SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 39
10. júlí 2011 39
sumir við að nokkur tími geti liðið þar til aftur verði ráðist í svo
mikla framkvæmd,“ sagði Morgunblaðið þegar framkvæmdum lauk.
Brúin er sú lengsta á Ísland, 880 metra löng, þó upphaflega hafi
hún verið 904 m, en brúin styttist þegar skemmdir hlutar hennar
voru endurbyggðir eftir jökulhlaupið 1996. Þá skolaði austara hluta
hennar út og landfestingin vestan megin hrundi einnig. Brúin yfir
Gígjukvísl, vestar á sandinum, eyðilagðist þá algjörlega. Nú er raunar
svo komið að Skeiðará og kvíslin sem kennd er við Gígju falla saman
til sjávar og aðeins Morsá og smálækir renna undir hið mikla mann-
virki, sem Skeiðarárbrú er.
Samstaða náðist meðal þjóðarinnar um gerð hringvegar, meira að
segja svo að fólk lét sparifé sitt af hendi rakna þegar efnt var til
skuldabréfahappadrættis til styrktar málinu. Í vinningspotti hvers
árs voru 4% af heildarfjárhæð en þeir sem skuldabréfin keyptu fengu
þau endurgreidd með verðbótum tíu árum síðar.
„Það má sjálfsagt deila um hvort þetta sé heppileg stefna til þess að
fjármagna ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir. Það getur verið að
þetta ali um of upp í mönnum vissan happdrættishugsunarhátt … Á
hinn bóginn er … í öllum tilfellum um að ræða fjáröflun til mjög nyt-
samlegra hluta, fjáröflun sem ríkið hefði ekki komist hjá,“ sagði
Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra þegar mál þetta var rætt á
Alþingi haustið 1974.
Og nú stendur allt fast og engar atvinnuskapandi stórframkvæmd-
ir eru í augsýn. Er lánaleikur og lukkuspil eins og gerðist fyrir bráð-
um fjörutíu árum lausnin í málinu – þannig að leggja megi nýjan
Suðurlandsveg, byggja brýr og grafa göng?
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Er lánaleikur
og lukkuspil
eins og gerðist
fyrir bráðum fjörutíu
árum lausnin í mál-
inu?
Ólafur
Jóhannesson
stöðugt verið að enduruppgötva hana, eða kannski
frekar að hún hafi aldrei farið alveg úr tísku. Henni
hefur allavega tekist að vera töff miklu lengur en
samtíðarfólk hennar.
Fyrir utan alla sigrana í tískuheiminum hefur
hún átt marga sigra á hvíta tjaldinu, ekki síst í
óháðum myndum. Á tíunda áratugnum vann hún
gjarnan með þáverandi kærasta sínum, kvik-
myndagerðarmanninum Harmony Korine, en
hann skrifaði handritið að Kids og leikstýrði
Gummo en myndirnar voru báðar umdeildar. Se-
vigny lék í Boys Don’t Cry og var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Leik-
konan velur sér ekki auðveldustu eða
dæmigerðustu hlutverkin. Nýjasta hlutverk henn-
ar er „transgender“ leigumorðingi í þáttunum Hit
and Miss. Það sem Sevigny tekur sér fyrir hendur
er að minnsta kosti alltaf áhugavert.
Sevigny ásamt leikurunum Tildu Swinton og Hayden Christensen en þau mættu öll á tískusýningu fatamerk-
isins Hugo by Hugo Boss á tískuvikunni í Berlín í janúar á þessu ári.
’
Vinsældirnar má rekja
til þess að kaupendur
fatalínunnar vonast til að
öðlast það sem leikkonan býr
yfir, að vera töff án þess að virð-
ast þurfa að hafa neitt fyrir því.
Með gamla kærastanum Harmony Korine.
