SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Qupperneq 21

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Qupperneq 21
17. júlí 2011 21 „Það er ekkert leyndarmál að Frjálslyndi demókrataflokk- urinn hefur alltaf verið á móti einokun í fjölmiðlum og við telj- um áhrif Murdochs á breska pólitík glæpsamleg.“ Ed Miliband, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. „Þetta er ógeðslegt.“ David Cameron forsætisráð- herra í breska þinginu um hlerana- málið. „Við viljum komast að því hvers vegna starfsmenn [News International] afvegaleiddu fyrri [þing]nefndina og hver staða News of the World var í raun og veru.“ Therese Coffey, þingmaður Íhaldsflokksins. Hún er í þing- mannanefnd sem Murdoch-feðgar koma fyrir eftir helgi. „Við munum spyrja hvað gerðist hvenær, hver vissi hvað og hvenær og hver tók end- anlega ákvörðun.“ Adrian Sanders, þingmaður Frjálslynda demókrataflokksins sem verður í þingmannanefndinni. „Sem forstjóri fyrirtækisins tel ég mig bera ábyrgð á að fólk á um sárt að binda og ég vil ítreka hvað ég harma þá at- burði, sem við vitum nú að áttu sér stað.“ Rebekah Brooks, forstjóri News International, þar til í gær og fyrr- verandi ritstjóri News of the World. „Þetta eru makleg málagjöld.“ Sir Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækisins. „Orðspor er það eina sem maður á, persónulegt og orð- spor vörumerkisins. Sá sem skemmir orðspor sitt getur lagt eigið fyrirtæki í rúst.“ Sir Richard Branson. „Guð minn almáttugur, nei. Ég trúi ekki að þú hafir gefið til kynna að … Alls ekki.“ Andy Hayman, fyrrverandi að- stoðarlögreglustjóri í London, sem fór fyrir rannsókn á hlerunum í tengslum við sprengjuárásina í borginni 2005, spurður hvort hann hafi þegið fé frá fjölmiðlum. „Auðvitað verður hún að hætta, þú mátt trúa því að hún verður hætta.“ Sádiarabíski prinsinn Al-Waleed bin Talal Alsaud, annar stærsti eig- andi News International um Rebe- kah Brooks. „Siðfræði skiptir mig miklu. Ég vil ekki skipta við konu eða karl ef minnsti vafi leikur á heiðarleika viðkomandi.“ Al-Waleed bin Talal Alsaud. „Mér finnst það viðbjóðslegt. Þetta er enn eitt atriðið á löngum lista yfir svívirðileg at- hæfi sem ákveðin dagblöð hafa stundað.“ Ed Miliband, leiðtogi Verka- mannaflokksins, eftir ásakanir Gordons Browns, fyrrv. forsætis- ráðherra, í garð News Corp um hleranir á símum og fleira. „Ég skil þetta ekki. Ef ég, með allar þær varnir sem mér standa til boða, er jafn varn- arlaus gagnvart jafn harðsvír- uðum vinnubrögðum, hvað um hinn almenna borgara?“ Gordon Brown, fyrrv. forsætisráðherra. þann dag, en samþykktu á endanum að mæta. Fram hafa komið ásakanir um svæsnari starfsaðferðir fjölmiðla Murdochs en nokkurn óraði líklega fyrir. Auk þess að hlera síma eru starfsmenn hans eða einka- spæjarar á þeirra vegum sakaðir um að hafa greitt lögreglumönnum fúlgur fjár í mútur fyrir upplýsingar af ýmsu tagi, m.a. um bresku konungsfjölskylduna. Álitið er að hleraðir hafi verið allt að 4.000 símar, m.a. ættingja látinna hermanna og fórn- arlamba sprengjuárásarinnar í London fyrir fáeinum árum. Málið allt er hið vandræðalegasta fyrir ýmsa stjórnmálamenn, m.a. David Came- ron forsætisráðherra Bretlands en Rebekah Brooks, forstjóri blaðasamsteypu Mur- dochs í Bretlandi, News International, er persónulegur vinur Camerons. Hún sagði reyndar af sér í gær vegna málsins. Vert er að geta þess að Brooks var rit- stjóri News of the World frá 2000 til 2003. Það sem hefur þó valdið Cameron einna mestum vandræðum er að árið 2007 réð hann Andy nokkurn Coulson í starf sam- skiptastjóra Íhaldsflokksins og sá starfaði náið með honum eftir að Cameron varð forsætisráðherra. Coulson, sem var að- stoðarritstjóri Brooks á News of the World og síðar ritstjóri blaðsins, til 2007, lét af störfum hjá Íhaldsflokknum í byrjun árs. Hann var handtekinn í vikulok vegna rannsóknar á símahlerunum og mútu- greiðslum. Þá hafa alls níu verið