SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 8
8 1. maí 2011 Kaupsýslumaðurinn Donald Trump leggur ekki mikið upp úr því að vera samkvæmur sjálfum sér. Fyrir tveimur árum gaf hann út bókina „Hugsaðu eins og meistari“ þar sem hann dásamaði Barack Obama Bandaríkjaforseta og ótrú- leg afrek hans. Nú er Obama versti forseti í sögu Bandaríkj- anna. Trump forðast ekki sviðsljósið og hefur tekist að baða sig í því undanfarna áratugi. Hótel hans og spilavíti voru dæmi um íburð og smekkleysi. Trump er þrígiftur. Fyrsta hjónaband hans við Ivönu Trump var fjömiðlamatur og sömu- leiðis skilnaðurinn. Um leið og hann fór fram átti Trump fyrir opn- um tjöldum í ástarsambandi við Mörlu Maples, sem hann síðar giftist og síðan skildi við. Á þeim tíma átti Trump einnig í fjárhagskröggum og talið var að hann væri búinn að vera. Það var öðru nær. Hér á landi er Trump sennilega þekktastur fyrir raunveruleikaþáttinn Lærlingur og lykilsetninguna: „Þú ert rekinn.“ Trump ætlar að tilkynna í lok maí, þegar þessi vertíð af Lær- lingnum er búin, hvort hann ætli að sækjast eftir því að verða for- setaframbjóðandi Repúblikana- flokksins í næstu kosningum. Þessa dagana hefur hann meðbyr. Samkvæmt skoðanakönnun CNN nýtur Trump stuðnings 19% kjós- enda Repúblikanaflokksins og hefur því jafnmikið fylgi og Mike Huckabee. Samkvæmt könn- uninni er fylgi Söru Palin, eft- irlætis Teboðshreyfingarinnar, 12% og Mitts Romneys 11%. Þú ert rekinn Donald Trump í kosningastellingum í New Hampshire í vikunni. Reuters B arack Obama, forseti Bandaríkjanna, sá ástæðu til þess á miðvikudag að birta opinberlega fæðingarvottorð sitt til þess að reyna að kæfa umræðu þess efnis að hann væri ekki fæddur í Bandaríkjunum. Umræðan um fæðingarvottorð Obama hefur lengi mallað við yfirborðið og fékk byr undir báða vængi þegar kaupsýslumaðurinn Donald Trump, sem þessa dagana gælir við að gefa kost á sér til forseta, tók að hamra á málinu við hvert tækifæri. „Já, reyndin er sú að ég fæddist á Havaí 4. ágúst 1961 á Kapiolani-sjúkrahúsinu,“ sagði Obama og kvaðst vonast til að þar með væri endi bundinn á „vitleysisganginn“ í kringum hvar hann hefði fæðst, þótt hann vissi að til væri „hópur fólks, sem aldrei myndi linna látum, sama hvað við birtum“. Trump hefur fengið rækilegan uppslátt fyrir yfirlýsingar sínar í bandarískum fjölmiðlum. Hvað eftir annað lýsti hann yfir efasemdum um að fæðingarvottorð Obamas væri til og ef það væri til hefði hann eitthvað að fela vegna þess að þar kæmi fram að hann væri múslími eða eitt- hvað í þá veru. Hann velti því fyrir sér hvort hér gæti verið um að ræða „mesta blekkingarleik í sögu stjórnmála og í sögunni almennt, punktur“. Hann kvaðst hafa ráðið snuðrara, sem „trúa ekki því, sem þeir hafa fundið“ og bætti við að „fæð- ingarvottorðið vantaði“. „Þú mátt ekki vera for- seti ef þú ert ekki fæddur í þessu landi. Þessa stundina hef ég raunverulegar efasemdir,“ sagði Trump 7. apríl. „Ég er mjög stoltur af sjálfum mér í dag vegna þess að mér hefur tekist nokkuð sem engum öðrum hefur tekist,“ sagði Trump þegar hann frétti að Obama hefði gert fæðingarvottorðið op- inbert. Hann beið síðan ekki boðanna að slengja fram næstu samsæriskenningu: „Hermt er sam- kvæmt því sem ég hef lesið að hann hafi verið hræðilegur námsmaður í Occidental-skólanum. Svo kemst hann inn í Columbia, síðan inn í Har- vard. … Hvernig kemst maður inn í Harvard ef maður er ekki góður námsmaður? Kannski er þetta í lagi, kannski er það ekki í lagi. En ég skil ekki af hverju hann birtir ekki gögnin.