Þrettan ára belgískur strákur var
handtekinn ásamt móður sinni fyrir
að stela strumpum í stórverslun
nærri Ghent. Móðirin fylgdist með
á meðan drengurinn tróð fjölmörg-
um strumpaleikföngum innundir
peysuna sína og þvínæst yfirgáfu
þau verslunina. Stuldurinn náðist á
eftirlitsmyndavélar og var því hægt
að bera kennsl á mæðginin og náð-
ust þau fljótlega. Verðmæti strumpaða ránsfengsins
var um 100.000 krónur þannig að strumparnir eru
greinilega ekki ódýrir. Það tengist kannski því að í
Hollywood er búið að gera bíómynd um bláu vinina en
hún verður frumsýnd hérlendis um miðjan ágúst.
Strumpað rán
Á þjóðhátíð-
ardegi Banda-
ríkjanna er á
hverju ári haldin
pulsuátskeppni
úti á Coney Island í New York. Í ár borðaði sigurveg-
arinn í karlaflokki, hinn 27 ára Joey „kjálki“ Chestnut,
62 pulsur á tíu mínútum. Hann er enginn nýgræð-
ingur í þessum málum því árið 2009 sló hann metið
og borðaði 69 pulsur í sömu keppni. Sigurvegarinn í
kvennaflokki borðaði 40 pulsur á sama tíma. Sú heit-
ir Sonya Thomas og hefur viðurnefnið svarta ekkjan.
Hún er grönn og af kóreskum ættum og getur borðað
meira en karlmenn sem vega fjórum til fimm sinnum
meira en hún. Chestnut er heldur engin fitubolla en
hann er hávaxinn og tæplega hundrað kíló. Vegleg
verðlaun eru í boði fyrir þetta ofát.
Át 62 pulsur í einu
T
alið er að á Íslandi séu um það bil 12.000 sumarbústaðir,
réttara er kannski að segja frístundahús, því flestir nota
nú „sumarbústaði“ sína allt árið. Frístundahúsin eru í
mörgum tilvikum orðin annað heimili fólks. Með nýrri
fjarskiptatækni og tölvum geta margir stundað vinnu sína í sveit-
inni, í það minnsta að hluta til. Þá eru til í landinu 16.000 hjólhýsi,
tjaldvagnar og fellihýsi. Það má því áætla að um það bil 80 til
90.000 Íslendingar séu næstu vikurnar úti á landsbyggðinni og
njóti fagurrar náttúru, stundi gönguferðir, veiðar og böð í laugum
og heitum pottum. Mikilvægur þáttur í fríinu er að gera vel við sig í
mat og drykk. Langflestir grilla og má segja að það að „grilla“ eða
glóðarsteikja sé matreiðsluaðferð sumarsins. Nú eru á markaðnum
ýmsar gerðir grilla og margskonar útbúnaður tengdur þessari vin-
sælu matreiðsluaðferð sem (hvernig sem á því stendur) karlar hafa
gert að sinni. Þá er hægt að kaupa í verslunum ýmsar tegundir
matvæla, þó aðallega kjöt sem er tilbúið á grillið, eins og það heitir.
Matvæli sem á að glóðarsteikja eru oft sett í kryddlög, þetta er gert
til að maturinn verði bragðmeiri og matvælin fái fallega áferð. Mat-
væli sem eru „tilbúin“ á „grillið“ eru yfirleitt dýrari en óunnin
matvæli. Með því að laga kryddlög-
inn heima áður en farið er í sveitina
má því spara peninga. Gott er að láta
kjöt og raunar einnig fisk liggja í
léttvíni, í víninu eru ýmis efni sem
ýta undir bragð hráefnisins en yf-
irgnæfa það ekki eins og svo margir
tilbúnir kryddlegir gera. Það er því
tilvalið að hella því víni sem verður afgangs á flösku og geyma í ís-
skápnum til betri tíma. Hér kemur uppskrift að afar einföldum
kjúklingarétti sem upplagt er að taka með sér í ferðalagið. Hlutið
kjúkling eða kjúklinga í fjóra hluta og setjið í sterkan plastpoka. Ef
um einn kjúkling er að ræða, skerið þá í sneiðar tvær sítrónur og
eitt stykki chili-pipar og setjið í pokann með kjúklingabitunum.
