SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 37

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Síða 37
14. ágúst 2011 37 Í bók Þorsteins Jónssonar Reykvíkingar er sagt frá því þegar hinn útlenski siður ruddi peysufötum úr tísku á Íslandi upp úr aldamótunum. Hinn útlenski siður var líka stundum kallaður danski siðurinn, enda voru út- lönd mest Danmörk á þeim tíma. Greinin sem Þorsteinn birtir er skrifuð árið 1942 af konu sem er að rifja upp hvernig þetta var í byrjun þeirrar aldar: „Rannveig Schmidt birti eftirfarandi grein í Heimskringlu 15. apríl 1942, þar sem hún rifjar upp glæsileika kvenna í Reykja- vík í byrjun 20. aldar: „Hún Elín Sigurðsson frændkona mín í Winnipeg minntist á það í bréfi á dögunum, að hann Indriði Einarsson hefði einu sinni komist svo að orði, að íslenskar konur gætu þakkað það skotthúfunni, hvað þær yfirleitt bæru sig vel … og ég fór að hugsa um peysufötin og hvort hann hefði haft á réttu að standa, gamli maðurinn … Báru þær sig svo tiltakanlega vel ís- lensku konurnar … og var það skotthúfunni að þakka? Peysufötin urðu víst til, eins og einhver sagði, vegna þess, að það var ódýrara að hafa þjóðbúning en að tolla í tísunni með útlenda búninginn … Aldrei voru þau falleg í sjálfu sér eða þægileg, peysufötin … og silkisvuntur og silkislipsi eiga ekki við þjóðbúning í landi, þar sem ekk- ert silki er framleitt.““ Svo er vitnað í bók Þorsteins í skrif Rannveigar, en hún heldur áfram í grein sinni: „Þegar ég var að alast upp í Reykjavík var útlendi búningurinn að ryðja sér til rúms meðal yngri kvenna … en eldri kynslóðin hélt enn tryggð við peysufötin … Ég man, að margar ungu stúlk- urnar kvörtuðu sáran undan því, að eina tilbreytingin væri, að skipta um slipsi og svuntur … þær voru að reyna að breyta til hárgreiðslunni undir skotthúfunni … og skrúfuðu upp hárið í háan kamb að framanverðu … það var kallað „púllað hár“ og fór flestum illa … Stund- um sást ekki í skotthúfuna fyrir „púlli“ … en annars var greiðslan lík hárgreiðslu þeirri sem nú er í tísku um all- an heim … og aldrei hefir verið ljótari hárgreiðsla á kvenfólkinu … Peysan skýldi fögrum handleggjum (eða ljótum … þar er eins og á það er litið) … Pilsið var klunnalegt og sýndi engan vöxt … Mér er í minni hvern- ig aumingja konurnar voru í vandræðum þegar þær þurftu að vaða gegnum snjóskaflana á veturna … Ekki var þá sjalið þægilegt að drasla með … litlar og hnub- bóttar konur minntu helst á veltandi tunnur, þegar þær komu gangandi, dúðaðar í sjalinu … og lítið skjól var í skotthúfunni, þegar hann var á norðan … Aftur á móti sýndu peysufötin hvítan háls og fagran barm … þau sýndu mikið hár … og þau skýldu líka þykkum ökkl- um … Ég er heldur ekki frá því, þegar öllu er á botninn hvolft, að skotthúfan hafi átt drjúgan þátt í, að margar íslenskar konur báru sig vel.“ Tískan gerbreyttist upp úr aldamótum Peysufötin hefur því komið mér þægilega á óvart hvað myndasöfnunin hefur gengið vel, en það hefði ekki tekist nema með mikilli eftirgrennslan afkomendanna og góðu aðgengi að ljósmyndasafni Þjóðminja- safnsins. Gamlar myndskreyttar minn- ingargreinar hafa oft komið mér á sporið að þekkja útlit fólksins og þannig hefur mér tekist að þekkja marga í óskráðum myndasöfnum fólks,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort um tískubylgju hafi verið að ræða eða hvað hafi valdið því að allt frá ráðherra til vatnsbera hafi látið taka ljósmynd af sér segir hann margt koma til. „Elsta heillega ljósmyndasafnið frá Reykjavík er safn Sigfúsar Eymunds- sonar, sem farinn var að taka ljósmyndir í Reykjavík árið 1867. Um aldamótin komu svo fleiri ljósmyndarar til sög- unnar, Árni Thorsteinson, Pétur Brynj- ólfsson, Magnús Ólafsson og margir fleiri. Eftir aldamótin virðist sem fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins hafi almennt