SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 8

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 8
8 10. júlí 2011 Í hálft fimmta ár, frá febrúar 2004 fram í ágúst 2008, var lítið fjör á toppi heimslistans í tennis. Svisslend- ingurinn Roger Federer sat þar í mestu makindum 237 vikur í röð sem er met. Enginn komst með tærn- ar þar sem hann hafði hælana. Það er engin tilviljun að Federer er sigursælasti tennisleikari allra tíma, hefur unnið sextán stórmót. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras kemur næstur með fjórtán. Það var annað séní, Spánverjinn Rafael Nadal, sem velti Federer úr sessi fyrir þremur árum. Leikur hans var þá með þeim hætti að menn áttu alveg eins von á öðru meti í setu á toppnum. Það fór á annan veg. Federer beit nefnilega í spaðaröndina og skaut Nadal á ný aftur fyrir sig tæpu ári síðar. Bætti í þeirri lotu við sig 48 vikum á toppnum en vék aftur fyrir Na- dal viku áður en hann jafnaði met Samprasar í sam- anlagðri setu á toppi listans, 286 vikur. Nadal vermdi svo toppsætið í rúmt ár eða þangað til Djoko- vić hafði sætaskipti við hann í byrjun vikunnar. Fede- rer er nú í þriðja sæti listans. Það er ekki lítið afrek hjá Djoković að hafa skotið bæði Federer og Nadal aftur fyrir sig en báðir eru í hópi fremstu tennisleikara sem sögur fara af. Margt bendir til þess að Federer, sem verður þrí- tugur í næsta mánuði, sé á niðurleið enda þótt ógætilegt væri að afskrifa hann alfarið í baráttunni um toppsætið á komandi misserum. Leirkóngurinn Nadal er hins vegar aðeins 25 ára og hefur örugglega áform um að skipa sér aftur í öndvegi – sem fyrst. Tennisunnendur brenna í skinninu að fylgjast áfram með baráttu þeirra félaga á vellinum. Skaut goðsögnunum ref fyrir rass Djoković smellir einum blautum á Wimbledonbikarinn. Reuters Hvernig ætli Rafael Nadal kunni við sig í skugganum? Reuters H ann var fjögurra ára en svo vand- lega var pakkað niður í tennis- töskuna að ætla mátti að hann væri á leið á æfingu með atvinnumönn- um í greininni. „Hver pakkaði niður í töskuna þína, hróið mitt?“ spurði þjálfarinn forvitinn. Svarið var stutt og laggott: „Ég sjálfur.“ Þjálf- arinn mældi þennan snaggaralega pilt út með augunum og spurði aftur: „Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?“ Aftur var svarið hreint og beint: „Besti tennisleikari í heimi!“ Um síðustu helgi, réttum tuttugu árum síðar, náði Serbinn Novak Djoković markmiði sínu. Hann hefur höggvið nærri því á umliðnum mánuðum en eftir sigurinn á Spánverjanum Rafael Nadal á Wimbledon-mótinu var efsta sætið á styrkleikalistanum sannarlega hans. Hápunkturinn á mögnuðu ári, þar sem Djoko- vić hefur aðeins tapað einum leik af 49 sem hann hefur leikið, gegn Roger Federer í undan- úrslitum Opna franska meistaramótsins. Fram að því hafði kappinn unnið 43 leiki í röð sem er þriðji besti árangur sögunnar. Aðeins Guill- ermo Villas (46 leikir 1977) og Ivan Lendl (44 leikir 1981-82) hafa gert betur. Wimbledonsigurinn er annað stórmótið sem Djoković vinnur á árinu, hitt var Opna ástr- alska meistaramótið en alls hefur hann farið með sigur af hólmi á þremur stórmótum á ferl- inum. Vann Opna ástralska líka árið 2008. Djoković er fyrsti Serbinn til að vinna stórmót í tennis og viðtökurnar sem hann