SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 33
10. júlí 2011 33
sækja skóla. Hún fer reglulega í heim-
sóknir í fátækrahverfin. Þannig er fylgst
með og reynt að finna börn í verstu að-
stæðunum. Stórt vandamál er að götu-
börnin sniffa oft lím og afleiðingarnar af
því geta verið skelfilegar. Við fráhvörf-
unum hefur reynst best að gefa þeim
nógu mikið að borða. Þeim líður svo illa
af því að þau eru svöng, þannig að það
að sniffa lím lagar ákveðna vanlíðan.
„Eftir að þau eru komin undir okkar
verndarvæng fara þau stundum aftur út
af heimavistinni, því fíknin er svo mikil,
segir Guðrún. „Þetta er barátta upp á líf
og dauða og við biðjum fyrir þessum
börnum. Við sjáum börn sem eru í raun-
inni of langt leidd, en það er ástríða hjá
Þórunni að ná börnunum áður en það er
um seinan, jafnvel að hugsa fyrir því
hvaða möguleika þetta barn á á því að fá
stuðningsaðila. Stuðningsaðili vill
kannski bara litla sæta stelpu en ekki
götustrák sem er orðinn 12 eða 13 ára, en
Þórunn hefur valið að hugsa ekki út í það
heldur að ef þetta barn fái ekki hjálp
núna, þá sé það um seinan – þetta sé
síðasta tækifærið.
– Eru mörg börn á biðlistum eftir
heimavist?
„Já, það eru langir biðlistar og á tíma-
bili voru á annað þúsund börn á biðlista í
Pakistan. Mörg þorp biðja okkur um að
setja upp skóla. Á sumum stöðum er far-
in sú leið að tekið er eitt barn úr völdum
fjölskyldum þar sem ástandið er verst,
en hin systkinin fá ekki skólavist. Svo að
þörfin er botnlaus. Það er svakalega sárt
að geta ekki gefið öllum börnum skóla-
vist. Þetta eru svo sjálfsögð mannrétt-
indi,“ segir Guðrún.
Auk biðlistanna er búið að taka þús-
undir barna inn í kerfið, en það vantar
stuðningsaðila. Þau börn eru skráð á
heimasíðunni www.abc.is og þar kemur
upp mynd af þeim börnum sem vantar
stuðningsaðila. Þar eru grunnupplýs-
ingar um barnið og með einum smelli er
hægt að styrkja barn. Þetta er eina
heimasíðan á Íslandi sem virkar á þenn-
an hátt. Það kostar 3.000 krónur á mán-
uði að styrkja barn sem gengur í dag-
skóla og 4.500 krónur fyrir barn á
heimavist. „Þrýstingur er á að taka inn
fleiri börn en við getum það ekki á með-
an við höfum svona mörg óstudd,“ segir
Guðrún.
Hrunið og afleiðingar
þess á hjálparstarfið
Starfsemi ABC gekk ágætlega þar til
krónan féll. Þetta eru eingöngu íslensk
samtök og ekki í neinu alþjóðlegu sam-
starfi, enginn bakhjarl og engir sjóðir
sem hægt er að ganga í. Samtökin reiða
sig á íslensku krónuna og eru ekki með
höfuðstöðvar erlendis.
„Við erum ein með þessi börn og
ábyrgðin er hér á Íslandi,“ segir Guðrún.
„Núna í kreppunni hafa um 700 börn
misst stuðningsaðila. Það er ekki alltaf
vel efnað fólk sem er að styðja börn og
margir eru að gefa af skorti sínum. Þetta
endurspeglar ástandið í þjóðfélaginu því
flest þessara barna hafa misst stuðning-
inn á þessu ári. Þetta er yfirleitt það sem
fólk lætur síðast frá sér, því þetta er per-
sónulegur stuðningur. Fólk hefur mynd
af barninu og fær sendar einkunnir, bréf
og teikningar frá börnunum,“ segir Guð-
rún.
Allur kostnaður við starfsemi ABC er í
dollurum. Í janúar 2008 var dollarinn á
60 krónur, en ári seinna var hann komin
í 130 krónur. Guðrún segir þetta hafa
verið skelfilegt áfall. „Kannski ekki svo
mikið fyrir skrifstofuna hér heima held-
ur fyrir samstarfsaðilana sem sjá um
börnin,“ segir hún. „Við stóðum til
dæmis mjög tæpt í Kenía og það var
mikil barátta um hvort starfið myndi lifa
af. Það þurfti hreinlega að vísa börnum
frá heimavistinni. Það var kannað vel
hvar skástu aðstæðurnar voru, en mörg
þessara barna voru komin aftur á götuna
eftir að við sendum þau heim, svo við
tókum mörg þeirra aftur inn. Við erum
þarna með götubörn og þetta var orðið
dagaspursmál. Það var að byrja ný önn
haustið 2009 og aðstæður voru gríð-
arlega erfiðar. Við vorum orðin stór-
skuldug þarna úti og alltof lítið sent út af
fjármunum. En þá gerðist kraftaverk.
