SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 39
14. ágúst 2011 39
Þ
að var bylting að vera þurr í fæturnar,“ var haft eftir
Guðrúnu Jónsdóttur hér í Morgunblaðinu síðastliðinn
þriðjudag en rætt var við hana í tilefni 105 ára afmælis
hennar. Guðrún var spurð að því hvaða breytingar í
gegnum árin henni hafi fundist eftirminnilegastar. Koma raf-
magnsins hafði mikil áhrif en koma gúmmístígvélanna á sínum
tíma gjörbreytti lífi fólks. Ótrúlegar breytingar hafa orðið á lífs-
háttum Íslendinga undanfarin 100 ár, sennilega meiri en 900
árin þar áður.
Það hefur alla tíð verið erfitt að stunda landbúnað á Íslandi.
Einkum var erfitt að afla heyja fyrir veturinn. Bændur urðu að
slá engjar, oft fjarri byggð, og flytja töðuna heim á hestum.
Reynt var eftir megni að rækta tún nálægt bæjunum en taðan af
þeim dugði sjaldnast.
Það var því ekki lítil bylting fyrir bændur landsins þegar
fyrstu gröfurnar og önnur jarðvinnslutæki voru flutt til lands-
ins skömmu eftir heimstyrjöldina fyrri. Veittir voru styrkir úr
opinberum sjóðum til að grafa skurði og ræsa fram mýrar. Það
má geta þess að framfærsla votlendis var styrkt af ríkinu til
1987. Á einum mannsaldri voru grafnir um það bil 32.000 km af
skurðum til framræslu mýrar. Talið er að flatarmál þess vot-
lendis sem hefur verið framræst sé yfir 4000 ferkílómetrar.
1996 var hafið átak til að endurheimta votlendið, moka ofan í
skurðina, ekki var lengur þörf fyrir öll þessi tún, sauðfjárrækt
hafði dregist verulega saman og margar jarðir farið í eyði.
Framræsla mýranna hafði ýmis neikvæð áhrif á náttúruna.
Búsvæði fugla eyðilögðust og ásýnd landsins breytist verulega.
Núna er það skylda okkar að moka ofan í skurðina og endur-
vinna votlendið. Á undanförnum árum hefur koldíoxíð í and-
rúmslofti aukist til muna og meðal annars orsakað hlýnun jarð-
ar. Með því að endurheimta um fimm ferkílómetra af votlendi
má stöðva árlega losun á um það bil 2.500 tonnum af koldíox-
íði. Þetta jafngildir útblæstri frá um 600 einkabílum.
Á sínum tíma var nauðsynlegt að ræsa fram mýrarnar svo að
byggð héldist í landinu og hægt væri að stunda hér landbúnað.
Nú er hinsvegar jafn brýnt að moka ofan í skurðina og end-
urvinna aftur sem mest af votlendinu. Til að styrkja byggð í
landinu og auka gjaldeyristekjur var árið 1931 hafin minkarækt
hér á landi. Minkarnir sluppu fljótlega úr búrum sínum og að-
löguðust íslenskri náttúru.
Fyrsta minkagrenið fannst 1937 og fljótlega kom í ljós að
minkurinn var skelfilegur skaðvaldur í náttúrunni. Segja má að
innflutningur minks hingað til lands hafi verið eitt mesta um-
hverfisslys í sögu landsins. 1939 var farið að greiða fyrir eyð-
ingu minks og 1975 var talið að minkurinn væri búin að nema
land alstaðar á landinu.
Framræsla votlendis á sínum tíma átti hvaða mestan þátt í að
flórgoðinn nánast hvarf og með komu minksins má segja að
honum hafi verið útrýmt. Fyrir utan flórgoðann hefur mink-
urinn haft afgerandi áhrif á fækkun fugla eins og keldusvíns og
teistu. Þá er hann vágestur við veiðiár, étur ógrynni af laxa- og
silungsseiðum.
Í dag er mikill meðbyr með skógrækt hér á landi. Stjórnvöld
hafa á undanförnum árum látið talsvert fé renna til skógræktar,
frá 1990 eru þetta líklegast hátt í 10 miljarðar. Skógrækt hér á
Íslandi hefur ýmsa kosti, hún hefur veruleg jákvæð áhrif á líf-
fræðilega fjölbreytni þar sem hún er notuð til landgræðslu á lítt
grónu landi. Skógurinn býr til kærkomið skjól hér í nepjunni.