fékk við heim- komuna eftir sigurinn á Wimbledon staðfesta rækilega að hann er þjóðhetja í Serbíu, skreytt- ur í bak og fyrir af veraldlegum og geistlegum öflum. Til gamans má geta þess að serbneska blús- rokkbandið Zona B sendi á síðasta ári frá sér lag honum til heiðurs, „The Joker“. Sigurinn á Nadal var sérstaklega sætur en Djoković hafði ekki í annan tíma lagt Spánverj- ann á stórmóti. Það var svo dísætur desert að ryðja honum úr efsta sæti heimslistans. Raunar hefur Djoković haft gott tak á Nadal síðasta kastið en þetta var fimmti sigur hans á Spán- verjanum í röð. Hinir komu allir á smærri mót- um en sem kunnugt er hafa hin fjögur stóru, Opna ástralska, franska og bandaríska, auk Wimbledon, sérstöðu í tennisheiminum. Fór tólf ára að heiman Þrátt fyrir vilja og eindreginn metnað var ekki sjálfgefið að Novak Djoković næði takmarki sínu, að verða bestur í heimi. Hann er af fátæku foreldri kominn og var aðeins tólf ára þegar hann var í fyrsta skipti sendur einn að heiman til æfinga í Þýskalandi. Slíkir þóttu hæfileikar drengsins. Foreldrar hans höfðu ekki efni á því að fylgja honum og segir Djoković það hafa verið erfitt í fyrstu en vanist fljótt enda missti hann aldrei sjónar á draumnum. Í Þýskalandi tók Nikola Pilić piltinn undir sinn verndarvæng en hann verður líka fyrsta þjálfaranum sínum heima í Serbíu ævinlega þakklátur, Jelenu Gen- cić – þeirri er tók á móti honum fjögurra ára. Frægasti skjólstæðingur hennar er Monica Seles sem sleit sínum fyrsta spaða einnig í Serbíu. „Jelena kenndi Novak ákveðið viðhorf, ekki bara til íþrótta heldur lífsins í heild,“ segir faðir hans, Srðan Djoković. Djoković byrjaði að keppa á alþjóðavettvangi aðeins fjórtán ára gamall og varð atvinnumaður í greininni sextán ára. Hann komst fyrst í hóp tíu bestu tennisleikara heims, samkvæmt heimslistanum, árið 2007 og hefur velgt þeim bestu hressilega undir uggum síðan – og nú skotið þeim ref fyrir rass. Hann lenti að vísu í svolitlum ógöngum á velli fyrir tveimur árum, einkum með uppgjöfina, en vann sig með bra- vör út úr þeim. Helsti styrkur hans þykir hreyfanleiki og svaðaleg bakhönd. Djoković er fleira til lista lagt en að leika tennis en hann er löngu orðinn víðfrægur inn- an tennishreyfingarinnar fyrir létta lund og af- bragðsvald á eftirhermum. Gerir hann óspart grín að félögum sínum, svo sem Rafael Nadal og Mariu Sharapovu. Þá þykir hann ná John McEnroe upp á tíu. Vakti það mikla kátínu þeg- ar Djoković tók léttan snúning á gamla skap- hundinum áður en þeir léku stuttan sýning- arleik á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Er nema von að félagar hans kalli hann „Djókarann“. Djókur á móti bragði Novak Djoković er nýja stjarnan í tennisheimum Novak Djoković ber sér vígreifur á brjóst í úrslitaleiknum á Wimbledon-mótinu um síðustu helgi. Hann er nýi meistarinn. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Novak Djoković fædd- ist í Belgrað 22. maí 1987. Foreldrar hans, Srðan og Dij- ana, voru bæði keppnisfólk á skíðum og yngri bræður hans tveir, Marko og Ðorðe, hafa báðir sett stefnuna á at- vinnumennsku í tenn- is. Djoković er í sam- búð með Jelenu nokkurri Ristić og búa þau í Monte Carlo. Kominn af keppn- isfólki

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.