SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 6
6 10. júlí 2011 „Fræga fólki er undir ótrúlega mikilli pressu að vera góðar fyrirmyndir,“ segir sálfræðing- urinn Rachel Morris við Daily Mail. „Kate Moss var úthúðað fyrir að vera hreinskilin um mataræðið þegar hún sagði að móttóið sitt væri: „Ekkert bragðast eins vel og tilfinningin að vera grannur er góð“. Samt trúir því enginn að allar þessar stjörnur borði skyndibitamat og kökur. Þess vegna notast þær við DIPE,“ að borða fyrir framan vökul augu ljósmynd- aranna. Nýleg könnun leiddi í ljós að ein af hverjum þremur breskum konum lýgur til um þyngd sína. Þannig að það er kannski ekki skrýtið að svona margar séu tilbúnar til að breyta matarhegðun sinni á meðal fólks til að skapa þá ímynd að það hafi afslappað viðhorf til mat- ar. James Lamper frá weightmatters.co.uk segir að það liggi margvíslegar ástæður að baki ekki síst að „langa til að vera grannur án þess að líta út fyrir að hafa neitt fyrir því.“ Kate Moss sagði satt og var skömmuð Ofurfyrirsætan Kate Moss er vissulega grönn en þykist ekki borða mikið, öfugt við svo margar aðrar stjörnur. Reuters Þ að virðist vera í tísku hjá öllum grönnu stjörn- unum að gera mikið úr því hversu mikið þær borði. Þær vilja ekki sýnast vera með óheil- brigt viðhorf til matar og leggja sig alla fram til að sýna að þær hafi heilbrigða matarlyst. Gwyneth Palt- row segist elska djúpsteiktan mat og pizzu, Drew Barry- more dýrkar pasta með osti og fyrir skemmstu lýsti kokkurinn Gordon Ramsay því yfir að Victoria Beckham „borðaði eins og hestur“. Kate Hudson segir að uppá- halds maturinn sinn sé súkkulaði og pizza og Cameron Diaz er hrifin af djúpsteiktum kjúklingi. Samkvæmt blaðinu Daily Mail er sá hópur kvenna sístækk- andi sem pantar stóra skammta þegar þær eru úti að borða með öðrum en skera skammtinn við nögl heima og kallar blaðið þetta „lyga-rexíu“. Stjörnurnar ganga það langt að þær passa upp á það að það sé reglulega tekin mynd af þeim að „gúffa í sig“ einhverju fitandi eins og frönskum eða köku. Kynningarfulltrúar í Hollywood eru meira að segja komnir með skammstöfun um þetta: „DIPE“ (Documented Instance of Public Eating) eða skráð tilvik af áti meðal almenn- ings. Stjörnurnar skreppa oftar en ekki hratt saman eftir barnsburð og segja þá gjarnan eitthvað á borð við að þær hafi komist í form með því að „eltast við barnið“ og „borða hollt“. Sannleikurinn er ábyggilega frekar nær því að eyða löngum stundum í líkamsrækt og borða rískökur. „Þetta tengist gildum vestræns samfélags,“ segir dr. Yoram Inspector, sem er sálfræðingur hjá heilbrigðisstofnun í London sem fæst við átraskanir. „Það er búið að blanda saman sjálfsáliti og líkamslögun og þyngd.“ Að vera „fullkominn“ þýðir ekki lengur bara að vera á ströngu mataræði heldur vera grannur og líta út fyrir að „borða eins og hestur“ eins og frú Beckham. Gwyneth Paltrow segist elska djúpsteiktan mat og pizzu en varla borðar hún mikið af svoleiðis mat. Reuters Borða eins og hestar en líta út sem folöld Stjörnurnar „elska að borða“ en eru samt tággrannar Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þessi pizza sem er líka pulsuréttur er góður matur fyrir stjörnur til að fá sér opinberlega. Það er engin lygi að stjörn- urnar komast í blöðin fyrir það eitt að borða fitandi mat. Fyrrverandi kærasta George Clooneys, Elisabetta Canalis, komst nýverið í fréttirnar fyrir það að hafa fengið sér franskar á strönd- inni í fríi með vinkonum sínum í Mexíkó. Canalis þessi er ítölsk leik- kona og fyrirsæta með línurnar í lagi. Á vefsíðu sinni segist hún stefna að því að verða kvikmyndastjarna. Hún getur að minnsta kosti vakið athygli á sér næst með því að borða pizzu á al- mannafæri. Fékk sér franskar á ströndinni Cameron Diaz er hrifin af djúpsteiktum kjúklingi. www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.