SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 2

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 2
2 14. ágúst 2011 Við mælum með 13. ágúst Lífrænn dagur á Sólheimum. Íris Hera Norðfjörð frá veitinga- staðnum Kryddlegnum hjörtum verður gestakokkur. Hátíðin verður í Grænu könnunni og verða söluaðilar, framleiðendur og aðrir sem tengjast þessum lífsstíl á staðnum. Þá verða af- urðir úr bakaríi, matvinnslu, jurtastofu, skógrækt og gróð- urhúsum Sólheima í boði. Lífrænt á Sólheimum 4-8 Vikuspeglar Hálf öld frá því Berlínarmúrinn var reistur, saga Abu Graib-fangelsisins og enski boltinn að hefjast. 13 Fantasíuveröld Í vor birtist óþekktur höfundur með þrjár 500 síðna fantasíu- skáldsögur á dyraþrepinu hjá forlaginu Sögum. 16 Notaðu ímyndunaraflið Grænmetisbændur á Flúðum sóttir heim á sólríkum degi, nýjungar í ræktun á grænmeti og vöruvali, sumarið og lífsstílsbreyting þjóðarinnar. 22 Lífið er fiskur Kolbrún Bergþórsdóttir með viðtal við Bylgju Hauksdóttur um líf í ölduróti. 30 Óeirðir í London Myndrík fréttaskýring Karls Blöndals um eld- ana og ólguna í Lundúnum. 33 Myndaalbúmið Söngkonan ástsæla og kraftmikla Bryndís Ásmundsdóttir. 38 Frægð og furður Viðtal dregið fram úr læstum hirslum við forsetafrúna Jackie Ken- nedy. Lesbók 42 Bókmenntahátíð Það koma margir fínir höfundar til landsins á bókmenntahátíð í Reykjavík. 44 Bókaopnan Allt sem þú vilt vita um bækur. 26 34 Reynir Pétur tekur til hendinni á Sól- heimum í myndaröð Særúnar Norén. Efnisyfirlit Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Þ að bíður fullt af fólki á flugvellinum í Al- meria á Spáni sem á bókað flug heim til Íslands með Iceland Express. Fluginu hef- ur ítrekað verið seinkað og nemur seink- unin nokkrum klukkutímum. Sú skýring er gefin að flugvélin hafi bilað og nú hafa þær fregnir borist að búið sé að útvega aðra leiguvél. Og fólkið er komið í flughöfnina á fallegum sól- ardegi í yfir 30 stiga hita, eins og vant er á þessum slóðum. Vel tímanlega fyrir brottför er það beðið um að fara út í vél, það sest í sætin sín og spennir sætisólar. Svo gerist ekki neitt. Þegar komið er hálftíma fram yfir áætlaðan brottfarartíma er fólk farið að ókyrrast. Þá eru lítil börn farin að gráta út af hit- anum og aðrir segja brandara og reynslusögur um seinkanir Iceland Express. „Ætli við verðum komin heim um miðjan dag á morgun?“ Tíminn líður. Áhöfnin kemur með innpakkaðar brauðsneiðar og litlar vatnsflöskur. Enn veit fólk ekki hvað er að gerast, en því finnst þetta ekki góð- ur fyrirboði. Enn líður tíminn. Þá fer að spyrjast út að vesenið sé út af bensíni á vélina og stuttu síðar heyrist flug- stjórinn segja á lélegri ensku að vandræði séu með eldsneytið, ekki sé til nóg af því til að flytja farþeg- ana til Íslands, af því að flugfélagið sem átti að flytja farþegana hafi átt að borga bensínið og ekki sé búið að greiða fyrir það alla leið til Íslands. En unnið sé í því að ná sambandi við það. Það líður og bíður og hitnar í vélinni. Fólk ókyrr- ist enn meira. Þá kviknar sú hugmynd í gríni að safnað sé samskotum meðal farþega. „Menn ættu kannski að losa sig við klinkið, þá verður hægt að kaupa bensín og komast heim.“ Flugstjórinn kemur aftur í kallkerfið og segir að greiðsla hafi borist, en hún dugi ekki til og beðið sé eftir frekari greiðslu. Allt er þetta óskýrt, af því hann talar slæma ensku og það heyrist illa í kall- kerfinu. Tveir klukkutímar eru liðnir síðan vélin átti að fara í loftið. Þá heyrist í kallkerfinu að greiðsla hafi borist sem dugi fyrir bensíni til Íslands, en það vanti VAT-númer til að hægt sé að ganga frá reikningi og dæla bensíni. Einhver í vélinni sér ástæðu til að fagna þessum tíðindum. Skömmu síðar tilkynnir flugstjórinn sigri hrós- andi að greiðsla hafi borist og VAT-númerið og bensínbíllinn sé á leiðinni. Er hann rennir í hlað grípur um sig gleði meðal farþeganna, en þá til- kynnir flugstjórinn að ekki sé æskilegt að dæla bensíni á vélar sem séu fullar af fólki. En það sé í lagi ef allir slökkvi á farsímum og fartölvum og öllum öðrum tækjum, setjist í sætin en alls ekki með belt- in spennt. Einhverjum finnst þetta ekki traustvekj- andi. En vélin er fyllt og tekst á loft, fólki til mikils léttis. Þá kemur á daginn að ekkert er hægt að fá að borða í vélinni og nánast ekkert að drekka. Þarna hafa flestir farþegarnir verið í vélinni í næstum þrjá tíma og fjögurra og hálfs tíma flug er eftir til Íslands. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Seinkanir flugfélagsins Iceland Express hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu. Ekkert lát er á. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Saga úr háloftunum 13. ágúst Systurnar Elma Lísa og Nína Björk halda fatamarkað laugardaginn næsta frá 12 til 18 á Lindargötu 6. Til sölu verð- ur fullt af fíneríis fötum og fylgihlutum fyrir stelpur og stráka á góðu verði. 13. ágúst Dikta rokkar á Pönk á Patró í Sjóræningja- húsinu á Pat- reksfirði. Dikta stjórnar tónlistarsmiðju og heldur tónleika. 14. ágúst Sunnudagsleiðsögn um Kjar- valssýninguna klukkan 14 í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræð- ings. www.noatun.isn o a t u n . i s Nammibarinn 50% afsláttur AF NAMMIBARNUM LAUGARDAGA: ALLAN SÓLARHRINGINN SUNNUDAG - FÖSTUDAG: MILLI KL 20 - 24

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.