SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 30
30 17. júlí 2011
F
jölmiðlahneykslið í Bretlandi
ristir að rótum lýðræðislegra
stjórnarhátta og er af þeim
sökum eitt athyglisverðasta
samfélagsmál sem upp hefur komið á
Vesturlöndum um langt árabil – og allt of
lítið um það fjallað í íslenzkum fjöl-
miðlum. Þótt málið snúist um samskipti
stjórnmálamanna, fjölmiðla, við-
skiptaveldis og lögreglu í Bretlandi má sjá
endurspeglun þess í mörgum löndum
með einhverjum hætti – þar á meðal hér á
Íslandi.
Ástralíumaðurinn Rupert Murdoch
fékk í arf dagblað í Adelaide í Ástralíu frá
föður sínum. Hann ávaxtaði þann arf á
þann veg að það fyrirtæki er nú orðið eitt
mesta fjölmiðlaveldi heims með lyk-
ilstöðu í Bretlandi og Bandaríkjunum en
áhrif um heim allan. Þetta er auðvitað af-
rek.
Á undanförnum árum og áratugum
hefur Murdoch ráðið um 40% af fjöl-
miðlamarkaðnum í Bretlandi. Fyrir
þremur áratugum eignaðist hann dag-
blaðið The Times, eitt virtasta blað í
brezkri sögu, eftir mikil átök við stjórn-
völd um hvort hann teldist hæfur til að
eiga blaðið. Hann lofaði öllu fögru, skrif-
aði undir alls konar skuldbindingar og
sveik allt eins og lesa mátti um í bók Har-
olds Evans, fyrrverandi ritstjóra Sunday
Times og síðar The Times, í bókinni Good
Times, Bad Times, sem út kom fyrir rúm-
um aldarfjórðungi og er áhugaverð lesn-
ing fyrir þá, sem á annað borð hafa áhuga
á samspili fjölmiðla, viðskipta og stjórn-
mála.
Hvernig nýtti Murdoch sér þessa stöðu
á fjölmiðlamarkaðnum í Bretlandi? Hann
gerði það með tvennum hætti. Annars
vegar með því að deila og drottna í brezk-
um stjórnmálum. Stundum studdi hann
Íhaldsflokkinn og stundum Verka-
mannaflokkinn. Hann er maðurinn á bak
við valdatöku Tony Blair í Bretlandi undir
lok síðustu aldar og átti mikinn þátt í að
Íhaldsflokkurinn komst aftur til valda
undir forystu David Cameron. Þessum
árangri náði hann ekki sízt með því að
beita götusölublaðinu The Sun ýmist með
eða á móti þessum flokkum og for-
ystumönnum þeirra.
Hins vegar virðast völdin og áhrifin
hafa blindað samstarfsmenn hans með
þeim hætti að þeir sáust ekki fyrir og
töldu sér leyfilegt að gera hvað sem var.
Hvað hefur komið fram í umræðum í
Bretlandi að undanförnu?
Blöð Murdochs með News of the World
í fararbroddi hófu að brjótast inn í farsíma
fræga fólksins svokallaða og íþróttahetja.
Það virðist öllum hafa þótt sjálfsagt. Síðar
kom í ljós að símahleranir voru ekki tak-
markaðar við þann hóp. Þær beindust að
meðlimum brezku konungsfjölskyld-
unnar, að helztu stjórnmálaleiðtogum
Bretlands, að aðstandendum fólks sem
beið bana í stórslysum og skemmd-
arverkum. Upp úr sauð þegar í ljós kom
að News of the World hafði brotizt inn í
síma unglingsstúlku sem hvarf og var
myrt og hafði breytt skilaboðum í síman-
um á þann veg að það gaf foreldrum
stúlkunnar von um að hún væri á lífi.
Svo kom í ljós að forsætisráðherra Bret-
lands, Gordon Brown, hafði ekki verið
látinn í friði. Reynt var að brjótast inn í
síma hans, bankareikninga hans, per-
sónuleg gögn hans og upplýsinga aflað
með sama hætti um heilsufar barna hans
og þær birtar.
