SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 31
10. júlí 2011 31 Ellefu ára nemandi í Húsabakka- skóla í Svarfaðardal. Hér erum við sex systkinin (Atli Rúnar, Jón Baldvin, Helgi Már, ég, Jóhann Ólafur og Inga Dóra) með foreldrum okkar, Ingibjörgu F. Helgadóttur og Halldóri Jónssyni, og þremur mág- konum mínum, Guðrúnu Helgadóttur, Svanhildi Árnadóttur og Regínu Rögnvaldsdóttur. 17. júní sl. útskrifaðist frumburðurinn, Kjartan Atli, sem stúdent frá MA. Ég lauk sama áfanga úr sama skóla fyrir nákvæmlega þrjátíu árum. Ásamt okk- ur feðgum eru á myndinni eiginkona mín, Lovísa Jónsdóttir, dætur okkar, Sigrún María og Dagný Þóra og móðir mín, Ingibjörg F. Helgadóttir. 15. maí 2010 féll aska úr Eyjafjallajökli í Vestmannaeyjum; fyrsta askan sem féll þar síðan í gosinu 1973. Ég var stadd- ur í Eyjum 15. maí ásamt félögum mínum í Kór Akureyr- arkirkju. Hér erum við hjónin viðbúin hinu versta! Þessi David Brown dráttarvél vekur upp margar góðar minningar. Hún var gerð upp frá grunni og er eins og ný. Heiðurinn af því á Rafn Arnbjörnsson, vinnumaður í eina tíð á Jarðbrú, sem er lengst til vinstri ásamt okkur fimm bræðrum og Ingibjörgu móður okkar. Les íþrótta- síðurnar fyrst Óskar Þór Halldórsson á Akureyri opnar fjölskyldualbúmið. Töffari með skegg! Á lýðhá- skóla í Danmörku árið 1983. Á leið upp á Súlur ásamt tveimur af börnum mínum, Kjartani Atla og Dagnýju Þóru. Ég hef sungið í kór síðan í menntaskóla og fátt er meira afslappandi og gefandi en að syngja. Myndin er tekin á jólaföstunni. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær þegar ég fagnaði fer- tugsafmælinu! Hér er ég í veislunni með Andra Má, bróð- ursyni mínum, og Jóni Baldvin, næstelsta bróður mínum. Faðir minn Halldór Jónsson, hann lést 1987, aðeins 56 ára að aldri. Pabbi var bóndi á Jarðbrú í Svarfaðardal, dýralæknir og síðar oddviti Svarfaðardalshrepps. Táningur með allar heimsins áhyggjur á herðunum! Myndaalbúmið Ó skar Þór Halldórsson hafði í mörg horn að líta um síðustu helgi þegar hann stýrði ásamt félögum sínum í KA fjöl- mennasta knattspyrnumóti sem haldið er ár hvert, N1- móti félagsins fyrir 5. flokk karla. „Þetta var vissulega mikil törn, en afskaplega skemmtileg og gefandi,“ segir Óskar Þór, sem færði sig yfir í íþróttageirann fyrr á þessu ári, þegar hann tók að sér fram- kvæmdastjórn knattspyrnudeildar KA. Áður hafði hann verið frétta- maður á RÚV og þar áður verkefnastjóri Landsmóts UMFÍ á Akureyri. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og fylgst vel með þeim þó svo að ég hafi sjálfur aldrei keppt. En í gegnum tíðina hef ég gjarnan byrjað á að lesa íþróttasíðurnar í dagblöðunum. Óskar Þór er Svarfdæl- ingur að ætt og uppruna, fæddur 18. júní 1961 og fagnaði því nýverið fimmtugsafmæli sínu. Hann brautskráðist frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1981 og síðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hann lauk BS-prófi í landafræði. Árið 1986 hóf hann störf sem blaðamaður og hef- ur með hléum starfað í blaða- og fréttamennsku síðan. Eiginkona Ósk- ars Þórs er Lovísa Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn, Kjartan Atla, f. 1991, Sigrúnu Maríu, f. 1994, og Dagnýju Þóru, f. 1999. skapti@mbl.is Stuðst við gítar heima á Jarðbrú.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.