SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 19
10. júlí 2011 19
4,9% án uppgreiðsluákvæðis og
4,4% með uppgreiðsluákvæði.
Uppgreiðsluákvæðið er hugsað
þannig að ef þú ætlar að greiða
umframgreiðslur eða ef þú ætl-
ar að greiða lánið upp, greiðir
þú ákveðna uppgreiðsluþóknun
fyrir að vera með lægri vexti.
Teljir þú að þú ætlir að vera
með lánið til lengri tíma og
ætlir ekki að breyta neinu, er
þannig hagkvæmara að velja
lægri vexti. Ef þú ætlar hins
vegar að greiða lánið upp, áttu
alls ekki að taka það. Þetta er
svolítið nýtt fyrirbrigði; þú ert í
rauninni að greiða til baka
þann afslátt sem þú hefur feng-
ið á vöxtunum, þannig að það
kemur í rauninni ekki til bóta
nema að það sé til langs tíma.
Eins og dæmin sýna, þarf
maður að eiga 5-10 milljónir í
eigin fé á milli handanna ætli
maður að taka nýtt lán og því
eru yfirtökur eldri lána yfirleitt
eina leiðin fyrir ungt fólk, ef
það vill komast í eigið húsnæði.
„Við vorum búin að leita mik-
ið,“ segir Jóhann „og við höfð-
um tekið eftir því að ef þú ert
bara með nokkuð snotra eign,
sem búið er að leggja eitthvað í
, þá vekur hún alltaf athygli. En
þar sem bankarnir bjóða ekki
eins hagstæð lán og þeir gerðu
fyrir hrun og veðsetning-
arhámarkið hefur verið lækkað,
er eini möguleikinn í dag fyrir
ungt fólk að yfirtaka áhvílandi
lán, sé það í boði. Maður hefur
fundið fyrir því að þegar eignir
eru á sölu með hagstæðum lán-
um til að taka yfir og það mun-
ar litlu á áhvílandi lánum og
ásettu verði, er þeim sýndur
mikill áhugi þar sem upphæðin
sem borguð yrði í milli við yf-
irtöku er viðráðanlega há,“
segir Jóhann.
Ástþór Reynir Guðmunds-
son, löggildur fasteignasali hjá
Remax, tekur í sama streng og
Jóhann. „Í dag er staða ungs
fólks á fasteignamarkaði svolít-
ið erfið. Ef þú ætlar að taka lán
til fasteignakaupa, þarftu að
eiga 20-30% af markaðsverði
eignarinnar og þá eru yfirtökur
eini kosturinn sem stendur eft-
ir,“ segir Ástþór. „Þessi svo-
kölluðu auðveldu kaup, þ.e.
eignir sem fara á yfirtöku, eru
mjög vinsælar eignir og verðið
á svoleiðis eignum getur haldist
uppi, þar sem þú ert eiginlega
með betri söluvöru en ella,“
segir Ástþór og bætir við að
dæmi séu um að fasteignir sem
eru með lágu veðsetningarhlut-
falli hafi lækkað í verði sökum
óhagstæðrar veðsetningar.
Yfirtökur
Þrjár meginástæður eru fyrir
því að fólk sækist í auknum
mæli eftir því að yfirtaka fast-
eignalán. Í fyrsta lagi voru lán,
sem gefin voru út á árunum
2003 til 2007, á töluvert hag-
stæðari kjörum en gengur og
gerist í dag. Í öðru lagi losna
þeir sem yfirtaka lán við ýmsan
kostnað sem fellur til við lán-
töku, s.s lántökugjald og
stimpilgjald. Aðalástæðan fyrir
yfirtökum er þó, eins og fram
hefur komið, sú, að veðsetn-
ingarhlutföll bankanna hafa
lækkað og þar af leiðandi er
gerð krafa um að fólk hafi
meira eigið fé á milli handanna
þegar það tekur fasteignalán.
Allar þær lánastofnanir sem
Morgunblaðið talaði við, sam-
mæltust um það að hægt væri
að taka yfir veðsettar og yf-
irveðsettar eignir, svo lengi
sem viðkomandi stæðist
greiðslumat. Við hverja og eina
yfirtöku gilda þó mismunandi
skilyrði sem fara eftir því
hvernig málum er háttað hjá
þeim sem koma að málinu, þ.e.
kaupanda og seljanda, og skoða
þarf hvert mál út frá þeim for-
sendum sem gilda í hverju máli
fyrir sig. Óskar Hafnfjörð Auð-
unsson, aðstoðarframkvæmd-
arstjóri viðskiptabankasviðs
Arion banka, bendir þó á að í
einhverjum tilfellum sé verið
að flytja til vandamál. „Það er
ekki hægt að neita því að mjög
stór hluti fasteignaviðskipta í
dag fer fram með þeim hætti að
fólk yfirtekur áhvílandi lán á
eignum. Það má þó ekki
gleyma því að maður er að ein-
hverju leyti að flytja vandamál
til. Þeir sem eru að selja þurfa
væntanlega að kaupa sér aðra
fasteign og þurfa þá að fjár-
Morgunblaðið/Ómar