SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 18
18 1. maí 2011
Þ
að var svarta myrkur um leið og
undir íshelluna var komið og
litli kafbáturinn seig hægt í
djúpið, áleiðis 4.000 metra nið-
ur. Fyrir ofan þá gnauðaði heimskauta-
vindurinn sem hefur hrifsað líf margra
manna sem hafa freistast til þess að
ferðast um ísbreiður norðurhjarans.
Um borð í kafbátnum voru þrír menn,
þeir Artur Chilingarov, Anatoly Sagale-
vich, sem stýrði bátnum, og Yevgeny
Chermagaev, sem ætluðu að freista þess
að taka jarðvegssýni úr botninum, fjög-
urþúsund metrum fyrir neðan þá. Á
tveggja sekúnda fresti heyrðust hljóð-
sendingar frá þremur sendum ísbrjótsins
fyrir ofan þá, hljóð sem káfbáturinn not-
aði til að staðsetja sig undir ísnum. Gatið
á íshellunni fyrir kafbátinn er það lítið að
báturinn rétt kemst í gegn. Það má engu
skeika eigi þeir að eiga afturkvæmt. Leið-
toginn um borð er Rússinn Artur Chil-
ingarov, hann er hátt settur í Dúmunni
(rússneska þinginu) og mikill vinur Pút-
íns og sjást þeir oft saman á myndum.
Það var spenna í loftinu, þeir höfðu
einungis súrefni í nokkra klukkutíma. Á
tveggja kílómetra dýpi hætti skyndilega
sendingin frá staðsetningartækjunum
uppi á ísnum. Það þarf að hafa stáltaugar
til þess að taka þá ákvörðun sem var tek-
in, að halda áfram niður á hafsbotninn.
Rólegir og yfirvegaðir tóku þeir þá
ákvörðun að halda áfram niður, það voru
um tvöþúsund metrar niður á hafsbotn-
inn, þeir voru rétt hálfnaðir niður. Allir
um borð vissu að þeir væru í stórkostlegri
hættu. Þegar kafbáturinn var við hafs-
botninn og norðurpólinn sjálfan, sem er í
raun á um 4.000 metra dýpi undir íshell-
unni í Norður-Íshafi, þurfti að hafa hrað-
ar hendur. Þeir tóku vatns- og jarðvegs-
sýni úr botninum og skoðuðu sig um þó
skyggni væri litið sem ekkert, bleksvart
myrkur nema frá ljósum kafbátsins. Þeg-
ar vísindavinnu var lokið setti Artur öll-
um að óvörum út rússneska fánann á tít-
aníum-stöng og festi á hafsbotninn.
Enginn vissi að hann ætlaði að setja fán-
ann á hafsbotninn, hann hafði engum
sagt frá því.
Treystu á heppnina
Eftir smástund á hafsbotni stígur bát-
urinn upp og í átt að íshellunni sem lónir
fyrir ofan þá, Artur og áhöfn hans vissu
að þeir yrðu að treysta á mikla heppni til
að finna aftur gatið á ísnum ef þeir næðu
ekki merkjasendingunni á ný til að vísa
þeim veginn að opinu á ísnum.
Þeir höfðu ekki mikið súrefni til að
leita að gatinu og var það nánast útilokað
án þess að heyra merkið frá þeim sem
biðu í ísbrjótnum uppi á ísbrúninni. Úti-
lokað var að komast undan íshellunni,
súrefnið hefði aldrei dugað. Það ætti að
vera auðvelt að ímynda sér aðstæður í
svarta myrkri og reyna að finna hlöðu-
hurð í fjögurra kílómetra fjarlægð og
hitta í gegn en vita ekkert hvert stefna
skyldi.
Skyndilega á um þúsund metra dýpi
náðu þeir merkjasendingunni aftur og
gátu stefnt á gatið og í öryggið á ísnum.
Þeim var borgið og það var fagn-
aðarfundur þegar áhöfnin steig upp úr
bátnum, komin til baka heil á húfi.
Þetta var í ágúst 2007 í Arctica-
leiðangrinum þar sem Rússar fyrstir
manna komu fyrir fána á botni norð-
urpólsins. Rússar segja það hafa verið
gert meira í gamni en alvöru en í raun
endurspeglar það í framtíðinni tilkall
þjóða til norðurpólsins þegar siglinga-
leiðin opnast. Íshellan þynnist með
hverju árinu sem líður og áætla vís-
indamenn að siglingaleiðin gæti opnast
mun fyrr yfir sumarmánuðina en þeir
reiknuðu með fyrir nokkrum árum.
