SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 32

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Page 32
32 14. ágúst 2011 Í samtali við Viðskiptablað Morgun- blaðsins sl. fimmtudag segja tveir af athyglisverðari athafnamönnum sinnar kynslóðar, Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, að búast megi við að verzlunarsamsteypan Hagar verði sett á markað í nóvember eða desember á þessu ári og að þeir geri sér vonir um, að al- menningur verði virkur í því hlutafjár- útboði. Í fréttum síðustu daga hefur komið fram, að ríkisstjórnin hyggist selja hluti sína í Íslandsbanka og Arionbanka og jafn- vel eitthvað af hlut ríkisins í Landsbanka. Í tilefni af þessum fréttum hljótum við, sem tókum út pólitískan þroska okkar undir handarjaðri þeirra Geirs Hallgríms- sonar, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Matt- híasar Johannessen, fyrir hálfri öld að spyrja okkur þeirrar spurningar, hvar hugsjónin um almenningshlutafélög á Íslandi sé á vegi stödd. Gekk hrunið að henni dauðri? spurðu tveir vinir mínir úr þessum hópi fyrir nokkrum dögum. Það er ekki spurt að ástæðulausu. Þegar Eykon gaf út bók sína um almennings- hlutafélög, sem nefnist Alþýða og at- hafnalíf, haustið 1968, gaf nafn bókarinnar til kynna kjarnann í hugmyndum hans. Hinn íslenzki alþýðumaður átti að gerast þátttakandi í atvinnulífi landsmanna, leggja sparifé sitt í almenningshlutafélög, leggja þar með sitt af mörkum til þess að byggja upp atvinnulífið, gerast einn af eig- endum fyrirtækjanna og hljóta arð af þeirri eign. Hvað gerðist á árunum fyrir hrun, þegar hlutabréfamarkaður blómstraði, milljarð- arnir streymdu um samfélagið og ofur- menni urðu til í viðskiptalífinu? Eitt af því, sem gerðist var, að nokkrir einstaklingar „möndluðu“ með verð hlutabréfa og héldu því uppi með alls kyns æfingum, sem varða við lög um markaðsmisnotkun. Peningarnir, sem fóru í hlutabréfakaup voru ekki fyrst og fremst sparifé hins ís- lenzka alþýðumanns, eins og Eykon sá fyrir sér, heldur stórar upphæðir, sem teknar voru að láni í bönkum, sem aftur höfðu tekið peningana að láni í útlöndum. Allt snerist um að knýja fram hækkun á verði hlutabréfanna, sem engar innistæð- ur voru fyrir í rekstri fyrirtækjanna, til þess að innleysa söluhagnað. Opinberir reikningar fyrirtækjanna voru álitamál, sem lítið hefur verið fjallað um eftir hrun. Þetta voru ekki þær hugmyndir, sem þeir Eykon og Matthías börðust fyrir á síð- um Morgunblaðsins á Viðreisnaráratugn- um og Geir á hinum pólitíska vettvangi. Þetta var afskræming þeirra hugmynda. Þýðir það að þær séu dauðar eins og sagt var við mig fyrir nokkrum dögum? Ég er ekki sammála því. En fengin reynsla sýnir, að það þarf meira regluverk í kringum þennan markað en talsmenn hins frjálsa viðskiptalífs hafa viljað horfast í augu við fram að þessu. Því sjónarmiði var haldið fram í Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins fyrir tveimur áratugum en talsmenn samtaka viðskiptalífsins á þeim tíma sögðu að slíkt væri tóm vit- leysa. Þó urðu þær skoðanir ekki til í hug- arheimi ritstjórnar Morgunblaðsins þá heldur voru sóttar í skýrslu sænsks ráð- gjafarfyrirtækis, Enskilda Securities, sem Seðlabankinn hafði fengið til þess að vinna skýrslu um uppbyggingu hlutabréfa- markaðar á Íslandi. Nú þegar áhugi er að vakna á því á ný að byggja upp hlutabréfamarkað og almenn- ingshlutafélög er nauðsynlegt að ræða þá reynslu, sem við höfum öðlazt á síðustu 