SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Blaðsíða 20
20 17. júlí 2011 Þ að var sem köld vatnsgusa fram- an í bresku þjóðina í byrjun síð- ustu viku þegar upplýst var að spæjari á vegum sunnudags- blaðsins News of the World hefði brotist inn í talhólf í síma unglingsstúlku sem myrt var árið 2002, og með því spillt fyrir rannsókn málsins. Bretar eru ýmsu vanir þegar fjölmiðlar eru annars vegar. „Gula pressan“ er mjög vinsæl þar í landi; blöðin sem hnýsast mest í einkalíf fræga fólksins, upplýsa um hvaðeina sem hneykslanlegt þykir og taka oft hressilega á málum. Þjóðina hefur satt að segja þyrst í slíkt. Það hefur að mestu verið látið óátalið þótt fjallað sé um ákveðna hópa fólks á nánast hvaða hátt sem er; kóngafólk, leikara, tónlistarmenn, íþróttakempur og stjórnmálamenn svo dæmi séu nefnd, jafnvel þótt grunsemdir hafi oft vaknað um að frétta sé aflað með vafasömum hætti. En þarna var korn sem fyllti mælinn. Upplýst var að ekki einungis hefði um- ræddur spæjari hlerað talhólf stúlkunnar eftir að hún hvarf, heldur eytt þaðan út skilaboðum svo fleiri kæmust fyrir. Lög- regla taldi því að stúlkan væri hugsanlega á lífi. Fjölskyldu hennar var gefin von. Fjölmiðaveldi Ruperts Murdoch er hið næsta stærsta í veröldinni á eftir Disney. Þessi áttræði Ástrali, sem varð bandarísk- ur ríkisborgari árið 1985 og á fjölda miðla um allan heim, hefur lengi verið umdeild- ur en náð að sigla milli skers og báru; fjöldanum sinnir hann með því að gefa út slúðurblöðin en eignaðist líka virt blöð eins og The Times og The Wall Street Jo- urnal. Stjórnmálamenn hafa jafnan þótt tipla varlega í kringum Murdoch, sakir þess hve fjölmiðlar hans eru áhrifamiklir. The Sun studdi á sínum Margret Thatcher forsætisráðherra Breta dyggilega, og síðan eftirmann hennar, John Major, þegar hann sigraði mjög óvænt í þingkosningunum 1992. Í næstu þrennum kosningum tóku blöð Murdochs annað hvort ekki afstöðu eða studdu Tony Blair og Verkamanna- flokkinn. Raunar er stundum talið nær óhugsandi að flokkur kæmist til valda í Bretlandi öðru vísi en fjölmiðlar Murdochs lýsti yfir opinberum stuðningi við við- komandi. Með fyrstu frétt um innbrot í talhólf ungu stúlkunnar, sem The Guardian birti á mánudegi í fyrri viku, fór af stað snjó- bolti sem enginn veit hve stór verður á endanum. Víst er að margir hafa hnoðað í huganum í gegnum árin og hugsað fjöl- miðlabaróninum Murdochs og miðlum hans þegjandi þörfina en enginn hefur þorað að hjóla í hann. Nú gafst hins vegar tækifæri og margir hafa notað sér það; snjókastið hófst af fullum krafti. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum kom fram og gagnrýndi fyrirtæki Murdochs harðlega. Útgefandinn gamalkunni brást skjótt við: Ákvað að hætta útgáfu News of the World, sem hafði komið út óslitið í 168 ár og Murdoch átt síðan 1969. Hafi Murdoch talið að það myndi lægja öldurnar reyndist það misskilningur. Gagnrýnisraddirnar hækkuðu ef eitthvað var, ekki síst vegna þess að fram komu grunsemdir um að News of the World væri fráleitt eina dag- blaðið í eigu News Corp sem hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Meðal annars hélt Gordon Brown, fyrr- verandi forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, langa þrumuræðu í breska þinginu í vikunni þar sem hann sakaði starfsmenn The Sun um að hafa beitt „viðbjóðslegum“ aðferðum til þess að komast yfir upplýsingar um veikindi ungs sonar Brown hjónanna en hann lést vegna veikindanna. Þá sakaði Brown The Sunday Times um að hafa brotist inn á banka- reikninga sína. Rupert Murdoch hefur neitað ásökunum Browns og segist m.a. munu svara þeim þegar feðgarnir koma fyrir breska þingnefnd á þriðjudaginn. Þeir hugðust í fyrstu ekki mæta fyrir nefndina; sögðust ekki eiga heimangengt Gordon Brown, fyrrverandi forsætis- ráðherra, í bresku þinginu í vikunni. Lögreglumenn við innganginn að skrifstofubyggingu News International, útgáfufélag Murdochs í Wapping hverfinu í austurhluta Lundúna, daginn sem News of the World kom út í síðasta skipti, á sunnudaginn var. Mælirinn troðfullur Rupert Murdoch hefur lengi haft gríðarleg völd í Bretlandi. Hann hefur verið álitinn ósnert- anlegur en nú þykja dagblöð hans hafa farið yfir strikið. Bresku þjóðinni ofbýður. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.