SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Qupperneq 41
14. ágúst 2011 41
LÁRÉTT
1. Sjá Hall fá gramm í MS fyrir að kyrkja að
sögn í stórri byggingu. (15)
7. Kýti einfaldlega aftur við pól í stjórn-
málum. (7)
8. Ókosturinn við gráðu er að henni fylgir
stafurinn. (9)
10. Klára drykk fyrir bardagaíþrótt. (6)
11. Óvirða kaupmann út af verslun. (7)
12. Lést haf út af úrskurðum? (5)
13. Náði í ánauðarmann út af hræðslu (9)
14. Þvo blett í auga með bólstri. (8)
16. Poki sem flýtur ekki. (6)
18. Skriðdýr jötna. (8)
21. Já, hyggur á að flækja sig í vandamálum
(8)
24. Vandlærða má flækja í erfiðleikum. (11)
25. Segir frá þrautgóðum (6)
26. Kennari getur sýnt okkur festarnar. (7)
27. Kyssileg Ína er berlega fær um að gerast
gæðablóð. (11)
28. Óskynsamleg ráðabreytni rændi með
rugli. (8)
29. Iðkar eyðu í stuttan tíma. (10)
LÓÐRÉTT
1. Skaðaði veröld út af vitlausum. (8)
2. Flakkari nær að mála. (5)
3. Erlendur lemur alltaf við urg. (10)
4. Skælandi fær svölun. (7)
5. Imba öll þvælist fyrir skepnum. (7)
6. Spakur fær síst rugl frá fötluðum. (10)
9. Nýtir roð ennþá til að búa til þjappaða. (9)
13. Þý skal og erlent landsvæði finna. (9)
15. Fullyrtir að þú hittir pláss. (10)
17. Hestur með hestinum í hafinu. (7)
19. Skrúbbum skála úr sandi. (10)
20. Mont ljósálfs og Hannesar er bara rugl.
(9)
22. Ys alheims breytist í stjórnleysi. (9)
23. Borgunin í hárinu. (9)
24. Hví takast í refsingu við broti? (8)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum 2,
110 Reykjavík. Frestur til að skila
úrlausn krossgátu 14. ágúst er
fyrir hádegi 19. ágúst. Nafn vinn-
ingshafans birtist í blaðinu 21.
ágúst. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning.
Vinningshafi 7. ágúst er Borghildur Sigurbergs-
dóttir, Blómvöllum 23, 221 Hafnarfirði. Hlýtur hún
að launum bókina Ævintýri góða dátans Svejks eftir
Jaroslav Hasek. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun
Bandaríski stórmeistarinn Ro-
bert Byrne notaði þennan titil
fyrir greinar sem hann skrifaði í
tímaritið Chess life. Það mátti
skilja hann þannig að hér hefði
verið átt við reit eða leik sem
fellur utan sjónsviðs áhorfand-
ans. Þegar leikurinn birtist á
sýningarborðinu kom hann
kannski öllum viðstöddum á
óvart og sumir bölvuðu í hljóði
yfir því að hafa ekki látið sér
detta þetta í hug.
„Á hvað bát eru þið?“ Við
Hannes Hlífar vorum á fjöltefla-
og fyrirlestraleiðangri um land-
ið og gátum ekki svarað þessari
eilífðarspurningu sjómannsins í
Neskaupstað en kváðumst hafa
valið landleiðina að þessu sinni
þó það lægi kannski ekki í aug-
um uppi.
Skákirnar sem Byrne tók fyrir
innhéldu yfirleitt a.m.k. einn
vel falinn leik; þegar venjuleg
leiðsögn dugar ekki, þekkt
mynstur, kennileiti eða almenn
speki talar ekki lengur til
manns, þá er tími til kominn að
gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn. Ég var að fylgjast með
hinum 17 ára gamla Garrí Kasp-
arov á heimsmeistaramóti ung-
linga í Dortmund í V-Þýskalandi
sumarið 1980 og þessi staða var
uppi:
Kasparov – Akesson
Leikurinn 27. e5 lá í augum
uppi, áhrif biskupanna aukast þá
til muna. Kasparov sat hinsvegar
sem fastast og var dálítið óróleg-
ur í sætinu eins og hann væri að
reyna að rekja slóðina til enda.
Eftir hálftíma umhugsun skellti
hann biskupnum á „65-reitinn“:
27. Bxf6! Hxf6 28. e5
Síðar var upplýst að Kasparov
hefði notast við „öryggisnet“ við
útreikninga sína. Hann komst að
þeirri niðurstöðu að með bestu
taflmennsku væri niðurstaðan
jafntefli en fórnin væri samt
áhættunnar virði. Akesson var
sleginn út af laginu og fann ekki
bestu vörnina.
28. … Hh6?
Betra var 28. … Hf7 29. f6 Hcf8!
og svartur á að gera varist.
29. …Dd8 30. e7 Hxe7 31. fxe7
dxe7 32. Hbc1Dd8 33. Df5! Db8
Kasparov hugðist svara 33. …
Kh8 með 34. Hc7! t.d. Dxc7 35.
Df8+ og mátar.
34. Df7+ Kh8 35. Hc7
- og svartur gafst upp.
Einhver magnaðasta „aflepp-
unarflétta“ sem um getur kom
fyrir í eftirfarandi skák.
Það má lengi velta fyrir sér
hvað leiðsögn „Dzindzi“ – betur
þekktur á ICC undir nafninu
Roman – hafði í þessum tafllok-
um; riddarinn á a7 er ekki með,
staða manna hvíts verður ekki
með góðu móti bætt, strategískt
er svarta staðan mun betri.
Tiblisi 1973:
Dzindzihasvili – Tseshkovskí
31. Hxg7! Rxg7
Hér var best að stinga hausn-
um i gin ljónsins og leika 31. ..
Kxg7 t.d. 32. Rd7+ Rd4 33.
Bxd4 cxd4 34. De5+ með jafn-
tefli.
32. Kg1! Hd4
Ekki 32. … Rxe6 33. Rf7+ og
34. Rh6 mát.
33. Bxd4 cxd4 34. Dh6! Kg8
Eftir 34. … Hc8 35. f5! er
hvíta sóknin stórhættuleg.
35. Hh3 Rf5 36. De6+ Kg7 37.
Rd7!
Magnaður leikur. Svartur er
varnarlaus.
37. … Dc8 38. Rxf8 Dc1+ 39.
Kf2 Dd2+ 40. Kg1 Dd1 41. Kf2!
– Besti reiturinn. Skákin fór í
bið og svartur gafst upp því eft-
ir 41. … Dd2+ 42. Kf3 Dxd3+ 43.
Kg4! Re3+ 44. Kg5 er eftirleik-
urinn auðveldur.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
65-reiturinn
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta