SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Side 29

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Side 29
17. júlí 2011 29 Það er nauðsynlegt að reyna að temja sér nýja hugsun því lífið verður svo oft að vana. Við eigum ekki alltaf að láta berast með straumnum. Af hverju höldum við að það sé lífsnauðsynlegt að eiga bíl og teljum það jafnvel til mannréttinda? Kostnaður við að reka meðalbíl á ári er um 900 þúsund krónur, þegar allt er tekið með eins og til dæmis það að féð sem liggur í bílnum brennur upp, þó að hann sé ekki notaður. Til þess að eiga 900 þúsund krónur þurfum við að vinna fyrir að minnsta kosti einni og hálfri milljón fyrir skatt. Ef við hjólum mikið, en tökum leigubíla og bíla- leigubíla þegar nauðsyn er, þá eigum við samt mikinn af- gang. Hvað eigum við að gera við hann? Fyrst dettur manni í hug í hvað maður geti eytt honum. En af hverju hugsum við ekki fyrst um það hversu miklu minna við gætum unnið og um leið átt meiri tíma með börnunum? Eða dyttað að húsinu, andað að okkur gróðurilmi, komist í snertingu við landið, hreyft okkur meira, stundað áhugamál af meiri móð, að ógleymdu því að anda. Ekkert af þessu kostar neitt og er þess vegna kannski ekki það sem okkur dettur fyrst í hug þegar við spörum stórfé.“ Þér er margt til lista lagt, ert til dæmis handlaginn og saumar. Hvað er það nýjasta sem þú hefur gert? „Í fyrra tók ég mig til og bjó til þrjú 19. aldar þjóðbún- ingavesti á karlpeninginn í fjölskyldunni og nýverið lauk ég við upphlut á tengdadótturina. Ég vildi óska að það yrði almennur siður að fara í þjóðbúninga á hátíðar- og tyllidögum, það eykur á samkennd, minnir okkur á ræt- urnar og gæti minnt okkur á þann samtakamátt sem við eigum til þegar við þurfum á að halda. Við Albert minn fórum í bæinn á þjóðhátíðardaginn í búningunum og ég held að við höfum sjaldan verið jafn oft ljósmyndaðir og þennan dag. Íslenskir búningar eru nefnilega glæsilegir og geta verið litríkir, svo ekki sé talað um þann ótvíræða kost að konur þurfa ekki að eignast nýtt dress í hvert skipti sem eitthvað stendur til.“ Við verðum að tala um lifibrauð þitt, sönginn, hversu mikilvægur þáttur er hann í lífi þínu? „Ég ætlaði ekki að verða söngvari, var kominn í tón- menntakennaradeild í Tónlistarskólanum þegar söng- kennararnir bentu á það að ég hefði einhverja möguleika á söngsviðinu. Ég ákvað að láta á það reyna. Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir söngtónlist en hafði enga trú á sjálfum mér sem söngvara. Síðar, þegar ég fékk starf í Þýsklandi, áttaði ég mig á því að ég hefði hæfileika. Söngurinn færði mér sjálfstraust. En það er ýmislegt annað en röddin sem hjálpar til. Ég hef gaman af því að vera á sviði, ég hef gaman af því að leika, ég hef gaman af tungumálum og ljóðum. Allt þetta skiptir máli þegar komið er upp á svið. Þegar maður kemur fram þarf maður að vera talsvert opinn. Ég hef í sjálfu sér ekki gaman af að láta horfa á mig þannig að það opnaði mig talsvert sem manneskju að koma fram á sviði. Hins vegar er ég opnari á sviði en ég er prívat.“ Gríman felld Þú ert búinn að vera lengi í sambúð með manninum þínum, honum Albert. Ertu hamingjusamur maður? „Já, ég er það en það tók nokkuð langan tíma að finna hamingjuna. Ég var kominn á fimmtugsaldur þegar við Albert hittumst en ég held að það hafi einmitt verið rétti tíminn. Við hittumst á Hverfisgötunni þar sem ég var að bíða eftir umferðinni og horfði niður eftir Hverfisgöt- unni. Ég fann samt að það stóð maður hægra megin við mig. Svo allt í einu heyri ég sagt: „Heyrðu, er þetta ekki Bergþór Pálsson? Mig hefur alltaf langað til að kynnast þér“ – og sé eitt sólskinsbros. Ég sá samstundis á þessu heiðríka andliti að það væri hægt að treysta þessum manni. Ég bauð honum í kaffi og hann er ekki farinn ennþá. Við Albert pössum ákaflega vel saman og erum að mörgu leyti mjög samstiga. En það er ekki alltaf logn- molla, stundum hvessir og ég held að það sé bara mjög hollt fyrir sambönd að fólk sé ekki alltaf sammála.“ Þú varst í hjónabandi með konu og eignaðist barn en núna hefurðu lengi búið með karlmanni. Hneigðistu alltaf til karlmanna? „Hugurinn er stórkostlegt tæki. Hann getur sannfært mann um ótrúlegustu hluti. Það er með ólíkindum hversu ötullega maður getur stundum fylgt straumnum og gert nákvæmlega það sem ætlast er til af manni. Maður fer að trúa því sjálfur að maður sé að gera rétt, finnur réttlætingu á því og nær sér í ótrúlegustu haldreipi. Á kynþroskaaldrinum las maður kannski einhvers staðar að á leiðinni til kynþroska séu einstaklingar stundum að prófa sig áfram með báðum kynjum. Þá telur maður að þetta eigi við um mann sjálfan. Ég er sennilega ekki hundrað prósent samkynhneigður og þess vegna gat ég verið í hjónabandi. Það var ekki fyrr en ári eftir að ég var skilinn sem vinkona mín úti í Þýska- landi sagði við mig: „Ég er búinn að sjá í gegnum þig. Nú skaltu hætta öllum leikaraskap og fara á diskótek í kvöld.“ Þá var gríman felld. Það er nokkuð sem er ólýs- anlegt. Fyrst í stað koma óskaplegar áhyggjur af því að maður er svo upptekinn af kröfunni um að þurfa að falla í ákveðið mót. En þegar upp er staðið þá sér maður að það er eiginlega öllum alveg sama, fólk tekur manni bara eins og maður er. Fólk er svo gott og af því lærir maður margt um vináttuna og sjálfan sig.“ Morgunblaðið/Eggert Prúðbúinn Bergþór á hjóli. Það er ekki nauðsynlegt að vera sportidjót til að renna sér ókeypis á milli staða á hjóli. ’ Sumt fólk virðist þrífast á því að tala dauða í hlutina og þegar báturinn hallast fá slíkar raddir fyrst byr undir báða vængi. Þetta dauðatal, sem ég kalla svo og sést á mörgum bloggsíðum og er algengt í sumum símatímum útvarpsstöðva, hefur verið áberandi undanfarin misseri. Nú er mál að linni.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.