SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 17
10. júlí 2011 17
H
ún var mjög svo greinileg, spennan sem lék
um innvirði Campfield Market Hall á
fimmtudagskvöldið, þar sem Björk flutti
efni af Biophiliu í fjórða sinn af alls sjö
skiptum. Ég hafði komið við fyrr um daginn og skoðað
salinn og aðstæðurnar og það sem ég sá vakti með mér
mikla forvitni. Undarleg hljóðfæri – sérsmíðuð af til-
efninu – m.a. risavaxið pendúlahljóðfæri sem hannað
var rafmagnsverkfræðingi við hinn virta bandaríska
MIT. Ótrúlegur metnaður þessa verks var farinn að
renna upp fyrir manni á þessari stundu, þó maður hafi
enn bara náð að krafsa í það. Samspil vísindamanna,
tónlistarmanna, kennara, umhverfisfræðinga – allir
leggjandi til eitthvað úr sínum heimi svo að úr megi
verða eitthvað sem nær út fyrir hefðbundið plötu- eða
tónlistarverkefni. Eitthvað sem spilar inn á mun fleiri
mannlega þætti, eitthvað sem sameinar og vekur þörf
til að skilja það sem sameinar fremur en sundrar, þörf
til að fara lengra. Þið afsakið hátimbrunina og tilfinn-
ingasemina en þið verðið að skilja, nýlundan sem er
falin í öllu þessu sem Björk er að gera með Biophilinu
fær hausinn til að hringsnúast. Um pendúlaapparatið
skrifaði Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar, á blogg
sitt:
„Einnig fékk hún rafmagnsverkfræðinga í MIT-
háskólanum í Bandaríkjunum til þess að smíða gríð-
arlega stóra hörpu sem byggist á 4 stórum örmum sem
sveiflast fram og tilbaka og verður að keyra upp sveifl-
ur í 30 mín. áður en farið er að spila á hörpuna, til
þess að ná að samhæfa sveiflurnar og fá nákvæmlega
réttan hraða. Upphaflega var niðurstaða verkfræðinga
að armarnir þyrftu að vera 48 til þess að ná þeim
hljóðum og töktum sem Björk setti upp, en með því að
smíða gríðarlega flókinn og vandaðan búnað neðst á
armana, sem eru hjól með hörpustrengjum og á hverri
uppistöðu er gítarnögl. Strengjahjólunum er stýrt með
tölvustýrðum rafmótor sem snýr viðeigandi streng að
gítarnöglinni þegar armurinn sveiflast framhjá …“
Já, þetta er heimur Bjarkar, við hin bara búum í
honum …
Hringleikahús
En aftur að kvöldinu. Þegar salurinn var orðinn fullur
af fólki, sem raðaði sér í kringum sviðið sem svo var
aftur umlukið hljóðfærum, fór um mann. Þessir 1800
manns eða svo voru fullir eftirvæntingar og víbrarnir
voru tilfinnanlegir. Ég leitaði að þeim Ásmundi Jóns-
syni Smekkleysuframkvæmdastjóra og Grími Atlasyni
tónleikahaldara, sem ég hef verið í slagtogi með í þess-
ari ferð. Við þrír vorum eins og litlir skólastrákar; líkt
og við værum að fara á fyrstu rokktónleikana okkar,
hafandi ekki hugmynd um hvað væri að fara að skella
á okkur.
Skjáir í lofti sýndu sjálfspilandi píanó sem lék inn-
gangsmelódíu en á slaginu kl. 20.30 gengu hljóðfæra-
leikarar, hinn 24 manna stúlknakór Graduale Nobili og
svo Björk sjálf inn í salinn. Björk var að vanda upp-
stríluð í föt sem virtust ekki af þessum heimi og No-
bili-stúlkur sömuleiðis. Maður skilur þennan geim-
verulímmiða sem stundum er settur á Björk, hún
virðist ekki þessa heims á stundum – en um leið finnur
þú ekki jarðtengdari manneskju, sérstaklega ef litið er
til síðustu ára. Barátta hennar fyrir verndun náttúr-
unnar og nú barátta sem lýtur að því að uppfræða ungt
fólk um jörðina og tengsl hennar við manneskjuna
ristir djúpt og ber með sér raunverulegan metnað og
ástríðu fyrir því að breyta rétt hvað grunngildi okkar
jarðarbúa varðar.