“ Hinir ötulustu í að ala á samsærishugmyndum um fæðingarvottorðið, sem reyndar hafði verið birt fyrir nokkrum árum, en ekki í þeirri ræki- legu útgáfu sem fram kom á miðvikudag, voru hins vegar ekki lengi að koma því á framfæri að birting þess breytti engu. Forustumenn repúblikana hafa verið hikandi í umræðunni um uppruna forsetans. Til dæmis kvaðst John Boehner, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telja að Obama hefði fæðst í Bandaríkjunum, en hann gerði sér grein fyrir því að margir kjósendur væru sér ósammála og hann myndi ekki reyna að hafa áhrif á þá: „Bandaríska þjóðin hefur rétt til að hugsa það sem hún hugs- ar.“ Í leiðara í The New York Times sagði að birting forsetans á vottorðinu hefði verið „niðurlægj- andi augnablik í bandarísku stjórnmálalífi“. Aldrei hafi leikið vafi á hvar Obama hafi verið fæddur og umræðan aldrei snúist um það, heldur hafi hún verið „staðgengill fyrir þá sem aldrei sættu sig við lögmæti forsetans og ástæðurnar eru eitruð blanda, sem í eru hugmyndafræði, djúpstæð pólitísk reiði og, hættulegast af öllu, kynþáttamál. Upprunalega var málinu haldið fram af jaðarpersónum á hinum róttæka hægri væng, en hófsamir repúblikanaleiðtogar leyfðu henni að gerjast til að þóknast þeim sem eru æfir út af veru Obama í Hvíta húsinu.“ Bætti blaðið við að óhugsandi væri að slík herferð til að láta líta út fyrir að Obama væri af öðrum heimi hefði átt sér stað á hendur hvítum forseta. Í byrjun apríl birtist skoðanakönnun á vegum New York Times og CBS þess efnis að 41% repú- blikana og 53% óháðra kjósenda teldu að Obama hefði fæðst í Bandaríkjunum. Nokkrum dögum síðar birtu sömu fjölmiðlar nýja könnun þar sem aðeins 33% repúblikana trúðu því að hann væri fæddur í Bandaríkjunum. Kannski það hafi orðið til þess að Obama, sem hafði látið umræðuna um fæðingarvottorðið eiga sig þótt hún væri þrálát, birti vottorðið á miðvikudag. Obama bregst við „vitleysisgangi“ Efasemdir urðu til þess að Obama birti fæðingarvottorð sitt Barack Obama greinir frá því að hann hafi birt fæðingarvottorð sitt til að bregðast við umræðu um að hann hafi ekki fæðst í Bandaríkjunum. Reuters Fæðingarvottorð Bandaríkjaforseta frá Havaí. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Donald Trump segir að Barack Obama sé linur og komi engu í verk. Hann myndi sjálfur fara „inn í Líbíu og taka olíuna“. Sama segir hann um Írak: „Við verðum þar áfram og tökum olíu- na.“ Þegar hann var spurður hvort Bandaríkjamenn ættu „bara að stela henni“ var svarið: „Afsakaðu, við erum ekki að stela neinu. Við erum að taka … við erum að endurgreiða okkur.“ Trump lítur svo á að „þegar maður fer í stríð og sigrar, þá á maður þjóðina“. Tökum olíuna Study Medicine, Dentistry and physiotherapy In Hungary 2011 Interviews will be held in Reykjavik in May, July and July. For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 324 031 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.