SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 34
34 10. júlí 2011 Ferðalangar hvíla lúin bein við Goðabungu. Hvílíkt útsýni. M egnið af minni ævi hef ég búið í Vest- mannaeyjum og séð þar af leiðandi bæði Heklu og Eyjafjallajökul, hvort um sig með sínum sérkennum og falleg eru þau. Oft hefur maður látið hugann reika og viljað fara upp á þessi eldfjöll en árin liðu án þess að farið yrði í leiðangur upp á þau. Það var núna í lok júní sem tækifærið gafst og var það nýtt, ekki aðeins upp á annað fjallið heldur upp á þau bæði. Ég fór þriðjudags eftirmiðdag með Herjólfi upp í Land- eyjahöfn og keyrði upp að Hólaskógum (efst í Þjórsárdal), rétt við Búrfellsvirkjun, en þar eru þau Unnar Garðarsson og Solveig Pálmadóttir og sonur hennar Pálmi Jónsson sem tóku á móti mér. Þau reka fyrirtækið Óbyggðaferðir ehf. sem hefur sérhæft sig í því að fara með ferðamenn í ferðir upp á Heklu á fjórhjólum. Lagt var að stað um kl. 21.30 og haldið áleiðis að Heklu, og áð á tveimur stöðum á leiðinni, á fyrri staðnum er fallegur burstabær og þeim seinni er gestabók. Í gestabókina var ritað að í þessari ferð væru 12 manns, sem kæmu frá Íslandi, Frakklandi, Noregi og Vestmannaeyingur, svona til að greina þjóðerni ferða- langa. Kl. rúmlega tólf á miðnætti komum við á topp Heklu sem er 1.491 metri á hæð, smá þokuloft var þar en ágætis útsýni til flestra átta. Stoppað var þar hátt í ½ tíma og boðið var upp á gott, heitt súkkulaði sem bragðaðist með ólíkindum vel þarna uppi. Vegur úr sandi, ösku og möl Aftur var keyrt niður fjallið og haldið sömu leið til baka, þar til komið var yfir Búrfellsvirkjun að beygt var til vinstri og þurfti að fara yfir girðingu og keyrt eftir þröng- um veg sem var gerður úr sandi, ösku og möl, þannig að töluvert ryk var þegar ekið var þar. Þrátt fyrir rykið voru ferðalangarnir ánægðir og glaðir, það er ekki gott að lýsa þessu nema að manni datt í hug að maður væri að keyra á tunglinu, þó svo að ég hafi aldrei ekið þar. Á einum stað var beygt til hægri og eins og í Hollywood-mynd opnaðist vin þarna í eyðimörkinni, Gjáin er hún kölluð, þar renna tveir fossar niður með lækjum og mörgum minni fossum, þarna þrífst gróður vel og var gras og trjárunnar þar áber- andi. Við vorum nokkur sem fórum þarna niður og Unnar sagði okkur að þangað hafi fólk t.d. komið til að láta end- urnýja brúðkaupsheit sín. Þegar komið var aftur að Hólaskógum var farið inn í rútu sem Óbyggðaferðir eiga og boðið upp á súkkulaði og nýbakaða súkkulaðitertu. Þreyttir ferðalangar fóru í hátt- inn um ½4 og sofnuðu fljótt. Ég vaknaði um kl. níu á miðvikudagsmorgun, fékk mér morgunmat og var ferðbúinn um ½11, ég hafði lofað að keyra Fransmennina fjóra, en þetta voru miklir göngu- garpar og stefndu inn í Þórsmörk, ég ók með þá alla leið að Seljalandsfossi. Næsti afleggjari fyrir innan afleggjarann að Seljalands- fossi er Unnar hjá Óbyggðaferðum með aðstöðu sína fyrir ferðir upp á Eyjafjallajökul, en þangað vorum við komin um kl. ½1 og gerðum okkur klár fyrir ferðina upp á jökul- inn. Unnar er með þrjú beltahjól uppi við jökulröndina, þannig að ekki þarf hann nema þrjú fjórhjól til að komast upp að þeim, í ferðum þessum eru fimm farþegar fyrir ut- an hann sjálfan, tveir á hverju hjóli. Kl. hálftvö var lagt af stað upp á Eyjafjöllin, þau sem komu auk okkar Unnars voru Nína Björk Oddsdóttir úr Reykjavík og var hún á hjólinu með mér, Rebeca Gil frá Miami Florida og var hún á hjólinu með Unnari, á