Við vorum búin að biðja og biðja – það er
nú það sem maður gerir þegar maður
ræður ekki við aðstæður. Þá er eina úr-
ræðið að biðja. Þegar önnin var að hefjast
sendi Þórunn mér tölvupóst sem ég
sendi áfram á stuðningsaðila og hann
rataði í fjölmiðla. Það söfnuðust fjórar
milljónir og 300 þúsund í mánaðarleg
framlög,“ segir Guðrún. Frá og með
þessum degi bjargaðist starfið í Kenía og
hefur ekki lent aftur í þessum skuldum.
ABC-skólinn á Íslandi
ABC-skólinn hefur verið starfræktur í
tæp tvö ár og markmið kennslunnar er
að auka þekkingu á þróunarhjálp og
málefnum er varða hjálparstörf í þróun-
arlöndum Skólinn er kjörinn fyrir þá
sem vilja taka virkan þátt í hjálparstarfi.
Skólinn stendur yfir í 10 vikur og svo
býðst nemendum að fara í þriggja vikna
vettvangsferð til Kenía. Nú þegar hafa
sjötíu manns útskrifast úr skólanum.
„Það hefur gefið fólki gríðarlega mikið
að koma í þennan skóla, ég tala nú ekki
um þá sem hafa haft tækifæri til að fara í
vettvangsferðina,“ segir Guðrún. „Við
viljum sjá miklu fleiri nemendur. Við
viljum að allir komist í skólann og að
hann sé ódýr. Ástæðan fyrir því að við
getum haft þetta svona ódýrt er að allir
kennarar gefa vinnuna sína. Við erum
með nokkra lækna með okkur, sem
kenna næringar- og sjúkdómafræði, sál-
fræðinga, mannfræðinga, kennslufræð-
inga og þróunarfræðinga og fólk með alls
konar reynslu af starfi á vettvangi. Við
leggjum mikla áherslu á það í skólanum
að undirbúa fólk undir vettvangsferðina.
Það heyrir sögur og skoðar myndir og
þeir sem hafa farið lýsa aðstæðum,“ segir
Guðrún. Á www.abcskolinn.is er hægt
að sjá tilgang og markmið með skól-
anum.
En hverjar eru framtíðarhorfur þessara
barna sem hafa verið styrkt í gegnum
starfið, geta þau brotið sér leið út úr
þessum hörmungum?
„Það er náttúrlega ákveðin hjálp í því
að komast í gegnum grunnskóla en það
er ekki nægilega góð menntun til að fá
góða vinnu,“ segir Guðrún. „Þess vegna
reynum við eins og við getum að koma
börnum í framhaldsnám eða í verklegt
nám. Í Úganda erum við til dæmis með
verkmenntaskóla og sá sem hefur verið
að byggja skóla fyrir okkur undanfarið
útskrifaðist úr okkar skóla, hann er bú-
inn að stofna fyrirtæki og ráða aðra
starfsmenn. Hann var barnahermaður
áður en hann kom til okkar og var því
bjargað úr hörmulegum aðstæðum..
Á Filippseyjum höfum við verið að
styrkja börn í alls konar nám. Við vorum
að opna nýjan skóla þar og forsvars-
mönnum bæjarins, þar sem skólinn var
reistur, var boðið að vera við opnunina.
Þá kom í ljós að einn yfirmannanna var
fyrrverandi styrktarbarn og var styrktur
frá Íslandi í gegnum þetta starf. Þetta
kom skemmtilega á óvart,“ segir Guðrún
og brosir.
Guðrún er óþreyjufull, vill áorka
meiru og segir að lokum: „Mér finnst al-
veg skelfilegt að vera bara með þessi tólf
þúsund börn þegar ég veit af öllum þess-
um fjölda götubarna. Framtíðarsýnin er
rosalega metnaðarfull. Ég vil að öll götu-
börn eignist heimili. Ég þykist þó vita að
það sé ekkert sérlega raunhæf framtíð-
arsýn. En ég hef bara svo mikla trú á því
að Guð geti gert óvenjulega hluti í gegn-
um venjulegt fólk.“
Guðrún Margrét með börnum á heimili ABC í Líberíu í janúar 2011.
Guðrún Margrét með börnum í einum ABC-skólanum í Pakistan í október 2010.Morgunblaðið/Ómar
Skannaðu kóðann til
að skoða hvernig þú
getur stutt barn gegn-
um ABC-barnahjálp.