Gordon Brown gerði grein fyrir þessu
öllu og bakgrunni samskipta sinna við
Murdoch-útgáfuveldið í áhrifamikilli og
sterkri ræðu í brezka þinginu sl. þriðju-
dag sem setti allt á annan endann í þeirri
virðulegu stofnun og ljóst að gífurlegar
tilfinningar voru að baki. Ræðan er þeirr-
ar gerðar að hana ætti að birta í heild í
mörgum löndum – þar á meðal hér. Hún
sýndi að árásirnar á Gordon Brown
tengdust augljóslega ákvörðunum stjórn-
valda í Bretlandi á þeim tíma sem skiptu
máli fyrir viðskiptahagsmuni útgáfufélags
Murdochs. Í ræðunni fullyrti Brown að
News International, sem er dótturfyr-
irtæki Murdoch-samsteypunnar í Bret-
landi, hefði haft bein tengsl við glæpa-
menn þar í landi. Það er fyrrverandi
forsætisráðherra Breta, sem setur slíka
fullyrðingu fram.
Loks liggur fyrir að útgáfufélagið hefur
mútað háttsettum lögreglumönnum og
keypt þögn sumra fórnarlamba sinna með
háum peningagreiðslum. Fyrir liggur að
þagnargreiðslurnar voru samþykktar af
syni Murdochs.
Nú eru vaxandi kröfur í Bandaríkjunum
um að FBI rannsaki starfsemi Murdochs
vestan hafs og ummæli öldungadeild-
arþingmanna benda til þess að þeir viti
eitthvað sem aðrir viti ekki.
Engum dettur í hug að þorri blaða-
manna á blöðum Murdochs hafi tekið þátt
í glæpsamlegu athæfi. Hins vegar hefði
ekki verið hægt að framkvæma þessi verk
nema með þátttöku einhverra í þeirra
hópi.
Þetta ótrúlega mál vekur upp grund-
vallar spurningar um samskipti fjöl-
miðlamanna og stjórnmálamanna og
áhrif viðskiptavelda á stjórnmál í lýðræð-
isríkjum. Davið Cameron sjálfur hefur
sagt: Við vorum allir í þessu en með því
átti hann við að forystumenn í stjórn-
málum þar hefðu keppst við að viðra sig
upp við Murdoch og hans menn til þess að
njóta góðs af í blöðum þeirra.
Svo gerðust þau tíðindi að allir flokkar í
Bretlandi sameinuðust gegn Murdoch.
Hvað gerði hann þá? Það sama og hers-
höfðingjar gera þegar þeir standa frammi
fyrir ofurefli. Hann hörfaði en fáum dett-
ur annað í huga en að það sé tímabundið
undanhald.
Stóra spurningin er þessi: Er hægt að
kaupa fólk og skoðanir þess með því að
beita fjölmiðlum og fjármagni að því
marki? Frammi fyrir þessari spurningu
standa Bretar og eru að reyna að svara
henni.
Það standa fleiri frammi fyrir þeirri
spurningu og hafa gert. Um það verður
fjallað hér á þessum vettvangi að viku lið-
inni.
Er hægt að kaupa skoðanir fólks?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
B
andaríski kvikmyndaleikarinn og söngvarinn
Bing Crosby kom hingað til lands á þessum
degi fyrir 42 árum til að veiða lax á vegum
ABC-sjónvarpsstöðvarinnar en þátturinn
„American Sportsman“, þar sem frægt fólk reyndi sig
við hinar ýmsu útivistaríþróttir, var eitt helsta tromp
stöðvarinnar á þessum tíma.
Blaðamaður Morgunblaðsins var í móttökunefndinni á
Reykjavíkurflugvelli árla dags og lá vel á stjörnunni sem
kvaðst hafa flogið hring yfir Reykjavík og virtist borgin
vera falleg. Þá lýsti Crosby yfir því að hann hlakkaði til
dvalarinnar hér á landi og að veiða íslenskan lax. Þótti
blaðamanninum mikið til þess koma þegar hann kom
fyrst auga á „hinn fræga stráhattkúf Crosbys“.
