SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 29
10. júlí 2011 29
földuðust t.a.m. veðlán Seðlabankans til
bankanna, sjá 2. mynd.
Viðbrögð bankanna við skellinum 2006
voru að upplýsingagjöf til erlendra aðila
var öll aukin, eitthvað var hægt á útlána-
starfsemi, eins og sést þegar stærð efna-
hagsreiknings, mæld í erlendum gjald-
miðlum, er skoðuð, og menn urðu
varkárari um stund, sjá 1. mynd. Bagalegt
var þó að stjórnvöld skyldu ekki bæta eft-
irlit með bankakerfinu og fjármálalegum
stöðugleika með því að sameina Fjár-
málaeftirlitið og Seðlabankann, eins og
meðal annars ég og prófessor Fredrick
Mishkin lögðum til snemma vors 2006.
Veðlán Seðlabanka héldust nokkuð
stöðug allt árið 2006. Líður nú fram á mitt
ár 2007 en þá urðu tveir atburðir sem
mörkuðu tímamót. Annars vegar var það
afskráning Actavis úr Kauphöllinni en sú
sala leiddi inn í landið gríðarlega fjár-
muni. Heildarverðmæti viðskiptanna
voru um 880 milljarðar króna á núvirði
(5,3 milljarðar evra) og hafa þau verið
kölluð stærstu viðskipti Íslandssögunnar.
Menn misstu algjörlega stjórn á hlutunum
í kjölfarið – um stund ríkti algjört oflæti
meðal fjárfesta. Hinn atburðurinn varð í
júlí þegar tryggingarálag á Bear Stearns
rauk upp í kjölfar þess að fréttir bárust af
því að vogunarsjóðir fyrirtækisins ættu í
vanda. Júlí 2007 markar hið formlega
upphaf fjármálakreppunnar í heiminum
þrátt fyrir að hún næði ekki hámarki fyrr
en rúmu ári seinna í kjölfar falls Lehman
Brothers 15. september 2008. Hugsanlegt
er þó að önnur bylgja fjármálakrepp-
unnar sé nú að skella á okkur sem gæti
orðið enn afdrifaríkari og langvinnari. Nú
í formi skuldakreppu Evrópusambands-
ríkja.
Eftir að fjármálakreppan fór að bíta af
alvöru erlendis haustið 2007 varð mun
erfiðara um fjármögnun fyrir eignar-
haldsfélögin sem og bankana. Fjár-
mögnun leitaði í stöðugt óhefðbundnari
farvegi. Eignarhaldsfélögin mættu veð-
köllum og þeim voru allar bjargir bann-
aðar. Erlend lán þurfti að greiða upp og til
þess þurfti að herja á íslensku bankana
sem stóðu frammi fyrir því að annaðhvort
lána fyrirtækjunum eða hætta á að láta
þau fara á hausinn og sogast á eftir þeim.
Eignaverð hafði hrunið og ómögulegt að
vinda ofan af efnahagsreikningi fyr-
irtækjanna. Í þessu andrúmsloft gerðust
margir þeirra atburða sem mest eru
gagnrýndir í dag.
Til að taka við lánum eignarhaldsfélag-
anna þurftu bankarnir enn að stækka
efnahagsreikninga sína og það á sama
tíma og fjármögnun bankanna erlendis
var að lokast. Seðlabanki Íslands og
Seðlabanki Evrópu gegndu stöðugt mik-
ilvægara hlutverki sem lánveitendur til
bankanna auk þess sem Icesave- og
Edge-innlánin fjármögnuðu endur-
greiðslu lána. Í upphafi árs 2008 voru
veðlán Seðlabanka Íslands og Evrópu um
400 milljarðar að núvirði en voru komin í
um 1.600 milljarða í lok september sama
ár.
Í byrjun árs 2008 hófu íslensku bank-
arnir að fjármagna sig í miklum mæli í
Seðlabanka Evrópu við litla hrifningu
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra
Evrópu. Seðlabankinn í Lúxemborg var
sérstaklega notaður í þessum viðskiptum.
Í maí 2008 varð fjármögnun Seðlabanka
Evrópu hærri að krónutölu en Seðlabanka
Íslands og hélst það þannig allt þar til
bankarnir féllu, sjá 3. mynd. Bréfin sem
notuð voru í viðskiptunum voru bæði það
sem kallað er varin bréf sem byggðust
m.a. á húsnæðisbréfum, ríkisbréfum og
skuldum fyrirtækja sem og ótryggð bréf.
