SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Side 34

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Side 34
34 14. ágúst 2011 Þ essa dagana er að koma út fyrsti hluti mikils ritverks, sem ber heitið Reykvíkingar. Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg. Þar fer höfundurinn vísitasíuferð um Reykjavík fyrir hundrað árum og segir sögu húsanna í bænum, sem þá voru 1.186 talsins, og frá öllum heimilum í bænum, sem voru um 2.400. Hér er í mikið ráðist og ótrúlegt að tekist hafi að safna öllum þeim heimildum og ljós- myndum sem birtast í verkinu. Merki- legt að hægt sé að varðveita þessa sögu höfuðborgarinnar, þegar hún var aðeins lítill bær með 11.449 íbúa. Í bókinni er farin skoðunarferð um götur Reykjavík- ur árið 1910 og eru þær teknar fyrir í stafrófsröð. Þannig er byrjað á Að- alstræti, svo farið um Amtmannsstíg, Austurstræti, Ánanaust o.s.frv., en í fyrsta bindinu er endað á Bergstaða- stræti, sem var þá ein lengsta gata bæj- arins. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig vinna við slíkt stórvirki hefur gengið fyrir sig. Hann tók því hús á höfundi verksins, Þorsteini Jónssyni, þar sem hann sat við að teikna upp 4. bindi rit- verksins á Skúlagötu 30, en þar er bóka- forlag hans til húsa, í sama húsnæði og Reykjavík Art Gallery. Spurður hvernig handritsgerð að svona yfirgripsmiklu verki gangi fyrir sig segist hann hafa skrifað upphaflegt handrit fyrir um tutt- ugu árum. „Þá hugðist ég segja frá fólk- inu sem byggði Reykjavík árið 1901,“ segir Þorsteinn. „Þegar ég fór að kynnast efninu betur áttaði ég mig á hve miklar breytingarnar urðu á bænum á fyrsta áratug 20. aldar. Efnahagur fólksins batnaði mikið með þilskipaútgerðinni, en þegar Reykjavík varð miðstöð útgerð- ar á Íslandi með togaraöldinni hafði það ótrúlegar breytingar í för með sér í Reykjavík. Útgerðin krafðist aukins vinnuafls og efnahagur fólks batnaði. Byggingameistarar bæjarins höfðu því ærin verkefni við að byggja hús fyrir hinn vaxandi bæ, heilu göturnar byggð- ust á örfáum árum, Grettisgata, Njáls- gata, Miðstræti og svo mætti áfram telja. Húsakostur fólks varð stærri og betri og með vatnsveitunni 1909 gjörbreyttust lífsskilyrði fólks. Á þessum áratug tvö- faldaðist íbúafjöldinn í bænum og lífskjör og þægindi urðu með allt öðrum hætti en fólk átti við að búa fyrir aldamótin. Þegar komið var að útgáfuundirbúningi sendi ég handritsdrög til afkomenda íbúa Reykjavíkur 1910 og óskaði eftir að þeir reyndu að lagfæra það sem betur mætti fara í handritinu og útveguðu mér hvers kyns myndir sem snertu forfeður þeirra og formæður í Reykjavík. Fljótt kom í ljós að mikill áhugi var fyrir verkefninu og sýndu allflestir mikinn metnað í að Reykvíkingar frá árinu 1910 fá aftur sögu og líf Út er komið fyrsta bindi af fjórum um alla Reykvíkinga ársins 1910, allt frá ráðherra til vatnsbera. Saga hvers einasta þeirra er lífguð við og ljósmynd er í bókinni af nánast öllum sem bjuggu í þessum bæ sem var að breytast í borg. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.