SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 16
16 10. júlí 2011
Fyrsta viðritsplatan
Platan Biophilia kemur út í haust, en þar er
engin venjuleg plata á ferðinni. Lög hennar
eru ekki „endanleg“ í viðteknum skiln-
ingi, hlustendur geta unnið með þau áfram
og gefið þeim nýtt og annars konar líf.
Fyrsta smáskífan, „Crystalline“, var t.a.m.
unnin með hliðsjón af viðriti/smáforriti
(app) fyrir iPad-spjaldtölvu og fleiri lög
voru unnin á þann hátt. Auk þess að koma
út á hefðbundnum smáskífum og sem nið-
urhal verða lögin gefin út sem viðrit og
Biophilia er fyrsta skilgreinda viðrits-plata
heims auk þess að vera margmiðl-
unarverkefni þar sem saman koma m.a.
tónleikar, innsetningar og smáforrit. Bi-
ophilia er, líkt og náttúruþemað sem í
hana er bundið, aldei endanleg, hún vex,
dafnar og breytist líkt og náttúran sjálf.
Scott Snibbe listamaður sem hefur unnið
gagngert með viðrit hefur starfað með
Björk síðan í fyrrasumar að verkefninu
sem Björk lýsir sem „Hugleiðingu um
tengsl tónlist, náttúru og tækni“ og er það
líklega kjarnyrtasta lýsingin á þessu marg-
þætta verki sem fram er komin.
Ég kom í borgina á miðvikudagskvöldi
og nýtti það í að koma mér fyrir (og fá mér
að borða á Hard Rock. Plís, ekki spyrja af
hverju). Snemm morguns á fimmtudegi
var ég sestur niður á ítölsku kaffihúsi með
þeim Ásmundi Jónssyni, Smekk-
leysustjóra og samstarfsmanni Bjarkar, og
Grími Atlasyni. tónleikahaldara með
meiru.
Grímur: „Ég er eins og smákrakki.
Hlakka mikið til. Þetta er eitthvað allt allt
annað. Þetta eru tónleikar – en það er spil-
að á hljóðfæri sem hafa aldrei verið til
(hlær). Það er verið samþætta gamla hluti
og nýja. Maður hefur aldrei búist við því að
Björk fari troðnar slóðir en að hún sé að ná
að framkvæma þessa hluti – sem maður
hefur heyrt af – er algerlega ótrúlegt. Ég
hélt að sumt af þessu myndi ekki ganga
upp en svo virðist þó vera.“
Grímur fer mikinn en Ási hinn stóíski
(þrátt fyrir að hafa hesthúsað þrjá kaffi-
bolla) fer að ræða um eina hliðina á verk-
efninu, en það er uppfræðsla og virkjun
ungmenna, en nokkur Manchest-
erungmenni með ólíkan bakgrunn sitja á
daginn í Campfield Market Hall, þar sem
tónleikarnir fara fram, og starfa saman
undir handleiðslu að tónlistarsköpun með
tilstuðlan spjaldtölva m.a.
„Það er verið að tefla saman krökkum á
aldrinum 11 til 14 ára með ólíkan bak-
grunn í þessu samfélagi, þau eru virkjuð
inn í verkefnið,“ segir Ási og getur ekki
leynt hrifningu sinni yfir þessum þætti
verkefnisins. „Ótrúlegir hlutir hafa verið
að gerast þarna. Ólíkir krakkar eru að
koma saman og skapa nýja hluti. 15-16 ára
krakkar eru að vinna með 11 ára krökk-
um. Fimmtán ára bassaleikari datt í frjótt
samstarf með ellefu ára tölvugaur. Þeir
tengdust saman með tónlist. Þarna er ver-
ið að opna á nýjan heim, nýja reynslu fyrir
þessa krakka.“
Pendúlar fjórir
Eftir hressilegt kaffispjall skottumst við
niður á tónleikastað til að kynna okkur
aðstæður. Rætt er við Peter van der Velde,
Hollending sem sér um að fram-
kvæmdastýra tónleikunum en hann hefur
verið í því starfi fyrir Björk í tíu ár auk
þess að vinna með Sigur Rós og Jónsa
t.a.m. Rólegur í fasi, greinilega vel æfður í
því að hafa í mörg horn að líta og redda
hlutum fyrir horn þegar ekki er hægt að
redda þeim fyrir horn. Hann tekur okkur í
smá túr um tónleikasalinn (sjá fylgju). Í
einu horninu situr ungur maður við
kjöltutölvu og reynist það vera Ryan Wi-
stort, vélmennafræðingur frá MIT, sem er
hingað kominn í þeim eina tilgangi að
stilla pendúlana risavöxnu sem eru not-
aðir á áhrifaríkan hátt í einu laganna.
„Það eru fjórir pendúlar sem stjórna
hörpu,“ útskýrir hann fyrir sæmilega
tómum blaðamanni (alltént hvað verk-
fræði varðar). Ég þarf að stilla þá af á
hverjum degi. Ég hef bakgrunn í vél-
mennafræði, ég er ekki hörpustillir
(hlær). Andy (Cavatorta), sá sem bjó þetta
til, réð mig til að sjá um þetta, við vorum í
MIT saman. Ég hugsaði: „Að vinna fyrir
Björk í mánuð? Því ekki!?“
Á bak við hljómborð og tölvudót stend-
ur svo Matt nokkur Robinson, en hann
stökk inn fyrir Damian Taylor á síðustu
stundu, sem er í fæðingarorlofi. Robinson
er vel meðvitaður um að þetta er ekkert
venjulegt dæmi sem hann er hluti af:
„Þetta er ótrúleg blanda af ólíkum hug-
myndum, hátækni saman með lífrænum
hljóðfærum. Það er frábært að fá að taka
þátt í þessu. Björk er einstök og ætli það sé
ekki mesta hrós sem listamanni getur
hlotnast. Hún er alltaf að reyna á þolmörk
þess sem er hægt og hún hefur áhrif á aðra
listamenn. Hún er eirðarlaus – okkur til
heilla!“
Stúlknakórinn góði
Síðar þennan sama dag næ ég í skottið á
Vigdísi Sigurðardóttur, sem er meðlimur í
Graduale Nobili, kórnum sem Björk réð til
að taka þátt í Bíófilíunni. Ekkert ítalskt
kaffihús í þetta sinn, Starbucks var það
heillin (já, ég fíla það!).