Bar þar mikið á ástarbréfunum svoköll-
uðu. Að stofni til er hægt að segja að
verðbréfasöfn þau sem Evrópski seðla-
bankinn tók við í endurhverfum við-
skiptum við íslensku bankana hafi verið
af sama meiði og bréfin sem Seðlabanki
Íslands tók við í viðskiptum sínum, nema
þau voru skráð í evrum, a.m.k. að nafn-
inu til. Það er því rangt sem haldið hefur
verið fram að Seðlabanki Íslands hafi fylgt
öðrum reglum en aðrir seðlabankar í við-
skiptum sínum við íslensku bankana.
Ástarbréfin
Ástarbréfin svokölluðu eru kapítuli út af
fyrir sig. Bréfin fengu nafnið vegna sam-
vinnu bankanna við að fjármagna sig í
endurhverfum viðskiptum í bönkum og
seðlabönkum. Innanlands voru litlu
bankarnir oftar enn ekki notaðir sem
milliliðir í þessum viðskiptum og þá sér-
staklega Icebank. Viðskiptin fóru þannig
fram að einhver bankanna þriggja gaf út
skuldabréfaflokk sem uppfyllti skilyrði
sem veðandlag í endurhverfum við-
skiptum við SÍ. Skilyrðin voru m.a. að
það væri viðskiptavakt með bréfin í
Kauphöllinni og að bréfin næðu tiltekinni
lágmarkseinkunn hvað varðar lánshæfis-
mat hjá Standard & Poor‘s, Moody‘s eða
Fitch. Einhver hinna bankanna keypti
bréf af bankanum sem gaf þau út. Sá fór
með bréfin í Seðlabankann og notaði þau
sem veðandlag í endurhverfum við-
skiptum og fékk í staðinn krónur sem
hann síðan notaði til að borga útgefand-
anum fyrir bréfin. Viðskiptamódelið var
að bréfin báru hærri vexti en lán Seðla-
bankans og hirti miðlarinn vaxtamuninn.
Viðskiptin við Seðlabanka Evrópu og er-
lenda viðskiptabanka gengu í megin-
atriðum eins fyrir sig.
Vorið 2008 hófst vinna við að reyna að
vinda ofan af þessum viðskiptum, bæði í
Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evr-
ópu. Send voru tilmæli til fjármálastofn-
ana um hvernig bankabréfin myndu inn-
an skamms einungis geta staðið fyrir 50%
lána í endurhverfum viðskiptum í stað
95% áður. Viðbrögð fjármálafyrirtækj-
anna voru á einn veg. Þau sögðu að þessi
ráðstöfun myndi ógna mjög stöðugleika
kerfisins sem var mjög viðkvæmt um
þessar mundir. Peningamarkaðurinn var
t.a.m. meira og minna frosinn vorið 2008
og litlu bankarnir héldu í sér lífinu með
daglánum frá fyrirtækjum og stofnunum
sem báru allt að 25% vexti. Að minnka
krónur í kerfinu með því að minnka útlán
í endurhverfum viðskiptum hefði verið
dauðadómur, sérstaklega yfir litlu bönk-
unum. Seðlabankinn hvarf því frá þessari
fyrirætlan sinni í bili – bankinn var flækt-
ur í neti sem hann gat ekki losað sig úr.
Sama gilti um Seðlabanka Evrópu sem
stöðugt hótaði bönkunum en gat síðan
ekki staðið við stóru orðin þar sem bank-
inn gat með engu móti verið ábyrgur fyrir
því að bankakerfið íslenska færi á hliðina
fremur en Seðlabanki Íslands. Þegar mest
var nam áhætta Seðlabanka Lúxemborgar
vegna íslensku bankanna um 25% af
heildarútlánum bankans. Tilraunir Jean-
Claude Trichet til að fá Íslendinga til að
kalla Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til hjálpar
vorið 2008 má því hugsanlega skoða í því
ljósi að hann væri að gera tilraunir til að
minnka áhættu Seðlabanka Lúxemborgar
og Seðlabanka Evrópu vegna mikilla lána
til íslensku bankanna fremur en að um
sérstaka góðvild hafi verið að ræða.
