SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 30

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 30
30 14. ágúst 2011 B yggingar í ljósum logum, átök á götum úti, innbrot, þjófnaðir og skemmdarverk. Þannig var ástandið á Englandi kvöld eftir kvöld í liðinni viku. Rósturnar hófust í London og breiddust síðan út til borga á borð við Manchester og Birmingham. Eftir vikuna lágu fimm í valnum. Nú er ofbeldið að fjara út og umræðan um ástæðurnar komin á fullt skrið. Má rekja glundroðann til fátæktar og félagslegrar misskiptingar eða var einfaldlega um hreinræktaða glæpamennsku að ræða? Sjúkt samfélag? David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, hefur verið ómyrkur í máli um óeirðirnar. „Í samfélagi okkar eru hlutar, sem eru ekki bara brotnir, heldur, hrein- skilnislega, sjúkir,“ sagði hann og neitaði að fallast á að ofbeldið kæmi fátækt við eða óeirðirnar væru sprottnar af pólitísk- um mótmælum. Samkvæmt skoð- anakönnunum taka 42% Breta undir það að óeirðirnar megi rekja til glæpa- mennsku. Hegðun þátttakenda í óeirðunum hef- ur verið fordæmd með mjög afgerandi hætti og spurt hverjir hafi brugðist, for- eldrar, kennarar eða fyrirmyndir á borð við poppstjörnur og fótboltamenn. Skrif Max Hastings, fyrrverandi rit- stjóra The Daily Telegraph og Evening Standard, eru sláandi. „Þeir eru af- sprengi menningar, sem gefur þeim svo mikið án nokkurra skilyrða að þau þurfa ekki að læra að verða manneskjur,“ skrifaði Hastings í The Daily Mail. „Hundarnir mínir hegða sér betur og fylgja æðra gildismati en hinir ungu þátt- takendur í óeirðunum í Tottenham, Hackney, Clapham og Birmingham.“ Skortur á ábyrgðartilfinningu Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórn- arandstöðu, hefur að mestu forðast að skella skuldinni á niðurskurð stjórnar Íhaldsflokksins og frjálslyndra demó- krata. Ed Miliband, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagðist vilja forðast ein- feldningslegar lausnir. „Ég stóð mig að því að hugsa með mér að þetta væri glæpsamleg hegðun einstaklinga og ekki væri til nokkur afsökun eða réttlæting fyrir henni,“ sagði hann í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, „en ég veit að við verðum að fara dýpra en það. Er þetta menning eða er þetta fátækt og skortur á tækifærum? Sennilega hvort tveggja.“ Miliband tengdi gripdeildirnar banka- kreppunni og símahlerunarhneyksli götublaðsins News of The World, sem hvort tveggja sýndi skort á ábyrgð- artilfinningu og það hugarfar að hver sé sjálfum sér næstur. Allir í samfélaginu þyrftu að „horfa inn í sál sína“. Líður ekki sem hluta af samfélaginu Kjartan Páll Sveinsson, mannfræðingur við bresku fjölmenningarstofnunina Runnymede, sagði í samtali við Morg- unblaðið á fimmtudag, að óeirðirnar mætti rekja til jafns til stéttaskiptingar og mismununar kynþátta. „Þetta kemur mönnum ekki á óvart,“ sagði hann þegar hann var spurður hvers vegna reiðin og skemmdarfýsnin virðist koma mönnum í opna skjöldu. „Einn æðsti yfirmaður lög- reglunnar gaf Theresu May [ráðherra jafnréttis- og innanríkismála] viðvörun í fyrrahaust um að þetta væri yfirvofandi.“ Kjartan Páll segir að menn verði að velta fyrir sér hvers vegna ungmennum sé nákvæmlega sama þótt myndir náist af þeim rænandi og ruplandi og bætir við að ungmennum, sem hann talaði við í Birm- ingham, líði eins og ekki sé hlustað á þau og þau séu ekki hluti af samfélaginu. Þegar Miliband fór í hverfið Brixton í London á föstudagsmorgun mætti hon- um Lionel Owusu, stuðningsmaður sam- taka, sem nefnast Friður á götunum: „Við fordæmum alfarið ofbeldið, en þið verðið að líta á ástæðurnar – ástæður eru ekki afsakanir. Fólk á ekkert og vill frekar vera á toppnum í glæpaheiminum en á botninum í samfélaginu. Það þarf að taka á menntun þess og væntingum.“ Ekki pólitísk yfirlýsing Tony Travers, fræðimaður við London School of Economics, segir ekki koma á óvart að stjórnmálamenn eigi í vandræð- um með að færa viðbrögð sín við óeirð- unum í orð: „Atburðirnir snerust um að fólk braut hluti og eyðilagði og stal „Hundarnir mínir hegða sér betur“ Úr hvaða jarðvegi spruttu óeirðirnar í Englandi í liðinni viku? David Cameron sagði að hlutar bresks samfélags væru sjúkir og Ed Miliband að Bretar þyrftu að horfa inn í sál sína. Gamal- reyndur ritstjóri sagði að hundarnir sínir hefðu sterkari siðferðiskennd en þeir, sem þátt tóku í óeirðunum. Karl Blöndal kbl@mbl.is Mikill eldur kviknaði í vöruhúsi fyrirtækisins Sony í Enfield í norðurhluta London í óeirð- unum í vikunni. Engan sakaði en skemmdir voru þó nokkrar. Lögreglan í Birmingham hefur sett upp skjái þar sem fólk, sem grunað er um rán og grip- deildir, sést athafna sig. Skjáirnir eru á fjölförnum stöðum og hefur lögregla fengið þó nokk- uð af ábendingum frá almenningi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.