Attenborough
Skyndilega heyrist auðþekkjanleg rödd. Richard
Attenborough, hinn kunni náttúrufræðingur, kynnir
Biophiliu og það sem hún snýst um. Náttúra, hljóð,
tónlist og tækni – og skurðpunktar alls þessa eru und-
ir, hvorki meira né minna. „Hlustið. Lærið. Skapið,“
segir hann og kynnir síðan fyrsta lagið sem er nýtt,
„Thunderbolt“.
Lagið er leitt áfram með hæggengum takti sem er
skapaður af tveimur staurum í búri þar sem á milli
ganga eldingar eins og í Frankensteinmynd (eða „há-
spennukefli sem er kyrfilega lokað frá áhorfendum,
þar sem neistarnir hlaupa um tæpa tvo metra á milli
pólanna, nokkur þúsund volta skot og á þetta er spilað
og næst fín laglína,“ svo ég leiti aftur á náðir föðurins).
Undir taktinum syngur Björk línurnar „Craving mirac-
les“ eða „þrá eftir kraftaverki“. Ef maður á að dæma út
frá því sem maður varð vitni að, bara í fyrsta laginu,
geta kraftaverkin greinilega gerst ef maður þráir þau
nógu innilega. Björk syngur af mikilli ástríðu, röddin
er sterk, stillt og ákveðin en tilfinningaþrungin og
mátulega hamslaus þegar því er að skipta. Sönglega séð
er greinilegt að Björk er í toppformi.
Máninn
Næsta lag, „Moon“, fer í gang og myndskjáir eru not-
aðir á áhrifamikinn hátt með laginu, svo og í gegnum
alla tónleikana. Á þeim má m.a. sjá og fá hugmynd um
þau smáforrit eða viðrit („öpp“) sem munu tengjast
inn í hvert og eitt lag, ein þeirra tímamótahugmynda
sem Björk er að keyra í gegnum þetta verkefni.
Biophilia kallaði fram sterk hughrif, eitthvað sem ég
er enn að vinna úr. Um þetta verkefni verða skrifaðar
langar og djúpar greinar á næstu árum, eitthvað sem
ég kemst hins vegar ekki í akkúrat núna, sitjandi á
hótelherbergi í Manchester og uppi við vegg vegna
banastiku dagblaðaheimsins. En vonandi kemst ég í
slíkt síðar. Ég ætla nú að hvíla heilann aðeins og leyfa
honum að vinna úr því sem hann hefur verið bomb-
arderaður með. Það er ekki á hverjum degi sem maður
upplifir raunveruleg tímamót – já þáttaskil – í dæg-
urtónlistarsögunni.
Björk Guðmundsdóttir á sviðinu í Campfield Market Hall í Manchester.
„Einn
daginn …
þá gerist
það“
„Nú skulum við koma inn í það sem ég kalla tilrauna-
stofu Dr. Frankensteins,“ segir Peter van der Velde,
sem hefur stýrt framkvæmdum í kringum tónleika
Bjarkar undanfarin tíu ár. Hann hlær við um leið og hann
leiðir blaðamann inn í sal í Campfield Market Hall, gam-
alt viktoríanskt hús sem hýsir meðal annars vísinda- og
iðnaðarsafnið í Manchester. Þar flytur Björk nú tónlist-
ina við Biophilia, margþætt verk sitt sem hefur vakið
athygli heimspressunnar að undanförnu. Spaug van der
Velde er skiljanlegt í ljósi þess sem maður sér þarna
inni. Sviðið þar sem Björk flytur tónlistina ásamt ís-
lenska stúlknakórnum Graduale Nobili er í miðjunni en í
kringum það raðast alls kyns hljóðfæri sem eru sér-
smíðuð vegna tónleikanna. Sérkennileg orgel, einhvers
konar pendúlar sem munu gefa frá sér hljóð og hol
tunna, sem minnir helst á búr, hangir úr loftinu. Í því eru
tveir staurar, einn uppi og einn niðri og á milli þeirra
mun víst gneista rafmagn, svona eins og í einhverri vís-
indaskáldsögumyndinni. Blaðamaður klórar sér í kolli,
dolfallinn yfir því sem Björk er að fara að gera, sem er
eitthvað alveg nýtt í annálum poppfræðanna. „Ég hef
starfað fyrir Björk í tíu ár,“ segir van der Velde. „Verk-
efni hennar eru alltaf spennandi og krefjandi en í þetta
skipti finnst mér hún hafa toppað sjálfa sig. Biophilia er
óendanlega framsækið verk, hér er verið að brjóta blað
í tónlistarsögunni, það er alveg klárt.“
„Óendanlega
framsækið verk“