Kryddið með salti og pipar eftir smekk, hellið svo víni í pokann,
skiptir ekki máli hvort það sé hvítvín eða rauðvín.
Lokið pokanum vel og stingið honum inn í ísskáp, eftir sex tíma
er kjúklingurinn tilbúinn á grillið en hægt er að geyma kjúklinginn
í þessum legi í þrjá daga. Með kjúklingnum er gott að hafa soðin
hrísgrjón, sem bragðbætt hafa verið með kókosmjólk og fínt söx-
uðum kóríander, og svo gott brauð.
Með glóðarsteiktum mat er gjarnan drukkinn bjór og svo auðvit-
að léttvín. Margir taka með sér svo kallað kassavín í sveitina, þetta
eru handhægar umbúðir, vín í kössum þarf ekkert að vera verra en
sambærilegt vín á flöskum. Skemmtileg vín til að njóta á sumrin
eru rósavín, þau eru góður fordrykkur og henta vel í staðinn fyrir
bjór, þau má hafa með fiski jafnt sem með kjöti. Rósvínin eru létt
og snörp og frískleg. Þau eru oftast miðlungi sæt en þurr rósavín
eru þó að sækja í sig veðrið. Rósavín passa einstaklega vel með vel
krydduðum mat og varla er hægt að hugsa sér betra vín til að hafa á
sólpallinum en gott rósavín og þá gjarna freyðivín. Rósavínin eru
frekar vínandasnauð, tilvalið er að blanda saman rósavín og sóda-
vatn í könnu, setja svo frosin vínber í könnuna í staðinn fyrir ís-
mola og svo nokkrar sneiðar af appelsínum og sítrónum, þetta er
fínn sólbaðsdrykkur sem er bragðgóður og tilvalið að bjóða í stað-
inn fyrir bjór.
Fátt er skemmtilegra á góðum sumardegi en að renna fyrir sil-
ung. Víða um land eru ágæt silungsvötn og veiðileyfi í flest þeirra
eru mjög ódýr. Kosturinn við silungsveiðar eru að þær henta allri
fjölskyldunni og þá ekki síst börnunum og þá er nýveiddur sil-
ungur afbragðs matur og svo er alltaf sérstaklega ánægjulegt að
matreiða það sem maður hefur veitt sjálfur. Eftir veiðiferðina er
sjálfsagt að leyfa börnunum að taka þátt í matreiðslunni, veiðar og
matreiðsla bráðarinnar er einstök leið til að njóta íslenskrar nátt-
úru og gæða hennar. Áður en fiskurinn er flakaður og matreiddur
er betra að geyma hann á köldum stað svona í sex tíma. Fiskurinn
verður þá mýkri og bragðmeiri. Silung sem á að glóðarsteikja er
gott að setja í kryddlög, þó ekki of lengi, hæfilegur tími er svona
klukkutími. Hér kemur uppskrift að góðum kryddlegi fyrir silung.
Blandið saman 1/2 dl matarolíu, 1 msk af rifnum sítrónuberki, 1
msk af sítrónusafa, 2 msk sojasósu, 1 tsk tabaco og 1 tsk. af sykri.
Látið flökin liggja í leginum í stofuhita svona í 30 mín. Flökin má
svo glóðarsteikja eða steikja á pönnu. Svo má ekki gleyma því sem
nauðsynlegt er að gera í fríinu, það er að gera ekki neitt, liggja í
heita pottinum eða á pallinum, hlusta á fuglasönginn, sofa út á
morgnana og leggja sig þegar mann langar til, fá sér gott í gogginn
þegar maður er svangur og glas af
góðu víni – ef svo ber undir.
Dagar kæruleysis
og lífsnautna
Sumarbústaðir
Sigmar B. Hauksson
’
Mikilvægur
þáttur
í fríinu er
að gera vel við sig
í mat og drykk.