Hinsvegar verður að hafa í huga að ekki er sjálfsagt að planta
trjám alstaðar í íslenskri náttúru. Með síaukinni skógrækt hér á
landi þrengir að búsvæðum mófugla. Mófuglar og raunar
nokkrar aðrar tegundir fugla þrífast ekki í skóglendi. Tómas
Gunnarsson fuglafræðingur bendir réttilega á í viðtali hér í
Morgunblaðinu að „töluvert hefur verið plantað af trjám í út-
haga sem eru mikilvæg búsvæði fuglanna. Íslenski úthaginn er
mófuglaland á heimsmælikvarða, en sé þar ræktaður skógur
eyðileggjast búsvæðin. Á Íslandi eru tiltölulega fáar tegundir
fugla. Ísland er hinsvegar gríðarlega mikilvægur varpstaður
fyrir margar þær tegundir sem hér eru, til dæmis vaðfugla. Um
40% af heimsstofni spóa verpir hér á landi og um 50% lóu og
sendlings.“
Framræsla votlendis á sínum tíma var gerð af illri nauðsyn á
erfiðum tímum, á tímum þegar mat manna á fegurð og verð-
mæti náttúrunnar var annað en það er í dag. Þegar minkurinn
var fluttur hingað til lands þá vissu menn hreinlega ekki betur,
gerðu sér ekki grein fyrir hverskonar skaðvaldur hann var. Nú
vita menn betur og þess vegna á það ekki að líðast að eins og
Tómas Gunnarsson segir að „skógrækt er drifin af staðbundn-
um hagsmunum en fórnarkostnaður á
landsmælikvarða [er] ekki metinn, heldur
aðeins mögulegur ávinningur.“
Þetta eru orð í tíma töluð.
Eftir bestu vitund
Náttúruvernd
Sigmar B. Hauksson
manns Magnússonar.
Dropinn holaði steininn. Norska álfyrirtækið dró í land og bar við
að vilja ekki verða leiksoppur deilna. Var borið við að hyggilegra og
hagkvæmara væri að reisa stærra álver á Reyðarfirði en það sem á
teikniborðinu var. Endirinn þá varð virkjun Jöklu við Kárahnjúka og
þá var bandaríska fyrirtækið Alcoa komið í spilið.
Deilan um Þjórsárver árið 2002 var af svipuðum toga. Þar var tekist
á um hvort fórna mætti fenjasvæðinu inn við Hofsjökul, þar sem
Þjórsá á upptök sín, undir vatnsmiðlun svokallaðrar Norðlingaöldu-
veitu. Af mörgum var sú fyrirætlun talin fráleit, enda náttúrufar á
svæðinu fágætt. En hvað olli þeirri sterku viðhorfsbreytingu sem varð
um aldamótin þannig að umhverfismál urðu stórmál í þjóðfélags-
umræðunni – eins og best sást í Eyjabakka- og Þjórsárveramálum?
„Ég hef frekar kallað þetta bakslag heldur en viðhorfsbreytingu,“
segir Andri Snær Magnason rihöfundur. Hann lét mjög að sér kveða í
umræðum um orkumál, meðal annars með bókinni Draumalandið.
„Á árunum 1989–1997 var lítil sem engin eftirspurn eftir íslenskri
orku og á þeim tíma kynntust margir hálendinu í friði og sátt. Ísland
var farið að monta sig af því að hafa misst af iðnbyltingunni þegar
orkugeirinn kom með stórfengleg áform um nýtingu á mörgum
helstu náttúruperlum landsins. Mörgum fannst við stefna að því að
gera sömu mistök og margar þjóðir heims og það var í rauninni áfall
að sjá hvað margir voru viljugir til að fórna miklu af fegurstu svæðum
landsins. Náttúrufegurðin sameinaði marga en varð líka að eldfimu
pólitísku hitamáli þegar ljósmyndarar voru jafnvel sakaðir um að
falsa fegurð hálendisins sem væri eintóm auðn og grjót.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Náttúrufeg-
urðin samein-
aði marga en
varð líka að eldfimu
pólitísku hitamáli
Andri Snær
Magnason
John F. Kennedy yngri fórst í flugslysi í einkaflugvél sinni
ásamt eiginkonu sinni Carolyn Bessette. Sumir tala um Ken-
nedy bölvunina en hér er John heitinn ásamt systur sinni.
Reuters
John F. Kennedy yngri heilsar að hermannasið
yngri við hlið móður sinnar í útför föðursins..
Jackie er tískutákn enn þann dag í dag og tiplar hér í snjónum í
glæsilegum kjól úr smiðju Cassini, í ársbyrjun 1961.
AP
Oleg Cassini var tískuhönnuður Jackie og um
tíma trúlofaður Grace Kelly.