SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 14

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 14
14 17. júlí 2011 F jölmargt hefur áhrif á geð- heilsu fólks t.a.m: erfðafræði- legir, félagslegir, efnahagslegir og umhverfisþættir. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir getu til að takast á við eðlilegt álag í lífi sínu sem mikilvægan þátt í geðheilsu einstaklinga. Ekki síður eru möguleikar á nýtingu hæfileika og möguleikar til að sýna fram á árangur eða afköst í vinnu afar mikilvægir fyrir geðheilsu fólks. Nú þegar um 13. þúsund manns eru á at- vinnuleysisskrá er ljóst að í íslensku samfélagi hefur orðið forsendubrestur hvað þetta grundvallaratriði í geðheilsu fólks varðar. Eftir 18-24 mánuði án fastrar vinnu þrefaldast tíðni geðrask- ana. Í lok júní voru hátt í þrjú þúsund manns í þeirri stöðu að hafa verið án vinnu um svo langt skeið. Árangur heilbrigðiskerfisins í baráttu við geðraskanir gefur einnig ástæðu til að fjalla um hvernig tekist er á við geð- vandamál. Á síðustu árum hefur að- gengi að þjónustu batnað ásamt fjölgun meðferðarúrræða. Þá jókst tauga- og geðlyfjaneysla um 9% á milli ára 2009- 2010. Kostnaður við notkun tauga- og geðlyfja hefur aukist úr 1.645 milljónum króna árið 2003 upp í 3,7 milljarða árið 2010. Þrátt fyrir stóraukna lyfjanotkun og fjölgun úrræða hefur örorka vegna geðfatlana þó tvöfaldast á síðustu tveim áratugum. Hér á landi höfum við þó að mörgu leyti verið framsýn á ýmsum sviðum geðheilbrigðismála. Hér tíðkast ekki að óla niður fólk og stofnanavæðing náði aldrei jafn mikilli útbreiðslu hér og víða annarsstaðar. Afstofnanavæðing tók jafnframt stórt skref fyrir nokkrum ár- um þegar peningar sem fengust fyrir sölu Landssímans voru nýttir í Straum- hvarfa-verkefnið þar sem rúmlega 130 manns komust í studda búsetu. Ekki er allt sem sýnist Á undanförnum tíu árum hefur umræða um geðheilbrigðismál opnast upp á gátt. Að hluta til má rekja þetta til skrifa bandaríska blaðamannsins Roberts Whitakers um geðlyf og áhrif markaðs- afla á meðhöndlun geðraskana. Þá hefur mikið verið ritað um upptök geð- sjúkdóma og því hefur verið haldið fram með sannfærandi hætti að uppruni geðsjúkdóma sé ekki í efnaójafnvægi í heila. Vísindamenn og geðlæknar á borð við Daniel Fisher, Irving Kirsch, David Healy, Daniel Carlat auk Whitakers hafa haft mikil áhrif á umræðu um eðli geð- sjúkdóma. Í grunninn er því haldið fram að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti fram á að geðsjúkdómar stafi af efnaójafnvægi í heila sem lyf geti lækn- að. Whitaker og Healy halda því raunar fram að lyfin geti gert illt verra. Geð- læknisfræðin hefur því átt undir högg að sækja og ekki hefur umræða um ítök lyfjaiðnaðarins við gerð flokkunarkerfa geðsjúkdóma bætt stöðu hennar. Ekki síður hafa grasrótarsamtök fólks sem hefur átt í baráttu við geðraskanir náð að vekja athygli á sinni hlið málsins sem vantaði tilfinnanlega. Þar hefur mikið unnist og verður seint metið til fulls. Eðlilegt að fólk sé ringlað Daniel Fisher sem kom hingað til lands fyrir stuttu og hélt fyrirlestur, er líf- efnafræðingur og geðlæknir. Hann greindist með geðklofa en hefur náð fullum bata með samtalsmeðferð án lyfja. Þrátt fyrir það mælir hann ekki með því að fólk hætti að nota lyfin sín. Raunar gerir enginn það, margir af hörðustu gagnrýnendum geðlyfjanotk- unarinnar eru sammála um að í mörg- um tilfellum séu þau