20 árum og finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að hlutafélög alþýðunnar, sem Eykon sá fyrir sér lendi aftur í höndum hinna fáu, sem fari með þau eins og sína prívat eign. Þess vegna þarf að setja um starfsemi þeirra og rekstur strangar reglur, sem fylgja verður eftir, hvort sem vinum mín- um í röðum svonefndra frjálshyggju- manna þykir ljúft eða leitt. Hvergi er strangara regluverk um hlutabréfamarkað en í Bandaríkjunum. Hvergi eru strangari viðurlög við brotum á þeim reglum en þar í landi, þar sem þeir, sem reglurnar brjóta eru umsvifalaust settir á bak við lás og slá. Hvað þarf að gera? Að fenginni reynslu þarf að koma í veg fyrir að bankar láni til hlutabréfakaupa með þeim hætti, sem þeir gerðu og spurning, hvort þeir eigi yfirleitt að hafa heimild til slíkra lánveitinga. Þær þurfa a.m.k. að byggjast á mun meira eigin fé en áður tíðkaðist. Í annan stað þarf að setja strangari reglur um reikn- ingsskil fyrirtækja eða fylgja grundvallar- reglum þeirra betur eftir. Ætla endur- skoðendur enn að halda því fram að ekkert hafi verið athugavert við færslu óefnislegra eigna í reikningsskilum fyrir- tækja fyrir hrun? Í þriðja lagi þarf að endurskoða gildandi reglur um hvenær stórum hluthöfum ber skylda til að gera tilboð í öll hlutabréf, þegar þeir hafa náð ákveðnu hlutfalli hlutafjár í sínar hendur. Slíkar reglur eiga að koma í veg fyrir að einn aðili eða fáir aðilar geti ráðið fyrir- tækjum í krafti takmarkaðrar eignarað- ildar. Ekkert fannst talsmönnum Verzl- unarráðs Íslands heimskulegra veturinn 1990 í skrifum Morgunblaðsins en ein- mitt það sjónarmið að slíkar reglur ætti að setja. Í fjórða lagi þarf að endurskoða reglur um innherjaviðskipti, sem áreið- anlega hafa verið þverbrotnar á undan- förnum árum án þess að hægt hafi verið að sanna það. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um það, sem þarf að ræða og færa til betri vegar áður en almenningshlutafélögin hefja göngu sína á ný. Vafalaust má nefna fleiri þætti sem t.d. varða Kauphöll Ís- lands og eftirlit hennar með skráðum fyrirtækjum. Hugsjónin um almenningshlutafélög er ekki dauð eins og tveir svartsýnir vinir mínir héldu fram fyrir nokkrum dögum. En þjóðin þarf að læra af fenginni reynslu. Það þurfa hinir ungu athafna- menn, Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson og samstarfsmenn þeirra líka að gera áður en þeir leggja út á þessi mið. Er hugsjónin um almenningshlutafélög dauð? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi, 14. ágúst, 1974 gerði tyrkneski herinn lokainnrás inn á Kýpur og á tveimur dögum hertók herinn norðurhluta eyjunnar og tryggði núverandi skiptingu hennar milli kýpverskra Tyrkja og kýpverskra Grikkja. En eyjan er enn í dag skipt á milli þessara þjóðarbrota á þeim landa- mærum sem tyrkneski herinn bjó til árið 1974. Saga illinda og deilna milli Tyrkja og Grikkja er óra- löng en deilan á Kýpur nær aftur til 1571 þegar Ottóman- veldi Tyrkja hertók eyjuna. Það er reyndar áhugavert að árið 1571 var samt ár sem hinn kristni hluti Evrópu náði í fyrsta skiptið að stöðva eða öllu heldur hægja á stórsókn Ottóman-veldisins í sjóorrustunni við Lepanto. Þeim glæsilega sigri Feneyjarveldisins, Spánverja og Möltubúa á Ottómanveldinu var mikið haldið á lofti. En eins og soldáninn sjálfur sagði eftir sjokkerandi fréttir af ósigr- inum þá væri það smáatriði miðað við að þeir hefðu náð að leggja Kýpur undir sig. Kýpur hafði þá verið