SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 12
12 14. ágúst 2011
Mánudagur
Fjölnir Þorgeirsson
Í dag hefði Gunni
bróðir orðið 52 ára!
Munum að njóta lífs-
ins á meðan við er-
um lifandi því maður
veit aldrei hvort þessi dagur er sá
síðasti !!!!!!!! Eigið góðan dag.
Þriðjudagur
Sigurður Svavarsson
trúir því ekki að ís-
lensk stjórnvöld
hyggist fagna heið-
urssessi íslenskra
bókmennta á Bóka-
messunni í Frankfurt og útnefn-
ingu Reykjavíkur sem Bókmennta-
borgar UNESCO með því að
hækka virðisaukaskatt á bók-
um …
Miðvikudagur
Ragna Árnadóttir
Hugsið ykkur það,
að það þykir feimn-
ismál að vera með
geðsjúkdóm, til
dæmis þunglyndi
(sem þó margir þjást af á ein-
hverju skeiði ævinnar) og það er
árið 2011! Breytum þessu!
Fésbók
vikunnar flett
Bryndís Sumarliðadóttir
og Kristinn Ásmundsson
K
eppendur sem fóru til Aþenu á
Special Olympics upplifðu ótrú-
legt ævintýri, samtals 36 kepp-
endur ásamt 15 þjálfurum og
fararstjórum. Keppt var í átta greinum,
boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi,
keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi.
Keppendur sýndu mikið æðruleysi og yf-
irvegun í öllum þessum hita og breyttum
aðstæðum. Ferðalagið var mjög langt, sam-
tals 27 tímar. Þegar komið var til Grikklands
tók við 9 tíma ferðalag í rútu til vinabæjar
Íslands sem var Halkidiki (www.halki-
diki.com) þar sem þau voru í fjóra daga í
góðu yfirlæti. Síðan tók alvaran við og
keppendur komu til Aþenu og skiptust á
þrjá staði.
Keppendur náðu mjög góðum árangri í öll-
um keppnisgreinum, sem er afar eftirtekt-
arvert. Við foreldrarnir sem stóðum á hlið-
arlínunni og horfðum stolt á fólkið okkar
keppa fyrir Íslands hönd upplifðum
magnaðar stundir, sérstaklega yfirveg-
unina og hversu róleg þau voru í þessum
hita og á svo stórum leikvangi.
Sannarlega má ekki gleyma því hversu
ótrúlegt það er að fólk sé tilbúið að leggja á
sig ómælda vinnu til þess að þetta geti
gerst. Að taka þátt í jafn stórkostlegum
leikum og Special Olympics, er lífsreynsla
sem á eftir að nýtast alla ævi.
Það var í raun ótrúlegt hve unga og
óreynda íþróttafólkið í hópnum stóð sig
vel og var jákvætt og duglegt í sinni fyrstu
ferð til útlanda með ókunnu fólki. Er
ástæða til að þakka þjálfurum og liðs-
mönnum sem með yfirvegun og mikilli
vinnu skiluðu keppendum heim lífs-
reyndari og með sterkari sjálfsmynd.
Þrátt fyrir að Grikkir væru að stríða við
erfiða tíma tókst þeim að standa að fram-
kvæmd þessa stærsta íþróttaviðburðar
ársins með miklum sóma.
Höfundar eru foreldrar Sigríðar Ernu,
sem var ein keppendanna á mótinu.
Stórkostlegt ævintýri í Aþenu
Íslenski hópurinn sem fór á Special Olympics í Aþenu.
VITA er lífið
Alicante
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
Kynntu þér ferðamöguleikana og
skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is
Flugsæti, 17. og 24. ágúst
Verð frá 29.900 kr.
Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar.
Vikulegt flug út október 2011.