SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 32
32 1. maí 2011 Þ að er spenna í loftinu í fyrsta hljóðprófi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands með einleik- aranum Víkingi Heiðari Ólafs- syni í aðalsalnum í Hörpu. Hljóðfæraleikararnir eru þó klæddir eins og þeim líður best, ekki á peysufötum en í peysum af öllum stærðum og gerðum, mörgum úr lopa. Og hljómsveitarstjór- inn hleypur reglulega út í sal til að hlusta. „Perfect! Sounds good!“ kallar hann upp á svið. Fleiri leggja við eyrun, reglulega gægjast iðnaðarmenn inn um gættina og hlusta eitt augnablik, áður en þeir spila sína tónlist á öllu stórvirkari hljóðfæri. Eftir æfingu sitja tónlistarstjórinn Árni Heimir Ingólfsson og einleikarinn Vík- ingur Heiðar Ólafsson innan um stafla af kössum á skrifstofu Sinfóníunnar á fjórðu hæð tónlistarhússins. Það hefur ekki gefist tími til að raða í hillur og eftir því, að kaffið er borið á borð í plastmáli. Talið berst að nýju tónverki, Velkomin Harpa, sem frumflutt verður á opnunar- tónleikunum á miðvikudag í næstu viku. Bætast við möguleikar í túlkun „Beiðnin um frumflutning á nýju verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson kom upp- haflega frá Ashkenazy,“ segir Árni Heimir. „Þeir eru góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Ashkenazy hefur flutt töluvert af verkum hans víða um heim með erlendum hljómsveitum og svo tók hann upp heilan geisladisk fyrir japanskt útgáfufyrirtæki með verkum eftir Þorkel í flutningi Sinfóníunnar. Verkið er í hans stíl, ljúft og skemmti- legt.“ Og hvað skal segja um píanókonsert Griegs, sem einnig er á efnisskránni. „Þetta er einn frægasti píanókonsert allra tíma,“ segir Árni Heimir. „Ástæðan fyrir vali Ashkenazys er að Grieg var mjög innblásinn af norskum þjóðlögum og sameinar í þessu verki norska þjóð- ararfinn og miðevrópsku tónlistarhefð- ina. En fyrst og fremst er þetta glæsilegt verk fyrir sólista, þar er farið í gegnum allan katalóginn, hvað gera má fyrir einn flygil.“ „Það bætast líka við margir mögu- leikar í túlkun í þessum sal,“ segir Vík- ingur Heiðar. „Í gamla salnum gátu sumir litir og blæbrigði tónlistarinnar horfið á þriðja eða fjórða bekk, þannig að maður þurfti að aðlaga spilamennsk- una salnum, því hljóðfæraleikarinn þarf sífellt að hugsa um að spila fyrir aftasta bekk. Það er hægt að spila vel og vera innblásinn í lélegum sal, það er bara miklu erfiðara og lengra á milli töfranna. Það gerist sjálkrafa í sal sem er daufur eða þurr, að það tapast möguleikar í túlkun, aðallega á töfrum sem skapast á augnablikinu.“ „Það sem er svo dásamlegt við þennan nýja sal er að nú fá hljóðfæraleikararnir loksins færi á að gæla við tóninn,“ skýt- ur Árni Heimir inn í, „og leyfa sér að njóta allra örfínu blæbrigðanna.“ Víkingur heldur áfram: „Jafnvel þegar ég spila hvað veikast, þá berst ómurinn af því aftur til mín úr salnum, og það er heillandi að upplifa hann úr fjarska. Það kemur svo margt í hugann þegar maður á í díalóg eða samtali við salinn – sal- urinn er eins og hljóðfæri, sem maður spilar á samhliða því að spila á flygilinn. Og það var ógleymanlegt að kynnast því í fyrsta sinn í Hörpunni í morgun.“ „Þess vegna er þessi vika þegar hljóð- prufurnar standa yfir svo mikilvæg fyrir hljómsveitina, því hún þarf líka að læra á salinn,“ segir Árni Heimir. „Það ferli á eftir að taka mun lengri tíma en eina viku, því hljómsveitin þarf að læra á blæbrigðin og tileinka sér að einhverju leyti annan spilamáta en aðstæður leyfðu í Háskólabíói.