Síðdegis sama dag var efnt til blaðamannafundar á
Hótel Loftleiðum með Crosby og föruneyti hans og lék
söngvarinn þar á als oddi, að því er fram kemur í Morg-
unblaðinu daginn eftir. Kvaðst hann hafa kynnt sér sitt-
hvað um Ísland fyrr um daginn en ýmislegt vissi hann
víst fyrir. Mun Crosby hafa fengið staðgóðan fróðleik um
stjórnmál, efnahagsmál og fleira, auk þess sem hann
sýndi leikhúslífinu áhuga og spurði um golfiðkun land-
ans. Þá mun hann hafa rabbað fjálglega um íslenska
bjórinn og dáðst að lopapeysu sem félagi hans, blaða-
maðurinn Bud Boyd, hafði fest kaup á. Fram kom á
blaðamannafundinum að Crosby og Boyd kæmu endur-
gjaldslaust fram í sjónvarpsþættinum. „Við fáum ánægj-
una að ferðast á fallega staði, skoða okkur um og kynn-
ast nýju fólki,“ sagði Crosby en athygli vakti að hann var
búinn að taka ofan hattinn. Ennfremur upplýsti Crosby
að héðan lægi leið hans til Lundúna, þar sem hann
myndi hitta eiginkonu sína, Katherine, en þaðan ætluðu
hjónin ásamt nokkrum vinum í safarí í Kenía.
Eins og hver annar veiðimaður
„Bing Crosby var eins og hver annar veiðimaður sem ég
hafði kynnst. Ég skynjaði ekki að hann væri neitt
merkilegri en aðrir enda kom hann ekki þannig fram,“
sagði Axel Gíslason, sem fylgdi Crosby við veiðar á Nes-
svæðinu í Laxá í Aðaldal, í samtali við Einar Fal Ingólfs-
son í Morgunblaðinu fyrir tæpum tveimur árum.
„Það var mjög gaman að taka þátt í þessu. Þótt Bing
Crosby birtist í þættinum sem frægur maður hafði hann
gaman af stangveiði en hafði aldrei átt við svona stóra
fiska. Heima í Bandaríkjunum var hann fyrst og fremst
að fást við silung,“ sagði Axel.
„Þegar tökum var lokið var Bing laus í einn dag og ég
bauð honum með mér upp í Mývatnssveit að veiða urr-
iða. Við fórum upp að Helluvaði og vorum þar allan dag-
inn, það var mjög gaman að veiða með honum þar. Hann
sagði margoft að þetta væri líkara því sem hann þekkti í
veiði – bara fallegra.“
Það vakti athygli að Crosby söng lag um Laxá, þar sem
hann dásamar ána og land miðnætursólarinnar.
„Ég man alveg hvernig það bar til,“ sagði Axel. „Ein-
hvern tímann undir lok dags var hlé. Þá labbaði Bing frá
hópnum en hafði gleymt að slökkva á upptökutækinu.
Við gátum því heyrt þegar hann var að semja lagið og
textann. Hann var með einhverja grunnlaglínu og var að
reyna útfærslur og texta. Þegar Bing kom aftur var lagið
tilbúið og hann söng það fyrir okkur, en við sögðum
honum ekki fyrr en eftir á að við værum þegar búnir að
heyra það!“
Bing Crosby var jafnvígur á leik og söng. Hann var
einn vinsælasti söngvari 20. aldarinnar, með um hálfan
milljarð platna í umferð, og fékk Óskarsverðlaunin fyrir
leik sinn í kvikmyndinni Going My Way árið 1944.
Frægasta lag hans fer enn í spilun um hver jól, sjálft
White Christmas. Crosby fæddist árið 1903 og var því 66
ára þegar hann sótti Ísland heim. Hann andaðist árið
1977, 74 ára að aldri.
orri@mbl.is
Crosby
veiðir
á Íslandi
Hjartaknúsarinn Bing Crosby á hátindi frægðar sinnar.
’
Bing Crosby var eins og hver
annar veiðimaður.
Crosby var eldhress við komuna til Reykjavíkur 1969.
Á þessum degi
17. júlí 1969