þriðja hjólinu voru Espen Christensen frá Lundi í Svíþjóð og Arne Wyller Christensen frá Sola í Noregi. Við keyrðum nokkuð greitt fyrst til að byrja með, fyrst á malbiki og síð- an upp breiðan veginn sem grjótið í Landeyjahöfn var keyrt niður eftir, og áður en komið var að grjótnámunni var beygt til vinstri inn á jeppatroðninga, grýttan og hálf illfæran veg. Leiðin upp að jökulrönd var mun harðari og illfærari en vegirnir upp við Heklu en þeir voru gerðir úr vikri og ösku, og þar af leiðandi mjúkir. Ekki hafði Unnar komist upp á jökul í fimm daga sök- um veðurs og lék honum því forvitni á að vita hve mikið jökullinn hafði hopað og hvernig færðin væri. Þegar við komum að beltahjólunum um sjö mínútur yfir tvö, stóðu þau á grjótinu þar sem snjórinn hafði bráðnað undan þeim. Færðin upp að fyrsta snjó var nokkuð hörð og erfið yfirferðar, en að sama skapi mjög spennandi að fara um. Við komum að sjálfum jöklinum rétt fyrir kl. þrjú og eftir það var auðveldara að keyra beltahjólið, og alla leið upp á topp var keyrt á um 30 til 40 km hraða og gekk ferðin vel og ekki var stoppað fyrr en upp á Goðabungu var komið, en þangað komum við kl. korter yfir þrjú. Vááá hvílíkt út- sýni … í allar áttir. Hekla í norðvestur, suðurlandsund- irlendið til vesturs og Vestmannaeyjar til suðvesturs, Tindfjöll til norðurs og gígurinn sjálfur til austurs. Rúmlega tuttugu ára gamall draumur hafði ræst, ég stóð á hæsta tindi Eyjafjallajökuls sem er 1666 metra hár, veður var gott bjart yfir og útsýnið gott. Það kom mér á óvart hvað gígurinn var stór, það sáum við vel þegar við keyrðum neðar og nær gígnum. Ég hef oft séð gíg Eldfells og Helgafells, en þeir eru örverpi samanborið við þennan gíg. Mikil gufa var frá gígbörmunum og niður eftir gilinu mátti sjá mikla gufu hér og þar. Eins og litla hafmeyjan Keyrt var vestur fyrir Goðabunguna og þar var hitað kaffi handa ferðalöngum og boðið upp á kex og súkkulaðikex, allt þetta rann vel niður hjá okkur, kannski var það hreina fjallaloftið sem var valdur að því. Rebeca Gil frá Flórída settist á íshnullung og á tíma var hún eins og litla haf- meyjan í Danmörku, en þessi hafmey fékk loks óstöðv- andi löngun til að stökkva og gerði það óspart, ef til vill var einhver gleðiþrá að fá útrás hjá henni. Um hálf-fimm var lagt af stað aftur niður, Unnar keyrði upp bratta snjóbrekku við Goðabungu og síðan var haldið af stað niður aftur, ferðin niður gekk vel fyrir sig og vorum við komin niður um kl. sex. Flestir ferðalangar voru þreyttir en ánægðir eftir vel heppnaða ferð og gleðin skein úr hverju andliti. Þegar niður var komið og ég var að klæða mig úr gall- anum var ég að hrósa Unnari fyrir hörku hans að ætla í aðra ferð upp á jökul, þar sem hann hafi lítið sofið um nóttina og búinn að fara eina ferð upp á jökul og þreyta kominn í alla. Stuttu seinna kom Unnar til mín og sagði að hann vantaði einn í ferðina upp á jökul og hvort ég vildi koma með Já, var svarað eins og skot, nei var ekki til í orðabókum mínum á þessari stundu og það þrátt fyrir að strengir væru byrjaðir að koma á skrokk minn hér og þar. Orðlaus að sjá þessa hrikalegu fegurð Rúmlega tuttugu ára gamall draumur hafði ræst, ég stóð á hæsta tindi Eyjafjallajökuls sem er 1666 metra hár, veður var gott, bjart yfir og útsýnið gott. Texti og myndir: Óskar Pétur Friðriksson Margir skemmtilegir fossar og lækir eru í Gjánni og fegurðin er einstök. Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.