“ Ljón sem sýnir klærnar Og Víkingur Heiðar er einnig ánægður með nýja flygilinn, sem hann spilaði á í fyrsta skipti þennan morgun. „Salurinn er stórkostlegur og þetta er ótrúlegur flygill, sem við Árni tókum þátt í að velja í Hamborg í janúar. Hann er punkturinn yfir i-ið, algjört ljón sem getur sýnt klærnar, en svarar að sama skapi fág- uðustu blæbrigðum. Það er magnað þeg- ar dýnamíkinni í salnum og píanóinu er teflt saman. Það býður upp á óþrjótandi möguleika. Mér líður eins og ég sé í út- löndum, því ég er óvanur því að leika við svona aðstæður á Íslandi. Þetta er allt svolítið óraunverulegt ennþá.“ Árni Heimir tekur undir það og sveifl- ar hendinni til áhersluauka, eins og hann haldi á sprota eða sitji við lykla- borð píanósins. „Hér er allt eins og það á að vera. Nú hefur loksins öllu verið ýtt út af borðinu sem heitir afsláttur eða málamiðlun.“ „Þetta var það sem allir voru stress- aðastir yfir,“ bætir Víkingur Heiðar við. „Þess vegna er óhemju gaman að hljóm- burðurinn skuli vera svona góður í tón- leikasalnum. Það eru allir í skýjunum.“ Á efnisskránni er einnig níunda sin- fónía Beethovens. „Þetta er eitt stór- kostlegasta verk Beethovens og hefur markað djúp spor, ekki aðeins í tónlist- arsögunni heldur í vestrænni menningu almennt,“ segir Árni Heimir. Óður sem var andófsverk „Ashkenazy fannst Óðurinn til gleðinnar eiga vel við á þessum tímamótum. Verk- ið hefur fengið þetta hlutverk í gegnum árin að sameina á mestu gleðistundum. Það var til dæmis flutt á tónleikum Bernsteins í konserthúsinu í Berlín þegar múrinn féll, en þá tók hann út orðið Freude og setti Freiheit í staðinn. Það segir sína sögu að handritið að þessu verki er á heimsminjaskrá UNESCO.“ „Og það má vel tengja það við Ísland, að það er ofboðslegt umrót framan af í verkinu, en svo er það gleðin sem sigrar að lokum,“ segir Víkingur Heiðar. Og Árni Heimir klykkir út með: „Í þessu verki eru áheyrendur leiddir í gegnum langt og flókið ferli fram að glæsilegum og upphöfnum lokapunkti. Og það má segja að sú merking hafi glat- ast á 20. öldinni, eftir að níunda sinfóní- an varð menningarlegt tákn, að Beet- hoven semur hana sem andófsverk. Hann tekur kvæði sem Schiller orti þeg- ar Beethoven var sjálfur unglingur, en þar eru hugsjónir frönsku byltingarinnar í hávegum hafðar, um jafnrétti og bræðralag. Og hann semur sinfóníuna gamall maður í Vínarborg árið 1824 þeg- ar hugsjónirnar eru foknar út í veður og vind, Napóleón hefur beðið ósigur og al- menningur býr við ritskoðun og kúgun. Þá rís Beethoven upp og segir: „Munið hvernig þetta var þegar við vorum ung!“ Þetta er ekki ósvipað kvæðinu Ísland, sem Jónas Hallgrímsson yrkir tíu árum seinna: „Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?“ Ef til vill hefur þessi herhvöt sinfóníunnar gleymst – hún hefur fengið að sitja svo værðarlega í vitund fólks.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Það eru allir í skýjunum Það styttist í opnunartónleika í glæsilegum salarkynn- um Hörpu. Rætt er við hljómsveitarstjórann Vladimir Ashkenazy, einleikarann Víking Heiðar Ólafsson og tónlistarstjóra Sinfóníunnar, Árna Heimi Ingólfsson. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Víkingur Heiðar og Árni Heimir glæsilegum tónlistarsal Hörp- unnar, en opnunartónleikarnir verða á miðvikudag í næstu viku.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.