„Björk ræddi við Jón Stefánsson (kór-
stjóra) sama dag og við komum heim úr
keppnisferðalagi til Wales í fyrrasumar,“
segir Vigdís um aðkomu kórsins að verk-
efninu. „Við byrjuðum að vinna með
Björk í september síðastliðnum og engin
okkar gerði sér þá grein fyrir því hversu
stórt þetta ætti eftir að verða. Þetta byrj-
aði í raun bara sem plötuvinna, við vissum
ekki að við ættum að vera hluti af tónleik-
unum eða neitt slíkt. Björk var búin að
semja lögin og kórparta fyrir okkur. Þetta
var skrifað út fyrir okkur og svo hefur
þetta verið að taka breytingum á æf-
ingaferlinu, sérstaklega núna þegar við
erum að tilkeyra þetta í Manchester.“
Hún viðurkennir að boðið um þátttök-
una hafi komið flatt upp á sig – sem og
aðra kórfélaga.
„Þegar við heyrðum af þessu fyrst
fannst okkur þetta ótrúlegt. Margar okkar
héldu að þetta væri grín. Það kom upp
mikill spenningur í hópnum og allir voru
mjög æstir í að fá að taka þátt í þessu.
Hópurinn er orðinn mjög þéttur, við eyð-
um miklum tíma saman og stemningin er
orðin sérstök. Ég veit ekki hvort við verð-
um á ferðalagi með Björk næstu þrjú árin,
það er ekkert útséð með það. Æfingar
voru stífar fyrstu dagana þegar við mætt-
um hingað, við þurftum að sjá sviðið fyrir
okkur og hvernig við ættum að bera okk-
ur þar. Tónleikarnir hafa verið að breytast
mikið, við erum að prófa okkur áfram og
sníða af. Þetta ferli hefur þá verið mun
opnara en þegar við syngjum hefðbundin,
klassísk lög. Björk hefur verið mikið á
staðnum og gert viðeigandi breytingar
þegar þess þarf. Ég myndi ekki segja að
við værum að syngja skrítna parta en tón-
bilin eru oft óvenjuleg og krefjast ákveð-
innar færni.“
Persónulega er hún uppnumin af her-
legheitunum, skiljanlega.
„Mér finnst Bíófílían stórkostleg en það
er erfitt að greina hana niður. Ég hef verið
að reyna að útskýra þetta fyrir vinum
mínum og fjölskyldu en það er ekki
hlaupið að því, þetta er það stórt og viða-
mikið. Maður nær varla utan um þetta.
Það sem Björk er að gera núna er alveg
spánnýtt. Mér finnst ég vera að taka þátt í
einhverju mjög svo frumlegu, einhverju
sem á eftir að vísa veginn. Það er tilfinn-
ingin, að þetta séu einhvers konar tíma-
mót. Viðbrögðin við tónleikunum hingað
til hafa líka verið mjög góð. “
Eitthvað alveg nýtt
Ásmundur var að vonum ánægður í lok
tónleika. Líkt og ég var hann spenntur
fyrir því sem myndi bera fyrir augu og
báðir vorum við svo gott sem orðlausir í
lokin. En sælir bæði og ánægðir. Fyrr um
daginn höfðum við farið saman að tékka á
tónleikasalnum eins og fram hefur komið
og var Ásmundur þá að sjá uppsetninguna
í fyrsta skipti líkt og blaðamaður. Hann
hafði þetta um málið að segja, og sparaði
ekki við sig, enda engin ástæða til:
„Ég verð að segja það að þrátt fyrir að ég
hafi upplifað margt í þessum tónlist-
arbransa kemur þessi umgjörð öll mér
verulega á óvart. Að sjá öll þessi tilbúnu
hljóðfæri veldur því að ég held að ég hafi
sjaldan verið jafn spenntur fyrir tónlistar-
viðburði. Reyndar er alltaf mikil til-
hlökkun í mér þegar ég fer á Bjark-
artónleika, hvar sem hún setur þá upp, í
kirkjum eða vöruskemmum. En þetta er
eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg nýtt …
(hikar) … maður hugsar óneitanlega til
helstu brautryðjenda í tónlist 20. ald-
arinnar þegar maður ber þetta augum, til-
finningin er einfaldlega slík …“
Samspil vísindamanna, tónlistarmanna,
kennara, umhverfisfræðinga –
allir leggjandi til eitthvað úr sínum heimi
svo að úr megi verða eitthvað sem nær út
fyrir hefbundið plötu- eða tónlistarverkefni.
’
Þó að maður sé
nánast orðlaus yfir
stærðargráðunni á
þessu öllu saman þá kemur
þetta manni um leið ekki
í opna skjöldu.
Skannaðu kóðann
til að fræðast meira um
Biophiliu-verkefnið.