SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 8

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 8
8 14. ágúst 2011 Á meðan Arsenal og Barcelona hafa karpað um kaupverð sem talið er að muni nema á milli 35 og 40 milljónum punda, hefur lítillega verið rætt um hlut- verk Fabregas í liði Barcelona. Margir eru þeirrar skoðunar að leikmaðurinn eigi eftir að eyða drjúgum tíma á tréverkinu líkt og hann hefur gjarna þurft að gera með spánska landsliðinu. Miðjuspil Barcelona-liðsins hefur einmitt verið að- all liðsins þar sem Andres Iniesta, Xavi Hernandez, ásamt varnarsinnaðri mönnum á borð við Sergio Bus- quets, Seydou Keita og Javier Mascherano eru í að- alhlutverkum. Unglingurinn Thigo Alcantara hefur líka verið í frábæru formi með liðinu á undirbúnings- tímabilinu og lék stórt hlutverk með sigurliði Spán- verja í Evrópukeppni U-21 árs landsliða í Danmörku. Það er því ljóst að Fabregas mun ekki valsa inn í liðið átakalaust. Xavi er orðinn 31 árs gamall og líklega er Fabregas hugsaður sem arftaki hans til lengri tíma litið. Ef jafnframt er litið til þess að liðið leikur líklega um 60 leiki á tímabilinu ætti að vera hægt að finna Fabrégas hlutverk. Er ekki nóg fyrir af skapandi miðjumönn- um í liði Barcelona? Farnir að eldast Iniesta er 27 ára en Xavi er orðinn 31 árs. Fabregas mun án efa falla vel að leikstíl liðsins. Reuters E ftir langa og á köflum leiðigjarna sögu lítur nú allt út fyrir að Cesc Fabregas snúi aftur til æskuslóðanna í Barcelona og leiki þar á næsta tímabili. Fabregas sem nú er tuttugu fjögurra ára gamall kom til Arsenal árið 2003 og hefur á þeim tíma leikið ríflega 300 leiki. Hann var á sínum tíma yngsti leikmaður Arsenal sem leikið hafði fyrir aðalliðið og jafn- framt sá yngsti til að skora fyrir liðið. Ári síðar skrifaði Fabregas undir atvinnumannasamning einungis sextán ára gamall. Ar- sene Wenger hefur krækt í marga frábæra leikmenn á sínum ferli en Fabregas sýndi fljótlega að hann er einstakur leikmaður. Á tíma- bilinu 2006-2011 hefur enginn leikmaður skapað jafn mörg marktækifæri fyrir samherja sína í fimm bestu deildum Evrópu. Fabregas hefur lagt upp 466 færi á tímabilinu en næstur á lista er til- vonandi samherji hans Xavi Hernandez með 455 upplögð færi. Þegar farið er yfir tölfræði leik- mannsins sést af hverju Börsungar hafa gengið á eftir leikmanninum í svo langan tíma en fyrsta til- boðið var lagt fram fyrir ári síðan þó mun lengur hafi verið rætt um að Fabregas sneri aftur til upp- eldisfélagsins í Barcelona. Höfuðlaus her Margir Arsenal-aðdáendur hafa líklega verið orðn- ir langþreyttir á vangaveltunum sem náðu há- marki síðastliðið sumar þegar spánska landsliðið var að fagna heimsmeistaratitli sínum inni í klefa eftir að hafa borið sigurorð af Hollendingum í úr- slitaleik keppninnar. Þar hafði Fabregas lagt upp sigurmarkið fyrir annan væntanlegan samherja, Andres Iniesta, en liðsfélagar hans klæddu hann í Barcelonatreyju eftir leikinn við hóflega hrifningu Arsenalmanna. Hugsanlega eru einhverjir aðdáendur Lundúnaliðsins fegnir því að sagan sé á enda en ljóst er að leikmaðurinn skilur eftir skarð sem erfitt verður að fylla. Á vef BBC hefur verið birt góð sam- antekt á frammistöðu Arsenal- liðsins sem gefur góða mynd af mikilvægi Fabregas innan liðsins. Frá því að miðjumaðurinn útsjón- arsami vann sér fastan sess í liði Arsenal hefur liðið bæði skorað meira og unnið fleiri leiki þegar hann hefur verið inni á vellinum. Eitt og sér ætti það að gera mik- ilvægi hans skýrt en þegar við bætist að liðið hefur fengið á sig fleiri mörk og safnað færri stigum í fjarveru Fabregas er ljóst að Wen- ger stendur frammi fyrir miklum vanda. Frá byrjun tímabils 2004 hefur liðið skorað 2,04 mörk að með- altali í leik með Fabregas í liðinu en 1,52 án hans. Að sama skapi hefur liðið fengið 0,92 mörk á sig þegar hann hefur verið með en 1,07 án hans. Liðið hefur unnið 59% leikja með hann í liðinu en einungis 44% í fjarveru hans. Litið hefur verið til Samirs Nasri sem næsta leið- toga liðsins en nú er útlit fyrir að hann færi sig yfir til bláa helmings Manchesterborgar á næstunni. Líkt og áður er talið að Wenger líti til franskra leik- manna með það í huga að finna staðgengil. Þar hafa Eden Hazard leikmaður Lille og Mathieu Val- buena leikmaður Marseille verið nefndir. Arsenal var þó löngum stundum án Fabrégas á síðasta tímabili vegna meiðsla Spánverjans. Liðið hefur í sínum röðum þá Jack Wilshire, Aron Ramsey, Abou Diaby og meiðslapésann Rosický og er því ekki algerlega á flæðiskeri statt hvað miðjumenn varðar. Útlit er fyrir að Cesc Fabregas hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal en hann var ekki valinn í leikmannhóp liðsins gegn Newcastle. Reuters Undrabarnið snýr aftur á heimaslóðir Útlit fyrir að Fabregas fái loks að leika með Barcelona Vikuspegill Hallur Már hallurmar@mbl.is Í Barcelona hittir Fabregas fyrir átrúnaðargoð sitt úr æsku: þjálf- arann sigursæla Pep Guardiola. ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.