Fimm þjóðir gera í raun tilkall til norð-
urpólsins: Rússland, Kanada, Noregur,
Danmörk í gegnum Grænland og Banda-
ríkin og voru þau lítt hrifin af því þegar
Rússar settu rússneska fánann á botninn.
Artur Chiligarov hefur sagt að norð-
urpóllinn sé á Lomonosov-hryggnum
sem sé framhald af Rússlandi og Rússar
þurfi nú að sanna að svo sé.
Vantaði 40 kílómetra
Fyrstu menn sem komust á norðurpólinn
voru Robert Edvin Peary ásamt Matthew
Henson og fjórum Inúítum, þeim
Seegloo, Eggingway, Ooqueah og Ootah.
Það var 6. apríl 1909. Seinni tíma mæl-
ingar á gögnum Pearys benda til að það
hafi vantað 40 kílómetra uppá að hann
væri á pólnum sjálfum þó svo að hann
hafi talið sig vera kominn á pólinn þegar
hann sneri við.
Eftir að hafa komið á svæðið er það
nánast fáránlegt að taka þetta afrek af
þeim, þetta er styttra en frá Reykjavík til
Keflavíkur. Þarna er bara ísauðn sem er á
stöðugri hreyfingu. Af hverju hefði Peary
snúið við eftir alla þessa vegalengd og
svona stutt eftir, nema vegna þess að
hann taldi sig vera á pólnum.
Fyrsta óumdeilda för á pólinn var flug
Roalds Amundsen og Lincons Ellsworth
árið 1926, flugstjóri leiðangursins var
Umberto Nobile frá Ítalíu á loftfarinu
Norge. Fyrstir til að sigla undir íshelluna á
kafbát voru Bandaríkjamenn á USS Nau-
tilius SSN-571 31. ágúst 1958.
Ári síðar í mars fór USS Skate SSN-578
undir íshelluna og upp um ísinn á pólnum
sjálfum.
Í maí 1952 lenti flugvél í fyrsta sinn á
norðurpólnum, þar voru á ferð Joseph
Fletcher, William Benedict og Albert
Cray.
Fyrstur manna sem ferðaðist óumdeilt
á yfirborði jarðar til norðurpólsins var
Ralph Plaisted, það var 19. apríl 1968.
Fyrstur Íslendinga til að ganga lang-
leiðina á pólinn var Vilhjálmur Stefánsson
sem komst á 86 gráðu en dvaldist á ísnum
frá apríl 1914 fram í júní 1915. Aðspurður
hvort hann hefði komist á pólinn sjálfan
svaraði Vilhjálmur: „Ég er vísindamaður,
ekki túristi.“ Fyrsti Íslendingurinn til að
sigra pólinn sjálfan var Haraldur Örn
Ólafssson sem gekk einn síns liðs. Það var
stórkostlegt afrek sem Íslendingar mega
vera stoltir af og skráist í sögubækur
mikilla afreka.
Getur verið úfinn
Hafísinn á norðurskautinu er allt annar
en á suðurskautinu, þó þar sé hrjóstrugt
og erfitt yfirferðar og illviðri berji óhjá-
kvæmilega á mönnum á þeirri leið eins og
á norðurhjaranum. Hafísinn á norður-
slóðum getur verið úfinn og ósléttur og
stöðugt að springa, klofna og ryðjast upp í
háa íshryggi vegna þrýstings og getur
verið erfitt að fara yfir með hlaðna sleða í
eftirdragi. Það eru til ófár sögurnar af því
þegar menn hafa nánast dansað undan
brotnandi ísflekum sem sporðreisast
undir þeim. Kunn er frásögn af því þegar
Karluk, skip Vilhjálms Stefánssonar, fest-
ist í ísnum og brotnaði við tilraun til að
komast eins norðarlega og hægt væri, þar
sem menn héldu að væri ófundin heims-
Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka, og Laurent Mayet á norðurpólnum sjálfum.
Hluti af Barneo-tjaldbúðunum, 60 km frá norðurpólnum.