Efnahagsreikningur
seðlabanka
Óhjákvæmilegur fylgifiskur fjár-
málakreppu er að efnahagsreikningur
seðlabanka viðkomandi lands þenst út.
Þetta stafar af hlutverki seðlabanka sem
lánveitanda til þrautavara og því að þegar
lausafjárskortur verður í kerfinu þá dæla
þeir peningum inn í bankakerfin í við-
leitni sinni til að koma á fjármálalegum
stöðugleika. Seðlabankar nota endur-
hverf viðskipti til að auka peningamagnið
eins og lýst er hér að framan. Jafnframt er
um að ræða sértækar aðgerðir eins og
TARP í Bandaríkjunum og neyðarsjóðinn í
Evrópusambandinu og kemur þar beint
til kasta fjárveitingarvaldsins að ákvarða
hve mikið á að aðstoða bankana. Hér á
landi var þessi leið ekki farin. Lausafé var
fyrst og fremst sett inn í kerfið með veð-
lánum Seðlabankans.
Athyglisvert er að skoða hvernig efna-
hagsreikningar nokkurra seðlabanka
þöndust út í upphafi fjármálakrepp-
unnar, sjá 4. mynd. Eins og sjá má marg-
faldaðist efnahagsreikningur bankanna í
september 2008 eftir fall Lehman Brot-
hers. Dælt var eins miklu lausu fé inn í
bankakerfin og ráðlegt þótti til að koma í
veg fyrir bankahrun. Á óvart kemur að
Seðlabanki Svíþjóðar þandist nærri jafn
mikið út hlutfallslega og Seðlabanki Ís-
lands. Var það fyrst og fremst gert til að
bjarga sænskum bönkum sem höfðu lán-
að óhóflega til Eystrasaltslandanna. Jafn-
framt er ljóst af myndinni hve vanda-
málin voru mikil í Bretlandi en Gordon
Brown lýsti því síðar að heimurinn hefði
horft í djúpið þessa örlagaríku daga í lok
september 2008. Engu hefði mátt muna.
Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna
stækkuðu hinsvegar ekki jafn mikið hlut-
fallslega þar sem aðalráðstafanir þeirra
voru gerðar utan efnahagsreiknings
bankanna.
Þá sýnir 4. mynd jafnframt að efna-
hagsreikningur Seðlabanka Íslands byrj-
aði mun fyrr að þenjast út en reikningar
hinna bankanna eða strax í byrjun árs
2008 og endurspeglar það þá þróun veð-
lána sem lýst er hér að framan – erfiðleik-
arnir byrjuðu fyrr á Íslandi en annars
staðar – auk þess sem gjaldeyrisvarasjóð-
urinn óx mjög hratt síðari hluta ársins
2008.
Hvert verður hið
raunverulega tap?
Við fall bankanna námu lán sem veitt
höfðu verið gegn veði í ótryggðum bréf-
um bankanna um 345 milljörðum króna.
Ríkissjóður keypti þessi bréf af Seðla-
bankanum á 270 milljarða með 5 ára
verðtryggðu skuldabréfi. Seðlabankinn
afskrifaði því 75 milljarða beint vegna
veðlánanna. Upphæðin sem ríkið keypti
var síðan afskrifuð í ríkisreikningi um 180
milljarða. Um 90 milljarðar sem þá stóðu
eftir voru síðan seldir til Eignasafns
Seðlabanka Íslands. Eignasafnið inni-
heldur nú allar kröfur á föllnu bankana.
Óvænt hliðarverkun af þessum snúningi
er að lausafjárstaða ríkissjóðs batnaði um
90 milljarða króna.
Ótryggðar kröfur á Landsbankann eru
taldar verðlausar í dag en kröfur á Kaup-
þing og Glitni eru taldar geta gefið á bilinu
25-30% af nafnverði. Ef kröfur á allar
bankastofnanir eru undir er talið að end-
urheimtur Eignasafns Seðlabankans geti
orðið allt að 20% af nafnverði. Þá er ótal-
inn hagnaður af ýmsum fjármálagjörn-
ingum sem Seðlabankinn heldur á, s.s.
