SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Qupperneq 31
14. ágúst 2011 31
neysluvörum, sérstaklega íþróttaskóm
og flatskjám, úr verslunum,“ sagði hann
við fréttastofuna AFP. „Það er ekki póli-
tísk yfirlýsing, jafnvel þótt stjórn-
málamenn þurfi að átta sig á hvers vegna
þetta gerðist og bregðast við. En þetta
voru ekki með neinu móti pólitísk upp-
þot eða mótmæli.“
Gus John, prófessor við London-
háskóla, sem hefur sérhæft sig í mál-
efnum svartra, segir að sú aðferð lögreglu
að stöðva blökkumenn og leita á þeim
hafi alið á óvild í garð lögreglunnar, sér-
staklega hjá ungum blökkumönnum.
„Mjög margt af þessu unga fólki, sem sést
í myndefni [frá óeirðunum] hefur reglu-
lega sætt leit af hálfu lögreglu og sumt af
því er í miklu uppnámi þess vegna. Að
miklu leyti er held ég um að ræða losun á
niðurbældri reiði gegn lögreglu, en einn-
ig algera örvæntingu fólks vegna að-
stæðna þar sem því finnst það enga fram-
tíð eiga.“
David Lammy, þingmaður frá Totten-
ham og sonur innflytjenda frá Karíbahaf-
inu, segir hins vegar að skilin séu ekki á
milli svartra og hvítra: „Þau eru á milli
þeirra sem eiga hlutdeild í samfélaginu og
þeirra sem eiga hana ekki.“
Óeirðirnar hófust í Tottenham, bæj-
arhluta í London, þegar fólk safnaðist
saman til að mótmæla vinnubrögðum
lögreglu þegar Mark Duggan, 29 ára gam-
all fjögurra barna faðir, var skotinn. Lög-
reglan kvaðst hafa brugðist við þegar á
hana var skotið, en hefur nú viðurkennt
að það sé ekki rétt.
Breska lögreglan naut eitt sinn trausts,
en allt frá því að hún drap svartan táning
árið 1993 hefur verið að molna úr mynd-
inni af breska lögregluþjóninum, sem er
aðeins vopnaður kylfu og er í tengslum
við hverfið sitt.
Sótt í smiðju Bandaríkjamanna
Lögreglan hefur sætt harðri gagnrýni
vegna viðbragðanna við óeirðunum og
hefur viðurkennt að hafa verið of hikandi
í fyrstu. Cameron hefur boðað til víðtækra
aðgerða og horfir í þeim efnum til Banda-
ríkjanna. Hann ætlar að leita í smiðju Bill
Bratton, sem var lögreglustjóri bæði í New
York og Los Angeles og gat sér orð fyrir að
draga þar úr glæpum.
Árið 1992 brutust út óeirðir í Los Angel-
es í kjölfar þess að lögreglumenn, sem
höfðu náðst á myndband þar sem þeir
misþyrmdu blökkumanninum Rodney
King, voru sýknaðir. Í sex daga geisuðu
eldar og ofbeldi. Líkt og í London hélt lög-
reglan sig til baka í upphafi og síðan þurfti
að kalla til aukinn mannafla þegar allt fór
úr böndunum. Það kom í hlut Brattons að
taka á málum eftir ósköpin.
Cameron hefur meðal annars sagt að at-
huga eigi hvort rétt sé að koma í veg fyrir
samskipti fólks á félagslegum vefjum þeg-
ar „við vitum að það er að leggja á ráðin
um ofbeldi, glundroða og glæpi“, athuga
hvort útvíkka beri vald til að setja út-
göngubann og dreifa mannfjölda, gefa
lögreglu rétt til að taka húfur og grímur af
fólki sem hylur andlit sitt og veita dóm-
stólum svigrúm til þyngri refsinga.
Fyrirætlanir Camerons eru ekki óum-
deildar. Umræðan um það hvernig bregð-
ast eigi við óeirðunum er rétt að hefjast og
þar munu takast á þeir, sem vilja láta
herða löggæslu, og þeir, sem vilja leggja
áherslu á félagslega þáttinn.
Reuters
Ræningjar flýja fataverslun í Peckham í London á mánudag. Rán og gripdeildir breiddust út
um England eftir því sem leið á vikuna.
Óeirðalögregla hleypur framhjá brennandi byggingum í íbúðargötu í Croydon í suðurhluta
London á mánudag. Kveikt var í byggingum og grjóti kastað í lögreglu.
Mörg hundruð litlir miðar voru festir á spónaplötu verslunar, sem var rænd í Peckham í suð-
urhluta London á miðvikudag. „Hættið að brenna borgina mína,“ stóð á einum þeirra.
Maður hreinsar til í stórmarkaði í Ealing í vesturhluta London eftir óeirðirnar á mánudag.
Ærið starf er að koma lífinu í samt lag eftir óeirðir og skemmdarverk vikunnar.
Kona með barnavagn gengur fram hjá versl-
un þar sem rúður hafa verið brotnar og neglt
fyrir, en þar er „opið eins og venjulega“.