SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 34

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 34
34 17. júlí 2011 G rýttur vegslóði, erfiðleikar, mótlæti, og tíminn sem það tekur er ástand á milli hug- mynda, hugsjóna – að tak- markinu! Við Ólöf vorum sammála um að ganga á Keili 8. júlí síðastliðinn. Við settum okkur markmið áður en við fórum af stað – að snúa við frekar en lenda í vandræðum, Eiga flóttaleið til baka! Það sem mælti með þessari ferð: Veðrið var ákjósanlegt, við vorum í sæmilegu formi, höfðum léttan og góðan fatnað, góða skó, borðuðum góðan mat áður en við fórum af stað, en höfðum samt nesti og nóg vatn meðferðis. Það eina sen mælti á móti ferðinni var okkar árgerð, 1939 og 1946. Fyrsti áfanginn var úfið hraun og við vorum strax sannfærð um að við kæm- umst aldrei alla leið, þetta yrði bara öðruvísi gönguferð en venjulega. En svo komumst við yfir hraunið og gönguslóð- inn varð auðveldari. Keilir virtist mjakast nær og hann virtist líka stækka við hvert skref. Við settumst oft niður og fengum okkur vatn en bara lítið í einu. Þegar við vor- um komin að rótum Ófreskjunnar sett- umst við niður í fallegri grasi gróinni laut sem var yndisleg vin í þessu úfna hrauni. Við gáfum okkur góðan tíma og gerð- um nýja áætlun. Númer 1: Nota alla þá skynsemi sem við höfðum (gera enga vitleysu). Lagt til atlögu við Ófreskjuna Hvíldum okkur vel, borðuðum hluta af nestinu, Skildum bakpokann eftir en tókum með okkur vatn sem við töldum að myndi duga, Ólöf hringdi í Guðjón son sinn, til að láta vita af okkur. Nú var lagt til atlögu við Ófreskjuna, hún yrði ekki sigruð með áhlaupi – heldur skref fyrir skref og síðan fet fyrir fet, ekki tala of mikið, það tekur ótrú- lega orku. Stoppuðum nú oftar en áður og að sama skapi minnkar vatns- skammturinn, of mikið vatn er slæmt. Þegar við vorum komin upp fyrir miðju fjallsins, ræddum við um hvort við ættum að snúa við, þurftum að hafa orku til að komast til baka, það getur verið erfitt að ganga niður. Þetta var Lífið er eins og fjallganga Fyrsti áfanginn var úfið hraun og við vorum strax sannfærð um að við kæmumst aldrei alla leið. En svo komumst við yfir hraunið og göngu- slóðinn varð auðveldari. Keilir virtist mjakast nær og hann virtist líka stækka við hvert skref. Texti og myndir: Hans Óli Hansson og Ólöf Ólafsdóttir Ólöf við græna blómaþúfu á toppi Keilis. Stórmerkilegt að þar skuli þrífast gróður. Daginn eftir gönguna flaug Hans yfir Keili og tók þessa mynd. Hans Óli Hansson og Ólöf Ólafsdóttir stolt á tindi Keilis fyrr í þessum mánuði. Hans og Ólöf hvíla lúin bein á leiðinni. Það er hægara sagt en gert að ganga á Keili.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.