látið taka af sér ljósmyndir. Í þeim þátt- um sem birtast í 1. bindi verksins eru alls ekki margir sem ekki hafa fundist á ljós- mynd. Þó svo að flestar myndanna séu komnar frá afkomendum hefur fundist ótrúlega mikið af myndum af fólki sem ekki átti afkomendur. Mörg húsin orðin afskræmd Aðspurður hvort það sé ekki allt öðruvísi að ganga um götur bæjarins eftir að hafa rannsakað svo nákvæmlega uppruna húsanna og sögu hverrar fjölskyldu hverfanna segir hann að svo sé. „Fyrsta hugsunin er ávallt að skoða hvaða hús hafa haldið sana svip og var fyrir hundr- að árum. Þau ljósmyndasöfn sem orðin eru nær hálfrar aldar gömul sýna yfirleitt mikið breytt og oft afskræmd hús frá upprunalegri gerð. Á síðari árum hefur aftur á móti orðið vakning að varðveita hús í upprunalegri mynd og fyllist maður gleði að sjá hús fá slíka andlitslyftingu, sérstaklega ef menn eru trúir upp- runalegu útliti. Því þau hús sem byggð voru fyrir 1910 voru flest reist af miklum metnaði og báru meistara sínum oft fag- urt vitni. Til dæmis eru timburhúsin sem Sveinn Jónsson, einn af stofnendum Völ- undar, teiknaði og byggði við Miðstræti mikil menningarsöguleg verðmæti. Hús- in fá svo aukið gildi þegar þú þekkir sögu þeirra. Ekkert kort til af Reykjavík árið 1910 Aðspurður hverjir hafi verið helstu tálm- arnir í vegi hans við að klára verkið segir hann þá hafa verið ýmsa. „Meðan verkið var allt í bútum vissi ég lítið hvert ég var að fara. Árið 1901 voru götuheitin í Reykjavík ekki allsráðandi, en árið 1910 voru flest hús komin með húsnúmer. Ekkert kort var til af Reykjavík 1910, en landmælingadeild herforingjaráðsins í Kaupmannahöfn gerði uppdrátt af Reykjavík 1902 og um 1915 gerði Ólafur Þorsteinsson verkfræðingur uppdrátt af bænum. Með aðstoð þessara uppdrátta og lóðarskrárblaða hjá landupplýs- ingadeild Reykjavíkurborgar teiknaði ég upp kort af bænum samkvæmt manntal- inu 1910, sem ég vona að sé nokkuð rétt. Þegar það kort lá fyrir fékk ég betri heildarmynd af því verkefni sem ég var að vinna og auðveldaði það mér mjög að þekkja óskráðar húsa- og götumyndir. Mest gefandi hefur verið að finna áður óþekktar ljósmyndir af húsunum í bæn- um og fólkinu sem byggði bæinn, og fá þannig skýrari mynd á verkefnið. Þar sem í verkinu er reynt að fjalla eitthvað um lífshlaup allra hef ég litið á það sem hvalreka þegar ég finn góðar frásagnir af alþýðufólki og daglegu lífi almennings, því sú saga hefur minnst verið skráð. Sem betur fer vissi ég lítið í upphafi hvert þetta verk stefndi, en það er ljóst að það hefur blásið verulega út á vinnslutímanum. Það má alveg taka undir með ýmsum úr vinahóp mínum, þegar þeir hafa sagt að þetta verkefni væri hreint „galskap“. Það má kannski segja að ég hafi vaðið áfram af óraunsærri bjartsýni, en ástríðan við að púsla þessu saman hefur veitt mér ómælda ánægju. Það verður að viðurkennast að ekki er hægt að hafa mörg jafnkrefjandi verkefni í gangi í einu. Það hefur líka verið mér mikil hvatning að finna hvað afkom- endur fólksins sem byggði Reykjavík 1910 hafa sýnt verkinu mikinn áhuga og verið tilbúnir að leggja því lið,“ segir Þorsteinn. Þess má geta að þessi fallega bók er ekki enn komin í bókabúðir. Fyrst um sinn verður ritið kynnt í húsakynn- um Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 og þar er hægt að nálgast það, en síðar mun það fara í almenna dreifingu í bóka- verslanir. Þetta hús reisti alþýðuskáldið Wilhelm Hölter við Hverf- isgötu 41, í Skuggahverfinu, uppúr 1850. Péturs Bieringshús á Laugavegi 6 var byggt í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar og er í dag friðað. Árið 1901 voru gömlu húsin á horni Aðalstrætis og Aust- urstrætis rifin og Hótel Ísland stækkað. KFUM reisti þetta tvílyfta timburhús árið 1907 fyrir fé- lagsstarfsemina og Friðrik Friðriksson.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.