hand- teknir vegna málsins. Tíðindi fyrri viku voru þau að Murdoch hætti útgáfu títtnefnds News of the World. Tvennt bar hæst í þeirri viku sem nú er að líða. Í fyrsta lagi dró Murdoch til baka til- boð í 61% hlut í breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Hann á 39% í fyrirtækinu en vildi eignast það að fullu. Það var honum örugglega þvert um geð að hætta við, en hann lét undan miklum þrýstingi. Það var söguleg stund þegar allir stóru flokkarnir þrír, Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokk- urinn og Frjálslyndi demókrataflokkurinn voru á einu máli um að Murdoch bæri að hætta við. Í annan stað er líklegt að einnig dragi til tíðinda í Bandaríkjunum því alrík- islögreglan, FBI, hefur boðað rannsókn á því hvort miðlar Murdochs hafi hugs- anlega ráðist inn í talhólf fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar 11. september 2001 og ættmenna þeirra. Ýmsir bandarískir ráðamann hvöttu í vikunni til slíkrar rannsóknar.  Heimildir: AFP, Guardian, Heimild: Thomson Reuters, fréttaskýringar HNEYKSLIÐ SEM SKEKUR BRETLAND Þróun mála síðustu daga í hlerunarmálinu sem varð til þess að fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoch ákvað að binda enda á 168 ára sögu sunnudagsblaðsins News of the World. 23. júní Levi Bellfield fundinn sekur um að hafa myrt Milly Dowler árið 2002. 4. júlí Lögfræðingur Dowler fjöl- skyldunnar segist hafa fengið upp- lýsingar frá lögreglu þess efnis að brotist hafi verið inn í talhólf stúlk- unnar á meðan lög- regla leitaði hennar. 5. júlí BBC upplýsir að gögn sem News Inter- national hafi látið lögreglu í té tengist tölvupóstum sem virðist sýna að Andy Coulson, þáverandi ritstjóri News of the World, hafi heimilað greiðslur til lögreglu fyrir upplýsingar. 7. júlí News Corp tilkynnir að útgáfu News of the World verði hætt. 10. júlí Rupert Murdoch flýgur til London vegna vandræða News Corp. 11. júlí Ásakanir birtast um að blaðamenn á öðrum blöðum News Corp hafi komist yfir persónulegar upplýsingar Gordons Brown þá- verandi forsætisráð- herra með ólögmætum hætti. 12. júlí Formaður viðskipta- nefndar öldunga- deildar Bandaríkja- þings óskar eftir rann- sókn á því hvort News Corp hafi brotið banda- rísk lög. 8. júlí David Cameron forsætisráðherra Bretlands boðar rannsókn á síma- hlerunarhneyksl- inu. Coulsen, vinur Camerons og samskiptastjóri Íhaldsflokksins þar til í janúar á þessu ári handtekinn vegna mútu- greiðslna og símhlerana. Clive Goodman, , fv. blaðamaður á News of the World handtekinn. Hann hefur þegar afplánað dóm fyrir hleranir.HVAÐA SÍMAR VORU HLERAÐIR? Hugsanlegt er talið er að símar fjölskyldna fallinna hermanna hafi verið hleraðir, símar fórnarlamba sprengjuárásarinnar í London 7. júlí 2005 og foreldra Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf sporlaust í Portúgal 2007. Gengi hlutabréfa í fjölmiðlasamsteypu Murdochs, News Corp, í dollurum. 18 17 16 15 20 21 22 23 24 27 28 29 30 JÚNÍ JÚLÍ 1 5 6 7 8 11 12 13 $15,93 $18,13 $17,43 $15,48 $15,35 $16,19 $16,62 $17,70 13. júlí News Corp dregur til baka tilboð í 61% hlutabréfa í BskyB Andy Coulson Milly Dowler Madeleine McCann Gordon Brown Rupert Murdoch Strengjabrúður? Maður í gervi Ru- perts Murdoch við strengjabrúðu af forsætisráðherranum, David Came- ron, fyrir utan íbúð Murdochs í London í vikunni. Þær raddir hafa heyrst annað veifið í gegnum árin að blaðabaróninn hafi verið breska stjórnmálamenn í vsanum. Nú þykir þeim hann hafa gengið of langt. Rupert Murdoch var hvergi banginn í London í vikunni. Hér gluggar hann í The Sun, eitt blaðanna sem félag hans gefur út. ’ Grunur leikur á að fleiri blöð í eigu Ru- perts Murdoch en News of the World séu með óhreint mjöl í pokahorninu. Síðasta tölublað News of the World. Til hægri er Sundy Times, sem einnig er í eigu Murdochs. Rebekah Brooks er hætt sem forstjóri News International.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.