SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 2
2 10. júlí 2011
8 Djókur á móti bragði
Novak Djoković er nýja stjarnan í tennisheimum.
21 Dularfullt og drungalegt
Dökk og drungaleg stórborgarstemning ríkti á hátískusýningu Chanel.
26 Fetað í hófför Maurers
Niðjar Konrads Maurers heimsækja Ísland.
31 Les íþróttasíðurnar fyrst
Óskar Þór Halldórsson á Akureyri opnar fjölskyldualbúmið.
32 Barátta upp á líf og dauða
Guðrún Margrét Pálsdóttir stofnaði ABC-barnahjálp fyrir rúmum tveim-
ur áratugum og eru samtökin með 12.000
börn í sinni umsjá.
36 Matur er samvera
Krökkum finnst matseld jafn skemmtileg og
tölvuleikir, að mati Guðmundar Finn-
bogasonar, heimilisfræðikennara í Laug-
arnesskóla.
40 Ætar tilraunir
Tilraunamennska í eldhúsinu er skemmtileg. Spennandi er að sjá
hvernig útkoman verður en ætíð er vonast eftir góðu bragði.
Lesbók
42 Samhljómar líðandi …
Kolumba nefnist safn erkibiskupsdæmis Kölnar, stofnað 1853. Því
var reist nýtt aðsetur í rústum gotneskrar kirkju heilags Kolumba.
43 Að fanga samtímann
Þankar Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar.
34
Við mælum með
10. júlí
Í tilefni af safnadeginum verður
sérstök dagskrá í Lækningaminja-
og lyfjafræðisafninu á Seltjarnar-
nesi. Birgir Jóhann Jóhannsson
tannlæknir verður með leiðsögn
um tannheilsu og tannlækna-
minjar. Leiðsögn verður um Urta-
garðinn í Nesi og þá verður
„þrautaganga“ um söfnin fyrir börn
og fjölskyldur þeirra. Dagskrá er á
vefsíðu Lækningaminjasafnsins.
Leiðsögn á Nesi
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina er af Björk eftir Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matadin.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
24
Augnablikið
Í
öllum þeim hraða og látum sem fylgja því að
vera nútímamaður er mikilvægt að gæta
þess að hverfa reglubundið inn í fagran lista-
heim. Og þegar maður kveður þann heim
tímabundið til að snúa aftur inn í hávaðaheiminn
þá býr maður ennþá að þeirri gleði og sátt sem
listin færði manni. Sennilega eru sannir listamenn
eitt það allrabesta sem til er á þessu jarðríki því
þeir auðga líf okkar hinna svo rækilega.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristinn Sig-
mundsson héldu tónleika í Hörpu fyrir nokkru þar
sem þeir fluttu Vetrarferðina eftir Schubert. Þeir
félagar héldu reyndar ekki bara tónleika, heldur
fengu tónleikagestir að mæta á opna æfingu og
hlusta á listamennina útskýra verkið og flytja tón-
dæmi.
Stundum hafa listamenn ekki mikið að segja um
eigin list og þau verk sem þeir fást við. Þetta eru
kannski frábærir listamenn, en það á ekki við þá
að tjá sig mikið um það sem þeir eru að gera.
Víkingur Heiðar og Kristinn höfðu hins vegar
nóg að segja. Þeir voru eins og innblásnir af Vetr-
arferð Schuberts, sem þeir telja með sanni vera
mikið snilldarverk og höfðu greinilega lagst í all-
nokkra rannsókn á því. Þeir höfðu nægilegt sjálfs-
traust og greind til að túlka verkið á sinn hátt og
miðluðu sýn sinni til áheyrenda á skemmtilega
kumpánlegan hátt, enda hafa þeir góðan húmor.
Þessi opna æfing átti að standa í klukkutíma en
tímarnir urðu tveir, enda lá listamönnunum ekk-
ert á og áheyrendur vildu ekki sleppa þeim. Undir
lokin var manni farið að þykja undurvænt um
Schubert, en hugsaði líka með sér hversu heppið
tónskáldið væri að eiga umboðsmenn eins og
þessa, sem miðluðu snilld hans á svo sannfærandi
hátt, bæði í tali og tónum.
Þarna voru reyndar samankomnir þrír snill-
ingar: Höfundurinn Schubert, sem er löngu látinn
en lifir kraftmiklu lífi í tónlist sinni, söngvarinn
Kristinn og pínaóleikarinn Víkingur Heiðar. Þegar
allir þessi snillingar lögðu saman var útkoman slík
að nokkrum sinnum mátti heyra áheyrendur kalla
í hrifningu: Vá! Vá!
Bravó! Bravó! heyrðist svo hvað eftir annað í lok
sjálfra tónleikanna í Hörpu sem voru mikil upp-
lifun fyrir alla þá sem þar voru. Vetrarferðin er
verk þar sem maður gerir ráð fyrir að einsöngv-
arinn eigi sviðið og píanóleikarinn sé auðmjúkur
undirleikari sem þjóni söngvaranum. Þetta fór
ekki alveg þannig. Túlkun Kristins á vegferð hins
þjáða manns var einstaklega sterk og áhrifamikil.
En það sama má segja um leik Víkings Heiðars á
píanóið. Hvað eftir annað fann maður áheyrendur
taka andköf af hrifningu vegna þeirra tóna sem
honum tókst að skapa. Þarna var á ferð hrífandi
samspil.
Það verður brunað í næstu plötubúð þegar disk-
ur með flutningi þeirra félaga á Vetrarferðinni
verður settur á markað.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Víkingur Heiðar og Kristinn Sigmundsson fluttu Vetrarferð Schuberts á ógleymanlegan hátt.
Morgunblaðið/Ernir
Hrífandi samspil
9. júlí
Árleg djasshátíð
í Skógum undir
Eyjafjöllum, Jazz
undir fjöllum,
haldin í áttunda
sinn. Alls verða haldnir 5 tónleikar
á hátíðinni í ár en þema hennar
verður sunnlenskur djass.
10. júlí
Íslenski safn-
adagurinn hald-
inn hátíðlegur.
Frítt er inn á
söfn landsins
og sérstakir við-
burðir á sumum söfnum. Það er
Safnaráð sem stendur fyrir deg-
inum.
13. júlí
Bjarni Arason syngur trúarlega
söngva Elvis Presley ásamt hópi
söngvara og tónlistarmanna í Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti.
www.jonogoskar.is laugavegur / Smáralind / Kringlan
trúlofunarhringar
falleg minning á fingur