SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 29
1. maí 2011 29 Ég drekk ekki, reyki ekki og reyni að stunda heilbrigt líferni, þótt ég viðurkenni að stundum verður sykurátið of mikið og ég er sólginn í góðan mat. Áfengið er mesti óvinur kvíðasjúkdóma. Ég drakk mikið á tímabili og drykkjan magnaði kvíðann. Ég hætti að drekka fyrir ell- efu árum því ég gat ekki lifað því lífi sem ég lifði. Það að segja skilið við áfengið er einhver besta og mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni.“ Myndirðu segja að þú værir hamingjusamur maður? „Í dag er ég mjög sáttur við líf mitt en ég vil gera betur. Ég hef ákveðna framtíðarsýn eins og ég held að allir hafi. Ég er líka búinn að læra að dagurinn í dag er dagurinn sem við höfum. Og til þess að maður lifi vel er nauðsyn- legt að sýna fólki virðingu. Ég legg mikið upp úr því að koma fram við fólk eins og það kemur fram við mig.“ Hvað með einkalífið, þú býrð einn er það ekki rétt? „Ég hef ákveðið að meðan ég er að vinna í mínum mál- um sé best fyrir mig að vera einn og styrkja sjálfan mig. Ég trúi því að ef mér sé ætlað að deila lífinu með ein- hverjum þá muni það gerast. Ég held að það sé mjög mik- ilvægt að vera ekki mjög leitandi í þeim efnum. Allt hefur sinn tíma. Ef maður styrkir sjálfan og vinnur í sér þá eru meiri líkur á að maður hitti sterkan einstakling sem deili með manni lífinu. Ég trúi því að það gerist einn daginn.“ Æðrulaus gagnvart gagnrýni Hversu miklu máli skiptir söngurinn þig? „Ég hef alla tíð haft mikla unun af tónlist. Ég hef hins vegar aldrei unað mér jafn mikið við tónlistina og ég geri í dag. Ég hef metnað í því sem ég er að gera, vil leggja mig fram og vera sjálfum mér til sóma. Þegar ég hóf söngnám í Söngskóla Reykjavíkur haustið 2004 þá fann ég að ég var að gera eitthvað mjög rétt í lífi mínu. Ég var hjá stór- kostlegum kennara sem heitir Már Magnússon og hann kenndi mér í fjögur ár og leiddi mig inn í undraheima klassískrar tónlistar. Nú er Kristján Jóhannsson, sá mikli stórsöngvari, kennari minn og hefur opnað fyrir mér nýja vídd í tónlist. Hann hefur haft mikil áhrif á líf mitt og söng minn. Það er ómetanlegt að vera hjá kennara eins og honum og njóta auk þess vináttu hans.“ Þú syngur opinberlega og hefur gefið út plötur og ert þekktur maður. Þú hefur stundum fengið harkalega gagnrýni, hvernig tekurðu henni? „Hvernig sem dómar hafa verið þá hafa þeir greinilega ekki stoppað mig í því sem ég er að gera. Maður verður að gera sér grein fyrir því að ef maður er í áberandi starfi þá er gagnrýni alltaf til staðar, bæði jákvæð og neikvæð, rætin og ekki rætin. Það skiptir kannski ekki svo miklu máli hvernig hún er. Það sem skiptir máli er að vera trúr sjálfum sér og því sem maður er að gera. Með Guðs hjálp eru manni allir vegir færir. Ef Guð er með manni hver er þá á móti manni? Ég er mjög trúaður og það á sinn þátt í því að ég er æðrulaus þegar kemur að gagnrýni. Ég hef verið mjög heppinn því ég hef aldrei orðið fyrir aðkasti frá fólki. Fólk hefur reynst mér vel og það er mikilvægt.“ Hvað finnst þér vera það mikilvægasta í lífinu? „Það er öllum einstaklingum hollt að líta í eigin barm, skoða sjálfan sig og vinna út frá því sem þeir hafa til að bera og reyna að bæta sig. Ef hver einstaklingur í heim- inum tæki einn og sama daginn til að líta í eigin barm þá yrði heimsfriður á þeirri sömu stundu. Við getum öll lagt okkur fram við að bæta samfélag okkar, en af hverju ger- um við það ekki? Það er vegna þess að við erum full af eigingirni og hroka og náum þess vegna ekki að þrífast í kærleika. Allt þetta myndi breytast ef við værum óhrædd við að líta í eigin barm.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S ’ Það þurfa allir að kljást við eitthvað og ég þarf að berj- ast við kvíðann. Þessum kvíða fylgdu líkamleg ein- kenni sem eru enn þann dag í dag til staðar hjá mér, eins og hraður hjartsláttur og hjartsláttartruflanir. Maður er nokkuð miður sín eftir svona köst og verður mjög þreyttur.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.