SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 12
12 10. júlí 2011
Mánudagur
Ragnhildur Sverr-
isdóttir Um daginn
voru leikir U-21 liða
sýndir og endursýndir í
hið óendanlega. Hvað
með HM kvenna? Ekki einn einasti
leikur sýndur, eða hvað? Tvær 10
ára fótboltastelpur eru spældar út í
RÚV. Við reyndum að hringja þang-
að um helgina en enginn var við
símann á íþróttadeildinni. Er þetta
virkilega svona? Ekki einn leikur
sýndur af sjálfu HM?
Þriðjudagur
Kári Sturluson Ég sá
„Kalla í Pelsinum“ í
Bankastrætinu í morg-
un. Hann var ekki í pels
og þegar ég pæli í því
þá hef ég aldrei séð hann í pels.
Einar Bárðarson Á ein-
hver Liverpool-búning í
XXXXL fyrir mig ? Rauði
dagurinn á Kananum á
föstudag !
Miðvikudagur
Halla Gunnarsdóttir var hissa að
lesa á forsíðu Fréttablaðsins að
veiðimaðurinn á Stokkseyri hefði
staðið fyrir skothríð, var þetta ekki
meint skothríð?
Fésbók
vikunnar flett
Smámyndavélar eru nánast út um allt
eða svo finnst manni í það minnsta,
sjá til að mynda straum slíkra mynd-
skeiða inn á YouTube; það er sann-
kölluð sprenging í slíkum græjum.
Eitt frægast dæmi um notkun á smá-
myndavélum af þessu tagi var það er
sérsveitarmenn bandaríska hersins
réðust inn á heimili Osama Bin Laden
í Pakistan og á meðan gátu æðstu yf-
irmenn Bandaríkjahers fylgst með í
beinni útsendingu – hermennirnir voru
með smávélar á hjálmunum sem
sendu myndgögn í þyrlu og miðaði
þeim síðan beint til Bandaríkjanna.
Það voru þó ekki GoPro-vélar, heldur
tegund sem sérsmíðuð er fyrir herinn.
Löggæsla vestan hafs notar og slíkar
vélar í æ meira mæli og eins slökkvi-
liðsmenn og sjúkraflutningamenn og
fleiri stéttir sem vilja skrásetja það
sem verður á vegi þeirra.
Ekki er kominn umboðsaðili fyrir
GoPro-vélar hér á landi, en ýmsir hafa
flutt þær inn og svo er auðvitað hægt
að kaupa þær á netinu ef þær finnast
ekki í búðum.
Strípuð GoPro-vél, þ.e. ekki sérútgáfa
fyrir brimbretti, hjálm eða mótorsport,
kallast GoPro HD HERO Naked. Hún
tekur vídeó í miklum gæðum,
1080p / 960p og 720p í HD-
upplausn. Hún tekur 60 ramma á
sek í 720p upplausn, en annars
30 ramma. Hún getur tekið allt
að hálfan þriðja klukkutíma á
hleðslu rafhlöðu og á 32 GB SD-
korti má koma fyrir allt að níu
klukkutímum af myndefni.
Hægt er að nota vídeóvélina sem
myndavél, nema hvað, og þá tek-
ur hún fimm milljóna díla
myndir með 2, 5, 10, 30
eða 60 sekúndna millibili
sjálfvirkt - nóg er að
smella af einu sinni og þá
fer myndatakan í gang og
getur gengið svo í tvo og
hálfan tíma.
Með fylgir tengi til að festa vélina við hjálm
eða bílþak eða hvaðeina og einnig er með
hýsing sem verndar vélina fyrir
hnjaski. Með hýsingunni er vélin
vatnsheld allt að 60 metra
dýpi og að sögn tiltölulega
auðvelt að gera við vélar
sem verða fyrir skemmdum,
skipta út einingum og jafnvel
ekki svo snúið að skipta út
linsunni, segja menn á net-
inu sem það hafa reynt.
Allskyns aukadót má kaupa við vélina, þrífæt-
ur, sogskálar, klemmur og hvaðeina aukin-
heldur sem hægt er að spenna vélarnar á sig,
til að mynda á úlnlið eða upphaldlegg, nú eða
ökkla eða bringu. Með fylgir USB-snúra og snúrur
til að tengja við sjónvarpstæki og tilheyrandi. Hún
er með innbyggðan hljóðnema. Rafhlaðan nær 80%
hleðslu á klukkutíma með straumbreyti, en tekur
hana tvo tíma í gegnum USB-tengi. Hún er ekki
nema 4,4 x 6 x 3 að stærð; sjón er sögu ríkari.
Smá og kná
Það hlaut að koma að því að stafræn ljósmyndatækni næði svo langt að
hægt væri að vera með almennilegar smámyndavélar. Það eykur svo notagild-
ið umtalsvert þegar hægt er að festa vélina við nánast hvað sem er og hún
þolir nánast hvað sem er, eins og til dæmis GoPro-vélarnar.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Augað alsjáandi
Smámyndavélar
eru allstaðar