SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 2
2 18. september 2011 Við mælum með Sunnudagur 18. september Vestmannaeyjar og KR mætast í sannkölluðum stórleik á Há- steinsvelli kl. 17, þar sem úrslit í Pepsi-deild karla gætu farið langt með að ráðast. Liðin eru efst og jöfn í deildinni en KR er með betra markahlutfall og á leik til góða. Síðan verður fróð- legt að sjá hvort Tryggvi Guð- mundsson nær að slá marka- metið í efstu deild. Morgunblaðið/Kristinn Stórleik í Eyjum 14 Mikil kúnst að nærast ... Kári Steinn Karlsson ætlar að bæta 26 ára Íslandsmet Sigurðar P. Sigmundssonar í maraþoni í Berlín eftir rúma viku. 20 Allt tók þetta á Sumir eiga honum líf sitt að launa, öðrum hefur hann gefið betri heilsu með starfi sínu. Rætt er við Sigurgeir Kjartansson skurðlækni. 26 Fortíðin getur drepið þig Í Fásinnu fjallar Horacio Castellanos Moya um raunir prófarkalesara, sem þarf að fara í gegnum handrit skýrslu um óumræðilega glæpi. 28 Myndavélin hefur dregið ... Í áratugi hefur Gunnar V. Andrésson starfað sem ljósmyndari. Hann ræðir um starf ljósmyndarans, minnisstæða einstaklinga og fleira. 34 „Fallegasta leikhús á Íslandi“ Leikhúsmógúllinn hefur tekið við lyklavöld- um í Gamla bíói og mun standa þar fyrir leik- sýningum í vetur. 36 20 yfir 20 pund Lúther Einarsson segist alls ekki vera með stórlaxasýki en hann kann vel að setja í stóra laxa og landa þeim. Lesbók 42 Það sem gerist milli kafla Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Því veltir sýning- arstjórinn Jón Proppé fyrir sér á sýningunni Ný list verður til, í Lista- safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. 32 4 Efnisyfirlit Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Krist- ín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið M ikil hátíðahöld voru í Kuala Lumpur í Malasíu eldsnemma að morgni 16. september til að minnast 54 ára sjálfstæðis landsins. Það blasir auðvitað við að 54 ára sjálfstæði er merkilegra en hálfrar aldar sjálfstæði, þar sem það er fjór- um árum lengri tími. Landið hlaut sjálfstæði árið 1957 eftir að hafa lotið stjórn Breta frá því seint á átjándu öld. Mest var um að vera á Merdeka-torginu í miðborg Kuala Lumpur, þar sem tæp 11 þús- und manns komu fram í skrúðgöng- um, dansatriðum og öðrum skraut- sýningum, auk hersýningar. Hátíðahöldin hófust kl. 7.30 að morgni til að forðast heitasta tíma dagsins. Mikill mannfjöldi fylgdist með ásamt helstu fyrirmennum landsins. Í hópnum var Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, og tók hann meðfylgjandi myndir af hátíða- höldunum. pebl@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hátíð að morgni dags 18. sept- ember Sinfón- íuhljómsveit Gautaborgar er nú á tónleikaferð um Norð- urlönd og leikur í Hörpu kl. 20. Stjórnandi hljómsveit- arinnar er hinn eftirsótti Gustavo Dudamel frá Vene- súela en á efnisskrá eru verk eftir Karin Rehnqvist, Tsjaj- kovskíj og Mozart. 22. sept- ember Magnús og Jóhann kl. 20:30. Lög Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar og Jóhanns Helgasonar eru öllum kunn og eiga þeir fjölda frásagna í fórum sínum en þeir eiga einmitt 40 ára starfsafmæli á þessu ári. Forsíðumyndina tók Sigurgeir S. í Borgarleikhúsinu

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.