nauðsynleg. Að sama skapi eru flestir sammála um að sú lyfjamenning sem virðist vera búin að skjóta rótum í samfélagi okkar sé afar óæskileg. Þversagnir af þessu tagi ein- kenna umræðu um geðraskanir og með- ferðir við þeim. Vísindagreinar hafa verið birtar sem styðja afar ólík sjón- armið í þessum efnum. Eðlilega kemur mörgum á óvart að nú sé verið að deila um upptök og eðli geð- raskana. Fólk hefur almennt mikla trú á vísindum og ekki síst læknavísindunum þar sem ótrúleg afrek hafa verið unnin. Upp úr 1980, með tilkomu flokk- unarkerfisins DSM-III, varð sú skoðun ríkjandi að geðraskanir ættu rætur sínar í efnaójafnvægi í heila. Þessi skýring byggðist á vísindalegum grunni og skapaði grundvöll fyrir trú á því að hægt væri að laga raskanir með vísinda- legum hætti. Að margra áliti hefur of mikið verið leitað til vísindanna til að útskýra og leysa vandamál sem eru í eðli sínu mannleg eða félagsleg. Eftir stend- ur að þrátt fyrir alla okkar tækni og kunnáttu vitum við alls ekki nægilega mikið um geðraskanir. Önnur þversögn sem flækir málið enn frekar er sú að allt að fimmtungur þeirra sem þjást af geðklofa og helm- ingur þunglyndra er ekki greindur og meðhöndlaður, með tilheyrandi kostn- aði fyrir samfélagið. Jafnvel þó að á sama tíma sé talað um of margir fái greiningu. Hvar liggur vandinn? Vandamálið er stórt og erfitt er að ná fyllilega utan um það. Enda hefur fólk með vandamál í gegn um tíðina gjarnan fallið á milli félags- og heilbrigðiskerf- isins eða kastast á þar í milli. Almennt er talið að um 22-25% (ca. 75.200 manns á Íslandi) fólks glími við geðheilbrigðisvandamál og geðfatlaðir séu um 2,7% íbúa (8.640 manns á Ís- landi). Geðraskanir mynda annan stærsta heilbrigðisvanda í Evrópu. Einn af hverjum fjórum Evrópubúum er tal- inn glíma við geðraskanir á einhverjum tímapunkti og 2/3 þeirra glíma við kvíða- og þunglyndisraskanir. Áreitið sem fólk býr við í hversdags- legu lífi gerir lyfjanotkun vissulega að augljósum kosti til að bregðast við slík- um vandamálum og hefur hún án vafa hjálpað mörgum. Fólk sem er að berjast við að ná endum saman og þarf að sjá Geðheilsa er einhver mikilvægasti þáttur í lífi fólks og verði hún fyrir áföllum geta afleiðingar verið miklar og langvarandi. Þetta á við einstaklinga jafnt sem þjóðir. Í dag birtist fyrsta umfjöllunin af þremur þar sem ætlunin er að fjalla um málefnið frá víðu sjónarhorni og ólíkar raddir fá að heyrast. Í þetta skiptið verður athygli beint að þeim farvegi sem geðheilbrigðismál hafa verið í. Í næstu viku verður fjallað um heim þeirra sem hafa átt við vandamál að stríða og fólks sem starfar í því um- hverfi. Þriðja greinin verður svo helguð stefnu stjórnvalda. Hallur Már hallurmar@mbl.is Lyfjakostnaður sjúkratrygginga árin 2008-2010 Heimild: Sjúkratryggingar Íslands millj. kr. 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 A. Meltingarfæra- og efnaskiptalyf B. Blóðlyf C. Hjarta- ogæðasjúkdómalyf D. Húðlyf G. Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar H. Hormónalyf, önnur en kynhormónar J. Sýkingalyf L. Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar M. Vöðvasjúkdóma- og beinagrindalyf N. Tauga og geðlyf P. Sníklalyf (skordýraeitur og skordýrafælur) R. Öndunarfæralyf S. Augn og eyrnalyf V. Ýmis lyf A B C D E F G H J M N P R S V 2008 2009 2010 Geðheilbrigði og geðheilsa á tímamótum

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.