SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 25

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 25
17. júlí 2011 25 það hver hefði unnið, konan með kringlulaga andlitið eða mað- urinn sem gat gleypt á sér hausinn. Árni stóð hjá með frosið bros á andlitinu og hló af og til með háum rokum eins og Svarti Pétur í Andrés Önd-blöðunum. Það var eins og það væri hrífuhaus fastur uppí Árna, brosið bara hvarf ekki. Grænlendingar eru sprellfjörugt fólk, þeir störðu á Árna og glottu við tönn, það var eitthvert plott í gangi hjá þeim. Ooog sigurvegarinn er: Stóri maðurinn með ísbjarnarhausinn í hvítu peysunni með brosið sem nær þvert yfir Grænland. Árni leit í kring um sig til að sjá hver hefði unnið en áttaði sig á því sér til skelfingar að hann sjálfur væri sigurvegarinn. Óskar Pétursson stórsöngvari og annálað glæsimenni var við það að lenda í öðru sætinu með óvenjulega grettu þar sem hann var að borða kleinuhring, en datt úr keppni þegar þeir áttuðu sig á því að kleinuhringurinn var ekki hluti af andlitinu. Það er nú ekki amalegt að vinna grettukeppni í útlöndum bara með því að ganga brosandi fyrir húshorn – og hafa ekkert fyrir því. Hvernig er það annars, er ekki keppni í því hver er hrikalegasta fuglahræðan? Maður gæti kannski unnið með því að vera eðlilegur eins og Árni í Grænlandi. eð. Sigrugrettan hvarf ekki af andlitinu. purnar lögðu sig allar fram en við ofurefli var að etja.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.