringar.
Fólk vantar oft innblástur til að breyta. Vitneskjan
fóðrar sjálfsábyrgðina. Þá kannski hugsar maður sig
betur um næst þegar maður er að fylla líkamann af
óhollustu, þegar maður veit hvað maður er að gera
honum.“
Hún hefur trú á því að fólk sé alltaf að vakna til
ennþá meiri vitundar um mikilvægi heilbrigðs lífs-
stíls.
„Við sköpum okkur sjálf hindranirnar, afsak-
anirnar sem við notum til að fresta breytingum, þetta
er of dýrt, erfitt, leiðinlegt og tímafrekt og við felum
okkur á bak við það. En við höfum bara þetta líf, við
þurfum að taka ábyrgð og næra okkur og börnin
okkar vel.“
Þorbjörg prýðir kápur bóka sinna en er erfitt að
setja sjálfan sig svona í forgrunn? „Nei, ég lifi þetta,
þetta er ástríða mín. Mér finnst nauðsynlegt að gera
þetta svona. En stundum get ég fengið nóg, það er al-
veg rétt. Stundum finnst mér að fólk ætlist til einum
of mikils af mér. Fólk hefur þörf fyrir að ég sé eitt-
hvert goð en ég er bara ég og geri mitt besta. Ef ein-
hver sér mig í bænum með kaffi latte og hneykslast
þá er það ekki mitt mál, fólk verður bara að eiga það
við sjálft sig!“
„Ég er ekki púrítanísk sjálf í eðli mínu og þess vegna get ég ekki predikað það,“ segir Þorbjörg.