hluti af hinu volduga borgríki Feneyja í nokkurn tíma. Ottóm- an-veldið gaf hermönnum úr Jannissaries-sveitum sín- um mikið land á Kýpur og brátt varð til stór og sterkur minnihluti Tyrkja á eyjunni. Eyjan var undir stjórn Tyrkja fram að Berlínarráðstefnunni árið 1878 að breska heimsveldið fékk yfirráð yfir eyjunni. Bretar réðu yfir eyjunni fram til 1960 er hún hlaut sjálfstæði en þá voru um 20% hennar tyrknesk- en um 80% hennar grísk- ættaðir. Mikil þjóðerniskennd var ríkjandi hjá báðum þjóðarbrotunum og sífelldar deilur á milli þeirra og hjaðningavíg. Um vorið 1974 gerðu þjóðernissinnaðir kýpverskir Grikkir valdarán á eyjunni og komu hófsömum Grikkj- um frá. Þeir voru studdir í ráninu af herforingjastjórn- inni í Grikklandi sem hafði verið við völd á meginland- inu frá árinu 1967. Kýpverski Grikkinn Nikos Sampson var gerður að forsætisráðherra Kýpur en hann var þekktur fyrir mjög mikla andúð á Tyrkjum. Þó svo að í byrjun beindust ofsóknir Sampsons og grísku þjóðern- issinnanna að þeim Grikkjum sem voru hófsamir þá var flestum ljóst að Ttyrkir yrðu næstir í röðinni. Tyrkland réðst fyrst inná eyjuna 20. júlí en samið var um vopnahlé þremur dögum seinna og tyrkneski herinn hélt aðeins um 3% af eyjunni. Herforingjastjórnin í Grikklandi sem studdi kýpversku Grikkina féll og ný ríkisstjórn lýsti því yfir að hún myndi ekki fara í stríð við Tyrki enda þar við ofurefli að etja. Samningaviðræður fóru fram á milli Tyrkja og Grikkja fram til 14. ágúst að Tyrkir fengu nóg og hófu stórinnrás inn í Kýpur og hertóku norðurhluta eyjunnar á tveimur dögum og hafa síðan þá ráðið þeim hluta eyjunnar sem nær yfir 40% landsvæðisins. Miklir fólksflutningar urðu skömmu eftir þessa innrás þar sem Tyrkir á suðurhlutanum færðu sig norður og Grikkir í norðurhlutanum færðu sig suður. Margt varð til þess að gera þessi átök flókin fyrir Kýp- verja og alþjóðasamfélagið. Bæði ríkin voru meðlimir í NATO og mikilvægir bandamenn gegn ógninni frá Sov- étríkjunum, þannig að lítið var um að eitthvert Vestur- landanna tæki afstöðu með öðrum aðila deilunnar. Í öðru lagi var þjóðernisstækja af ríkisstjórnum beggja landanna og erfitt að meta hvor toppaði hvorn í því. Morð á saklausum borgurum urðu á báða bóga en Tyrk- land var með sterkari her og verndaði sitt þjóðarbrot sem síðar átti eftir að stofna sjálfstætt ríki í norðurhlut- anum en það er ekki viðurkennt af neinu öðru landi en Tyrklandi. Það er umdeilanlegt hversu réttlætanleg innrás Tyrkja var og vissulega lögðu þeir undir sig mjög stóran hluta eyjunnar þótt aðalbyggðir Tyrkja sem voru aðeins tæp 20% þjóðarinnar væru miklu norðar. En þeim til afsök- unar má meðal annars benda á viðtal sem tekið var við Nikos Sampson rúmum áratug eftir atburðina, en hann var foringi kýpversk-grísku öfgaþjóðernissinnanna sem rændu völdunum fyrr um vorið. En hann lét þar hafa eftir sér að ætlan þeirra hefði verið að þurrka út tyrk- nesk áhrif á eyjunni. borkur@mbl.is Innrásin á Kýpur Tyrkneskir skriðdrekar í innrásinni á Kýpur. Innrásin tókst vel því Kýpur-grikkir voru illa skipulagðir. ’ … Tyrkir fengu nóg og hófu stórinnrás inn í Kýpur og her- tóku norðurhlutann á tveimur dögum og hafa síðan þá ráðið þeim hluta eyjunnar sem nær yfir 40% landsvæðisins. Norðurhluti eyjarinnar var hernuminn. Blái liturinn sýnir hvar grikkir voru í meirihluta en lentu samt undir hernáminu. Á þessum degi 14. ágúst 1974

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.