Avens-vafningnum, sem hafa gefið eða
munu gefa tuga milljarða hagnað. Talið er
að Eignasafn Seðlabankans muni a.m.k.
fá til baka þá 90 milljarða sem keyptir
voru af ríkissjóði. Varfærið mat gæti því
verið að um 100-150 milljarðar af 345
milljörðunum sem Seðlabankinn lánaði
ótryggt muni endurheimtast. Tap Seðla-
bankans og ríkissjóðs af bankahruninu
vegna lána Seðlabankans gæti því legið á
bilinu 195 til 245 milljarðar sem nemur
13-16% af landsframleiðslu.
Hitt er annað mál og ekki úr vegi að
spyrja: af hverju ríkissjóður keypti
ótryggðu skuldirnar af Seðlabankanum
afskrifaði þær og seldi aftur til Eignasýslu
Seðlabanka Íslands? Hvað er að því að
seðlabanki sé með neikvætt eigið fé í
þeirri mynt sem hann sýslar með? Auð-
vitað þarf seðlabanki að eiga gjaldeyris-
varasjóð en það skiptir engu máli hvort
eign í krónum er jákvæð eða neikvæð –
seðlabanki hefur peningaprentunar-
valdið.
Niðurlag
Þegar horft er í baksýnisspegilinn með þá
vitneskju sem tíminn gefur mönnunum
er ljóst er að stjórnvöld, eftirlitsstofnanir
og fjölmiðlar flutu sofandi að feigðarósi á
meðan bankakerfið óx okkur yfir höfuð.
Mönnum hefði átt að vera ljóst að stærð
bankanna yfirgnæfði algjörlega getu
Seðlabankans og ríkissjóðs til að koma
þeim til hjálpar ef eitthvað bæri út af. En
þetta er liðin tíð og lítið er hægt að fást
um hana. Vitneskjan sem við höfum í dag
snýr ekki við þeirri ógæfuþróun sem varð
síðustu árin fyrir bankahrunið og því er
best að horfa fram á veginn – það er engin
sérstök sæmd falin í því að vera vitur eftir
á. Efnahagsleg velferð almennings verður
ekki tryggð með rógi, sundurlyndi og
vantrú – hún verður eingöngu tryggð
með heilbrigðri sýn á framtíðina og sam-
takamætti.
Ég hef í þessari grein farið nokkuð ná-
kvæmlega yfir aðdraganda og ástæður
þess að Seðlabanki Íslands tapaði á bilinu
195 til 245 milljörðum vegna falls íslensku
bankanna. Þær ófyrirséðu og fordæma-
lausu aðstæður sem komu upp á Íslandi á
árunum í aðdraganda hrunsins er erfitt að
skilja. Þeir sem láta hvað hæst segjast nú
hafa séð allt fyrir og haft ráð undir rifi
hverju. Jafnframt ýkja sumir mjög at-
burðina og nafngreina einstaklinga hik-
laust og fordæma. Þetta fólk hefur engar
tilraunir gert til að skilja hvað gerðist hér
á Íslandi í raun og kannski þjónar það
ekki hagsmunum þess. Þetta fólk vil rugla
umræðuna í þeim tilgangi að koma að
hugmyndum sem standast enga skoðun.
Eftir framangreinda umfjöllun verður
hver að dæma fyrir sig hvort starfsmenn
Seðlabanka Ísland hafi verið þeir glópar
sem sumir vilja vera láta þegar fjallað er
um töp Seðlabanka Íslands af fjár-
málakreppunni. Það má líka hafa í huga
að fleiri en starfsmenn Seðlabanka Íslands
og Seðlabanka Evrópu sáu hrunið ekki
fyrir. Á tímabilinu 7. október 2005 til 29.
september 2008 áttu sér stað vaxtamun-
arviðskipti við erlendar bankastofnanir
fyrir um 700 milljarða króna. Bankarnir
íslensku voru milliliðir í þessum við-
skiptum og gátu með þeim fjármagnað
sig. Erlendir aðilar sem tóku þátt í við-
skiptunum voru margir og ólíkir. Þar má
nefna Alþjóðabankann, Evrópska fjár-
festingarbankann, austurríska ríkið,
Norræna fjárfestingarbankann, Toyota,
UBS, HSBC, Barkleys og Deutsche Bank.
Kannski ættum við að gera þá kröfu að
forráðamenn allra þessara stofnana verði
dregnir í landsdóm fyrir að sjá ekki hrun-
ið fyrir!
Höfundur er prófessor og alþingismaður.
Morgunblaðið/Ómar