SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 20

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 20
20 10. júlí 2011 magna þau kaup. Til þess að yf- irtakan geti gengið eftir þarf seljandi að vera viljugur til þess að láta lánið fylgja eigninni, en í flestum tilfellum vilja selj- endur einmitt halda lánunum og losna því við þann kostnað sem fylgir lántökum,“ segir Óskar. 110%-leiðin Eignum sem eru yfirveðsettar hefur fækkað til muna í kjölfar 110%-leiðarinnar svokölluðu. Tilgangurinn með 110%- leiðinni var að fella niður áhvílandi veðskuldir sem voru umfram 110% af veðsetningu fasteignar lántaka. Með 110%- leiðinni eru skuldir lagaðar að virði eigna þar sem eftirstöðvar upphafslegs láns umfram 110% af markaðsvirði eignarinnar eru felldar niður. Þá voru erlend lán einnig endurreiknuð og þeim breytt yfir í lán í íslensk- um krónum. Þess ber að geta að umsóknarfrestur til að nýta þetta úrræði rann út 1. júlí síð- astliðinn. Aukin eftirspurn á fast- eignamarkaði Fram hefur komið í fjölmiðlum að í ákveðnum hverfum hafi fasteignaverð náð lágmarki og sé á leiðinni upp. Tölur stað- festa þessar vangaveltur og má rekja hækkun fasteignaverðs til aukinnar eftirspurnar á fasteignamarkaði. Orsök auk- innar eftirspurnar má svo aftur rekja til lágra vaxta og fárra fjárfestingamöguleika. Þegar vextir eru lágir aukast fjárfest- ingar í þjóðfélaginu, en fjár- festingakostir eru fáir. Kaup- höll Íslands er með örfá félög á markaði hjá sér, vextir eru lágir og ekki finnst öllum rík- isskuldabréf fýsilegur kostur. Af þessum sökum herja margir fjárfestar á fasteignamarkaðinn. Þær fasteignir sem fjárfestar líta helst til eru eignir sem auðvelt er að leigja út og eru það íbúðir í minni kantinum eða þær fast- eignir sem ungt fólk myndi að öðrum kosti reyna að kaupa. Þessi aukna eftirspurn kemur því niður á ungu fólki og fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum. Breytt umhverfi Fyrirkomulag bankaviðskipta hefur tekið einhverjum breyt- ingum. „Bankaviðskipti eru stífari nú heldur en var og vinnsla hefur tekið breyt- ingum,“ segir Óskar Hafnfjörð Auðunsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Arion banka. „Veð- setningarhlutföll bankanna hafa lækkað og það hefur dempað kaupgetu margra og er það ein ástæðan fyrir minni veltu á fasteignamarkaði,“ segir Óskar og bætir við að veltan sé þó að aukast aftur. Soffía Guðmundsdóttir, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá Íbúðalánasjóði, tekur í sama streng og Óskar. „Öll gögn eru staðfest og skoðuð betur. Ásóknin hefur breyst og fólk spáir meira í það hvernig lán það er að greiða upp; hvort það sé að losa sig við ágætlega hag- stæð lán til þess að taka önnur og kannski óhagstæðari. Það hefur orðið vakning hjá mörg- um í sambandi við hvernig lán fólk er að taka, fólk var ekkert endilega að kynna sér muninn á 30 og 40 ára lánum, en nú er ekki síður horft á lánstímann en aðra þætti.“ Að sögn Kristjáns Kristjáns- sonar talsmanns Landsbankans er sama greiðslumatskerfi við lýði hjá lánastofnunum og var fyrir hrun, en forsendur hafa breyst mikið. „Framfærslu- kostnaður og rekstrarkostn- aður íbúða og bifreiða hefur hækkað á sama tíma og greiðslugeta hefur lækkað. Þetta gerir það að verkum að færri standast greiðslumat nú en fyrir hrun. Það er alveg ljóst að engum er greiði gerður með því að vera lánað ef hann stenst ekki greiðslumat, hvorki lána- stofnunum né lántakend- um,"segir Kristján. Sölubrellur Það er margt sem þarf að huga að þegar kemur að fasteigna- kaupum, s.s. hvort eigi að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán, fasta eða breytilega vexti, jafn- greiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum, og síðast en ekki síst hversu langur lánstíminn eigi að vera. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum í stærstu og mikilvægustu við- skiptum lífsins og enginn vill láta glepjast af sölubrellum. „Við sáum þetta gerast í þrí- gang á meðan við vorum að leita að eign,“ segir Jóhann. „Þetta gekk þannig fyrir sig að við fengum ábendingu um eign eða eignin kom inn á netið. Þetta voru allt fínar eignir, en ásett verð þeirra var óvenju lágt. Eigandinn, að því er virt- ist, vildi fá allt of lítið fyrir þessa góðu eign ef tekið var mið af svipuðum íbúðum í kring. Maður furðaði sig á þessu og hélt jafnvel að eitt- hvað væri að og skoðaði þetta aðeins betur og komst svo að því að það var bara ekkert að eigninni. Svo var haldið opið hús þar sem eignin var sýnd og það var ekki þverfótað fyrir fólki. Þannig myndaðist gríð- arlegur áhugi á eigninni sökum þess að ásett verð var svo lágt. Við fengum svo að vita af sölu- framvindu þessara eigna og þá kom í ljós að eignirnar voru seldar 2-3 dögum seinna, en á þeim tíma hafði myndast til- boðsstríð sem endaði með því að eignin fór á töluvert hærra verði en var sett á hana upp- haflega, sem er að minni reynslu frekar sjaldgæft í dag,“ segir Jóhann að lokum. Jóhann Már Helgason og Hildur Björnsdóttir ásamt Bjössa, syni þeirra. Morgunblaðið/Ernir Íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hlutfall yfirtekinna lána 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 20 06 -6 20 06 -10 20 06 -12 20 07 -2 20 07 -6 20 07 -10 20 08 -2 20 08 -6 20 08 -10 20 09 -2 20 09 -6 20 09 -10 20 10 -2 20 10 -6 20 10 -10 20 11 -2 20 11 -6 95%+ yfirtekið 50-95% yfirtekið 0-50% yfirtekið Ekkert yfirtekið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 400 350 300 250 200 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Bankarnir bjóða hagstæðari lán en íbúðarlánasjóður Bankarnir bjóða upp á 100% lán Hrunið Velta á fasteignamarkaði - í millj. króna 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Hrunið Gengisþróun íslensku krónunnar 0 100 150 200 250 300 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Hrunið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.